Svívirða og svínarí er sjaldan langt undan í pólitík 4.6.17

Í morgunspjalli laugardagsins í gær á Bylgjunni var tekist á um störf Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar á þingi við að pútta út vinstri mönnum fyrir aðra þeim þóknanlegri en dómaraliðið hafði verið valið af þar til gerði nefnd til sæta sinna í Landsdómi sem er fyrirkomulag nýtt af nálinni hér á landi en áður sáu Alþingismenn bara sjálfir um að dæma hvern annan en ekki hefur verið gripið til þess úrræðis nema einu sinni í lýðveldissögunni en það var eftir hrunið svokallaða. Þá voru allir dæmdir alsaklausir og ábyrgðarlausir með öllu nema forsætisráðherrann Geir Haarde og þótti mörgum það harðneskjulegt og mjög mikil rangsleitni örlaganna.

Tildrög umdæðunnar eiga rætur að rekja til þess að einn umsækjandanna sem látinn var víkja ætlar að sækja ráðherrann og ríkisvaldið til saka fyrir dómstólum og er hann sérfróður um slík málefni og lagði sín rök fyrir hlustendur um misferli valdsins á mjög sannfærandi hátt. Mér varð bara að orði: Ekki hafa sjálfstæðismenn lagast mikið við hrunið hvað svíðingsháttinn og svínaríð varðar, hvað sem segja má um aðra: 

Valdið 3.6.17

Lífsins gatan er lúmsk og hál

til launráða hvað sem þið haldið.

Sjaldan er gróði né gamanmál

þegar gengið er í slag við valdið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband