Færsluflokkur: Bloggar

Kosningaheilræði 12.5.18

Besta vörnin almúgans

volæðinu við

er hann fari að átta sig á

að taka upp annan sið:

- Kjósa ekki fjórflokkinn

hvar sem hann fer

hann hefur fyrir löngu

fyrirgert sér,

með að þjónkast auðvaldi

en níða þá smáu,

hann má því sannlega

kalla fyrir plágu.


Ökuferðin 3.5.18

Ég sat sem dæmdur og hélt niðri hljóðum,

– hvað er í gangi er dauðinn við stýri?

Ei rásar bíllinn hjá bílstjóra góðum

svo búast megi við að hann lendi út í mýri.


Gefið konunni blóm! 1.5.18

Sjaldan mun góð saga of oft vera sögð.
Gott mun að hvetja fólk til góðra hluta.
Fyrr á árum glumdi okkur oft í eyrum
útvarpsauglýsing sem var á þessa leið:
- Gefið konunni blóm án tilefnis,
og fjöldi manna í sakleysi sínu glæptist
til þess. Viðbrögð flestra kvennanna
urðu þó á allt annan veg en vonast hafði
verið eftir, því þær voru allsóvanar slíku.
Algengusu viðbrögð þeirra voru að mæna
Upp á mennina stórum vanþykkisaugum
og spyrja síðan: Hvað varstu nú að gera
af þér auminginn???

Heim úr orlofi 9.4.18

Mæðir ellin, menn við liltla ei fitla,
margt er þó lífi gamals manns í hag.
Dætur mínar báðar og Bebba litla
búa sig til að fylgja mér heim í dag.

Guðbjarturinn góði kemur á móti
gott er að eiga slíka vini að.
Hans vill renna ljúfan lítill Skódi,
líka er Skjóni hans oftast til í það.

Yndi vorsins 8.4.18

Er yndi vorsins inn fer lóna

óðar grösin fara að vakna.

Bændur út í bláinn góna

býst þeir hafi fás að sakna.


Hrakmenni nútímans 6.4.18

Við ómerkinga er illt að fást,
inn á þing sér margir læða.
– Útgjöld ríkis eigi að nást,
öryrkjunum verður blæða.

Elli heitinn, minning 5.4.18

Fyrr á árum en þó í minni tíð en ég er 75 ára, bjó maður í Neskaupstað sem fluttist þangað frá Mjóafirði sem var kallaður Elli heitinn. Viðurnefnið ku hann hafa fengið af því að einu sinni leið yfir hann. Hann er sagður þá hafa verið staddur út á Bakkabökkum. Ekki segir sagan af því hve öngvitið stóð lengi en hann sagði svo tíðindin að hann hefði fengið snert af bráðkveddu. Elli var mjög sterkur maður. Haukur bróðir hans sem var sterkur líka, sagði mér að Elli tæki fullum fetum 200 lítra bensíntunnur á löggunum ofan af bílpalli í fangið og labbaði með þær hvert sem væri til að setja niður. Haukur sagðist líka taka tunnur niður á þennan hátt án þess að láta þær detta. Móðir þeirra var sögð hafa tekið 200 punda mjölpoka undir hvora hendi úr bátnum þeirra og labbað með þá á hálu fjörugrjótinu eins og fara gerðist. En 200 punda poki sem kallað var er sama og 100 kíló og undir hvora hendi, geri aðrir betur…

Ljósmæður og lémagna ráðherrar 5.4.18

Það kannast sjálfsagt flestir orðið við forsætisráðherrann úr liði vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur
en kannski síður við annað vesælmenni flokksins sem fer með heilbrigðismálin Svandísi Svavarsdóttur.
Eitt sýnishornið af ódrengiskap þeirra er að sitja hjá eins og þeim komi það ekki við og neyða ljósmæður til uppgjafar og uppsagna út af launamisrétti sem þær eru og hafa verið beittar lengi á svívirðilegasta hátt:
 
Ljósmæður með röfl og rigs
ráðast á misréttis fúlan pytt.
og ráðherrann er núll og nix
sem nægir bara fá kaupið sitt.
 
- Þetta er allt til háborinnar skammar og engu lagi líkt en alltaf eru einhverjir sem ekki kunna að skammast sín eða er svo annt um eigin hagsmuni að þeir telja sig ekki hafa efni á því...

Misjafn er sauður 4.4.18

- Skítt með alla skynsemi

skundað sé á Þing!

Alþingi hefur ýmsan að geyma

órofa vitleysing:


Ærur Alþingismanna virðast ganga kaupum og sölum

Miklum vonbrygðum hefur Katrín valdið mörgu fólki og er ekki séð fyrir endan á niðurlægingu hennar í pólitík frekar en margra annarra manna sem virðast selja ærur sínar hraðbyri ef þeim tekst að ljúga sig inn á Alþingi Íslendinga:
 
Sú er raunin 4.4.18
Til illverkanna ýmsir glaðir
æða fram um mið,
Svikararnir syndaglaðir
svínaríð hamast við.
Siðleysið engan á sinn líka
saurug mörg er valdakíka.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband