Hjálp í neyð 31.5.18

Á atvik nokkurt nú ég bendi
í nauðir komst hann á sinni leið.
Kona rétti honum hendi
og hann úr vök á bakkann skreið.
Maður veit aldrei hver til verður
að veita öðrum hjálp í neyð
en til þess myndi vart verkahraður
vesæll 4flokks Alþingismaður.


Í Fjarðabyggð 2018

féll meiri hlutinn í sveitastjórnarkosningunum. Allir fjórir listarnir þar voru þó þannig úr garði gerðir að enga samvisku hafði ég til að kjósa nokkurn þeirra og veit um að sama var að segja um fleiri en mig. Engan í sveitastjórn þessa samfélags hef ég getað fengið til að sinna í nokkru um mín mál, nema Helga Seljan þegar hann var þar og má segja að hann hafi barist fyrir mig við vindmillur svo óvinveittir voru þeir að sinna í nokkru mínum framfærslumálum. - Þvlíikt pakk, pakk, pakk, eins og maðurinn sagði forðum um gargandi hænsnahóp er hann villtist óvænt inn í kofan hjá þeim:

Í Fjarðabyggð 2018
Framsókn og Sjallar féllu þar,
- fengið höfðu margir klígju!
Sömu bófar og brjálæðingar,
- berja mig þar ekki að nýju!


Ættarrembingur stórbóndans 20.5.18

Stórkostleg manneskja móðir mín var,
minn faðir var óvenju seigur,
af fríðleik og knáleika ég ungur af bar
og átaka þótti ekki deigur.
 
Mín afkvæmi reynast svo allsekki slök
og ýmsu hjá þeim má víst hæla.
þau hafa öll á lífum sínum´ágætis tök
og átt hef ég marga daga sæla.

Mannlýsing 17.5.18

Fátt óttast margir meira
en háðungar og spé
og hugsa fátt um annað
en hvernig hjá öðrum sé.
Þeir spyrja ört og spyrja
en spurðir séu á mót
smella þeir sem í baklás
þögulir sem grjót.
 
Á dansskónum 17.5.18 
Á dunandi balli hann dömunni snér,
dæmalaus þótti sá fjári.
Það dregur sig saman sem dámlíkast er,
detta mér lýs úr hári.

Kosningaheilræði 12.5.18

Besta vörnin almúgans

volæðinu við

er hann fari að átta sig á

að taka upp annan sið:

- Kjósa ekki fjórflokkinn

hvar sem hann fer

hann hefur fyrir löngu

fyrirgert sér,

með að þjónkast auðvaldi

en níða þá smáu,

hann má því sannlega

kalla fyrir plágu.


Ökuferðin 3.5.18

Ég sat sem dæmdur og hélt niðri hljóðum,

– hvað er í gangi er dauðinn við stýri?

Ei rásar bíllinn hjá bílstjóra góðum

svo búast megi við að hann lendi út í mýri.


Gefið konunni blóm! 1.5.18

Sjaldan mun góð saga of oft vera sögð.
Gott mun að hvetja fólk til góðra hluta.
Fyrr á árum glumdi okkur oft í eyrum
útvarpsauglýsing sem var á þessa leið:
- Gefið konunni blóm án tilefnis,
og fjöldi manna í sakleysi sínu glæptist
til þess. Viðbrögð flestra kvennanna
urðu þó á allt annan veg en vonast hafði
verið eftir, því þær voru allsóvanar slíku.
Algengusu viðbrögð þeirra voru að mæna
Upp á mennina stórum vanþykkisaugum
og spyrja síðan: Hvað varstu nú að gera
af þér auminginn???

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Maí 2018
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband