Tvískinnungur Katrínar, upp á gamla mátann 19.12.17

Ég hlustaði dálítið á umræður frá Alþingi í dag. Mikil vorkunn fannst mér Katrínu forsætisráðherra það að þurfa að koma aftur og aftur í ræðustól út af fyrirspurnum um það sem hún hefur nú gert samkomulag um til framkvæmda með hinum ríkisstjórnarflokkunum og svo hitt sem hún hafði sagt eða lofað á þveröfugan veg í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar.

Vil ég þar þakka Loga formanni Samfylkingingarinnar sérstaklega fyrir skelegga framgöngu við að fletta ofan af svikum hennar, lítilþægð og ótrúmennsku, að ég tel hroðalega gagnvart lífeyrisþegum og sýna hennar lítilmennskukarakter trúverðuglega.

Þetta háttarlag milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur gengið á sama háttinn mjög lengi hér í landi og mikið hefur að undanförnu verið talað um að bæta stjórnmálin en svona er útkoman samt eina hringferðina enn í spillingarherferðinni...

Það er sjálfsagt ekki meining neins er sækir til Alþings að afsala sér ærunni en einhvernvegin hefur mér fundist að þannig hafi farið fyrir flestum eða öllum sem hefur tekist pota sér til valda og metorða í gömlu flokkunum...

Lokaorð: Manns í lífi er ljótur bagi, lygi og glæpir sitt á hvað. Þingmönnum oftast allt í lagi, - endurkosnir fyrir það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Heldur þú að Logi yrði svona rausnalegur eins og hann lætur ef hann væri sjálfur við stjórnvölinn?

Hrossabrestur, 20.12.2017 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband