Færsluflokkur: Bloggar
2.4.2018 | 19:47
Í fréttunum 1.- og 2. 4.2018
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2018 | 04:35
Skúraskyn 31.3.18
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2018 | 09:30
Unaðsstundir 31.3.18
Margs er að mynnast
og margt ekki leitt,
kostur að kynnast
konu er liggur gleitt.
Lostinn hann kitlar
og kúrir ei í ró
og ánægjur ekki litlar
af unaðsstund í mó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2018 | 02:46
Á miðin 27.3.18
Margur síðla á miðin rær,
maður og engu nær.
- Sá missir ei er fyrstur fær,
farðu af stað í gær!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2018 | 05:20
Gullmolarnir 19.3.18
Skrýtinn fugl er kanínan
sem skáldskapurinn hjá mér,
skyldi trúi ég mörgum
svo til finnast:
Það velta upp á mig gullmolarnir
víðar en frá þér
vinan mín sem gaman var
að kynnast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2018 | 12:18
Birta í sálarskarnið 18.3.18
Heyrist með endemum um það mikið fjas
hvað ungdómurinn slarki nú á dögum
en því skildu menn ekki mega fá sér gras
og mæna út í loftið eftir betri högum?
Þokkadís 18.3.18
Fyrir mínar sjónir fælnum á brá
fegurð sem að lítandi var á.
Hryssunnar upplit heilla svo má
að hentist ég á stjá af ríkri þrá.
Ég keypti hana auðvitað
án allra raka.
Guð er sagður gefa
og taka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2018 | 09:19
Af kaupréttarmálum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2018 | 15:26
Spáð í hryssukaup
Síðla fær græðgin sig fullsadda 16.3.18
Ég hef löngun í fleiri ef mér líkar þær
líst mér nokkuð vel á þessa.
Þó vart kunni telja meira en fingur og tær
trautt veður buddan af því klessa.
Limra dagsins 16.3.18
Ég er lengi búinn að líta eftir einni
og líkleg mátti ég ekki vera seinni,
því fegurðardísir fara
fljótan oftast bara,
sendi þér þennan bragastúf í beinni.
Speki dagsins 16.3.18
Bullustampurinn talar út í eitt
þótt öll hans ræða segi ekki neitt,
hælir sér sjálfur,
svipað og álfur
setur í herðar og hlær að því gleitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2018 | 00:17
Sögusagnir herma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2018 | 18:11
Spaugað með það
Leitað í stóði 12.3.18
Hjá honum er allt á eina lund
að ekki er í vitinu kengur.
Hryssan er gengin á feðranna fund
og finnst ekki í stóðinu lengur.
Grín og hlátur 12.3.18
Af gleði mannanna hláturinn hefst
svo hristist oft drjúgt á þeim spikið.
Fyrir æði mörgum ekki vitið vefst
og vill því lenda grínið yfirstrikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar