Unaðsstundir 31.3.18

Margs er að mynnast

og margt ekki leitt,

kostur að kynnast

konu er liggur gleitt.

Lostinn hann kitlar

og kúrir ei í ró

og ánægjur ekki litlar

af unaðsstund í mó.


Á miðin 27.3.18

Margur síðla á miðin rær,

maður og engu nær.

- Sá missir ei er fyrstur fær,

farðu af stað í gær!


Gullmolarnir 19.3.18

Skrýtinn fugl er kanínan

sem skáldskapurinn hjá mér,

skyldi trúi ég mörgum

svo til finnast:

Það velta upp á mig gullmolarnir

víðar en frá þér

vinan mín sem gaman var

að kynnast.

Lífsköll 19.3.18
Lífsköllin flóttafólksins fáum við að heyra
fá hefur það önnur ráð en að vona og biðja.
Ekkert vanhagar okkar land í meira
en elskulega samkynhneigða niðja.

Birta í sálarskarnið 18.3.18

Heyrist með endemum um það mikið fjas

hvað ungdómurinn slarki nú á dögum

en því skildu menn ekki mega fá sér gras

og mæna út í loftið eftir betri högum?

 

Þokkadís 18.3.18

Fyrir mínar sjónir fælnum á brá

fegurð sem að lítandi var á.

Hryssunnar upplit heilla svo má

að hentist ég á stjá af ríkri þrá.

 

Ég keypti hana auðvitað

án allra raka.

Guð er sagður gefa

og taka.


Af kaupréttarmálum

Í umræðunni 17.3.18
Þingmenn hér af fátækum þyrftu að taka betur,
þeir eru sjálftökuhópur og flestra ærur baun.
Fyrst yfir sínum kjörum nú Bjarkey kvarta getur,
kaupið lífeyrisþeganna hlýtur að teljast raun.

Spáð í hryssukaup

Síðla fær græðgin sig fullsadda 16.3.18
Ég hef löngun í fleiri ef mér líkar þær
líst mér nokkuð vel á þessa.
Þó vart kunni telja meira en fingur og tær
trautt veður buddan af því klessa.

Limra dagsins 16.3.18
Ég er lengi búinn að líta eftir einni
og líkleg mátti ég ekki vera seinni,
því fegurðardísir fara
fljótan oftast bara,
sendi þér þennan bragastúf í beinni.

Speki dagsins 16.3.18
Bullustampurinn talar út í eitt
þótt öll hans ræða segi ekki neitt,
hælir sér sjálfur,
svipað og álfur
setur í herðar og hlær að því gleitt.


Sögusagnir herma

Um Einar á Hvalnesi og Sigga bróður hans 12.3.18
Einars bónda á Hvalnesi ekki er minning dauð
en ei þótti hann fjárragið við laginn.
Hann kallaði: Saggja bróðir og áhuginn hann sauð:
Er þetta ekki hrúturinn sem við skárum um daginn!

Spaugað með það

Leitað í stóði 12.3.18

Hjá honum er allt á eina lund

að ekki er í vitinu kengur.

Hryssan er gengin á feðranna fund

og finnst ekki í stóðinu lengur.

 

Grín og hlátur 12.3.18

Af gleði mannanna hláturinn hefst

svo hristist oft drjúgt á þeim spikið.

Fyrir æði mörgum ekki vitið vefst

og vill því lenda grínið yfirstrikið.


Þrælakynið 8.3.18

Íslendingar eru komnir af þrælum
og úrkynjaðir mjög að ég tel
ef sú raunin ekki væri
einhverjum myndi ei orðið um sel,
- láta haglarann hanga inn í skáp
hefði hann Katrínu í færi.
 

Skepnuhöld 8.3.18

Stundum er á versta veg

veðráttan og heyið.

- Hún er ósköp leiðinleg

Ljónslöpp greyið.


Málaskraf 5.3.18

Nú hef ég málin malað stinnt

og mál til komið að linni.

Löngum hefur mér lánið sinnt

á lífsins göngu minni.

 

Blátt áfram 5.3.18
Þótt mér veröld hafi hrint
og hert að sáru skinni,
lánið hefur mér líka sinnt
á lífsins göngu minni.

Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Mars 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband