Garmar stjórnsýslunnar 27.3.17

Ég fékk 50 þúsund krónur frá sveitafélaginu á mánuði í húsaleigubætur á síðasta ári og svo breytti ríkisstjórnin lögunum og færði kostnaðinn frá sveitafélögunum yfir á ríkissjóð og var talað um að sveitafélögin bættu síðan við því sem upp á vantaði að greiðslurnar frá ríkinu yrðu til samræmis við það sem að verið hafði áður fyrir lagabreytinguna. 

Ég hef fengið aðeins rúmar 26 þúsund krónur frá ríkinu á þeim þremur mánuðum sem af eru þessu ári og þótt ótrúlegt sér þá munar mig öryrkja og gamalmenni um þetta. Ég gerði fyrirspurn í símtali til míns sveitafélags sem er Fjarðabyggð hvað liði með greiðslurnar frá þeim. Ég fékk þau svör að meiningin væri að sveitafélögin greiddu ekki mismuninn eins og verið hafi í umræðunni að þau myndu gera:

Garmar 27.3.17

Valdmannslega þeir veifa

um sig örmunum,

vera í ríkisstjórn er sem

gleði vegna ölvunar

en það er sem gróið 

fyrir vitin á görmunum

er þeir geta annað gert

en til bölvunar.

 

Berskjaldaður

Aumingi hver ekki virðist

mikið geta gert

er glæpaþrunginn þingmannsfóli

illa hann níða fer

en þegar er að ræfilstusku

hroðalega hert,

hverjum skyldi þá ei leyfast

eitthað að kveinka sér?

 

Hvað skyldi helst í stöðunni

Væri ekki ráð að hýða ykkur helst nauðaber

og hálsum ykkar reyra að með bandi?

Það er haft að orði að hvað sér aumara sér

og með harðneskjunni leysist margur vandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 31729

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband