22.9.2018 | 00:37
Stúlkan og löggufjandinn 22.9.18
Sunnan golan sveipaði oss hlý,
uppúr veski vasaklút hún dró
í angistinni augu sín hún neri
inni fyrir eitthvað markvert bjó.
- ég get ekki gert að því
þótt mönnum líki hvað ég geri,
stundi hún síðan og hló!
Sögð er hún slökkva hjá manni pínu,
svo komi annar er maður fer,
hún kunni að standa í stykkinu sínu
stimamjúk ástrík og gjöful í sér
Vos 22.9.18
Það gerist margt veraldarvosið,
vandi er oft sjá hvað að fer.
Sjaldan virðist vera á allt kosið
en vinur minn tak því sem er
Flökkustúlkan 22.9.18
Þegar fara saman hugur og hönd
hratt færist margt til vega.
Hún hefur flogið og ferðast um lönd
og farist það bærilega.
Þegar fara saman hugur og hönd
hratt færist margt til vega.
Hún hefur flogið og ferðast um lönd
og farist það bærilega.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 31840
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.