Stjórnvöld á Íslandi fyrirskipa eyðingu fjölda stálhraustra nautgripa 2017

Ég sá einhversstaðar í fréttum fyrir skömmu að fyrirskipuð væri eyðing fjölda stálhraustra nautgripa af þeirri ástæðu einni að þeir hefðu verið fóðraðir á mjöli úr sláturúrgangi.

Ég varð undrandi á fréttinni en þótti hún alveg í samræmi við marga aðra vitfirru stjórnvalda er mér finnst alltof áberandi í íslensku þjóðlífi.

Mér datt í hug það sem sagt hefur verið að allt gangi í hring og sama sagan endurtaki sig alltaf aftur og aftur og er það að sjálfsögðu með vitleysuna eins og hvað annað í tilverunni.

Hugsun mín flaug til þeirrar hringrásar í náttúrinni sem er t.d. í Afríku svo eitthvað sé nefnt. Þar þykir ekkert sjálfsagt eins og víða annars staðar að saur og hlandi mannanna sé kastað fyrir bý.

Notaðir eru kamrar og dælt úr þróm þeirra af og til eins og t.d. er gert hér á landi undan húsdýrunum okkar og áburðurinn borinn á akrana og sáð í þá sem vera ber og afraksturinn étinn af fólkinu sem skilar honum síðan aftur af sér í kamrana og hringrásin hefst upp á nýtt.

Á Ísandi tel ég góða tækniframför að nýta sláturúrganginn og gera úr honum mjöl sem mun vera mjög gott prótínfóður t.d fyrir nautgripi og svín en trúlega ekki ráðlegt fyrir fé þar sem í því gætu leynst sjúkdómar á borð við t.d. riðu og garnaveiki en að það megi ekki nota til neinns annars hluta en áburðar er að mínu viti alveg ga ga ga og trúlega frakar en margt annað fyrir einhverja annarlega hagsmuni einhverra!!!:

Sláturúrgangur 4.4.17

Skyldi ei rétt að krafsa í það

sem gefur þjóðinni klink

og koma sláturúrganginum

í hringrásina að nýju.

Mér sýnist það alveg rakið

fyrir refi bæði og mink

og reyndar muna ei vekja

nautum og svínum klígju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband