Á heimaslóðir 23.4.16

Ég er kominn heill á húfi

heimaslóða til.

Þótt yndið mitt ei aurar kúfi

á ég nóg svona hérumbil.

 

Að lappa upp á leður 23.4.16

Það er vandi að verka skinn

vel kunni það hann afi minn.

Það gamla til að gera sem nýtt

gegnsósaði hann vatns í bleyti,

þurrkaði svo þar til vatni hafði spýtt,

- þá tók það vel í sig feiti.

 

Úr hádegisfréttunum 24.3.16

Það að lenda í einelti

eru vandræði ekkert smá,

eru nú boðuð mátmæli

við heimilið hjá Bjarna.

Bófar tel ég að ættu hvergi

friðhelgi að fá

og fangelsi þá að geyma

öðrum helst til varna.

 

SMS 25.4.16

Oft sá karlinn æði fékk,

- ótíðarspáin er nú hér,

Setti hann þá á sumardekk,

svo veit enginn hvernig fer.

 

Yndið og armæðan 26.4.16

- Það syngur hver

með sínu nefi

en sumir kunna vart aldrei

haldið nokkru stefi.

 

Þótt ýmislegt hér kallast mætti

armæðufrekt

þá er kannski ennþá fleira

gagnstæðu í vil

og óskaplega er það annars

mikið dásamlegt

að öll þessi dýrðlegu lög

skuli vera til.

 

Kynþokki 26.4.16

Það er býsna krassandi

að eiga konu sem er sex

og karlar líta

hýrum girndaraugum

en í eðli hvers er afbrýði

sem að tíðum vex

svo að ýmsir fara

gjörsamlega á taugum.

 

Kviðarstang 26.4.16

Það skeður margt á víðavangi

er veður býður ei sút.

Hann kom á hana kviðarstangi

og kroppurinn blés út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband