Af skákferli mínum 5.11.17

Ég held að faðir minn hafi fás notið betur en er ég sagði honum afrekssögur af sjálfum mér.

Við systkinin vorum ein af þeim mörgu börnum er fengu kassa ein jólin er innihéldu ýmsa leiki og kom sér vel víða að ég tel í fásinninu. Eitt leikjasettið var fyrir skák. Það mun hafa dregist lengi með að okkur væri kennt að tefla. En faðir minn var búinn að kenna mér talsvert í því er mér var komið til Keflavíkur í fóstur vetrarlangt eftir að mamma okkar dó.

Það var fermingarveturinn minn og í sveitinni tóku börn fullnaðarpróf 13 ára vegna lítillar kennslu þar sem yfirleitt var annan hvern hálfan mánuð og skiptust þá á eldri og yngri börn með skólavistina. Í kaupstöðunum var samfelld kennsla alla vetur og tóku börn þar fullnaðarpróf árinu yngri 12 ára gömul. Ég lenti því með 12 ára krökkum í bekk er til Keflavíkur kom og vorum við 34 að tölu í honum.

Þar var haldið skákmót um veturinn og tefldu allir við alla. Ég vann allar mínar skákir til þeirrar síðustu sem reyndist mér svona sögulegt að ég færi þetta í letur. Þá mætti ég skólameistaranum sem líka hafði unnið allar sínar skákir. 

Voru margir sem fylgdust með spenntir um úrslitin. Ég var nú ekki orðinn taugaveiklaður á þeim árum og tók því öllu með stökustu ró og sýndi algjöra yfirburði og gjörsamlega rústaði liðið hjá andstæðingnum. En komst þá óvænt að raunum um að bölvanlega hafði vantað í kennsluna hjá föður mínum. Þar sem ég þrengdi og þjarmaði að andstæðingnum með fjölda mönnum hrópaði hann allt í enu upp yfir sig: - Ég er patt, þetta er jafntefli! Þetta orð hafði ég aldrei heyrt áðum um skák en fékk útskýrinar á því fljótlega í framhaldinu. Þar með eru sögulok.

Falla gullkorn eitt og eitt

en ekki á hvurt strá!

- Ýmsum þykir ekki leitt

afrekum segja frá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband