Aumur í þey 14.11.13

Oft situr aumur í þey

við aðra er gerast menn tepptir,

- þá grætur María mey

er sá minnsti er skilinn eftir!

 

Að eiga ei skjól 14.11.13

Aumt er þeim sem eiga ei skjól

er illmennskan mundar sín tól.

- Það er ekkert grín

að vera svín

svona rétt fyrir jól!


Þrár og þjóðskipulög 13.11.13

Til viðhaldi lífs er hin þrotlausa þrá

er þraut marga bugar ei rög.

Taumlausar ástríður takast mega á

við tröllaukin þjóðskipulög.


Fegursti hljómurinn 3.11.13

Ekkert hljómar eins vel

og aumingjar sem kveina.

Höfðingjar og heldri menn

í hlátursköstunum veina.

Allra bestu öskrin fást

aumur grimmt sé riðinn,

- haldið ekki hann Sigmundur

haldi stíft um kviðinn?


Heimsins þrá 2.11.13

Við uppskerum eins og við sáum

og allra er sú þrá ef við gáum,

- hamingjuna í heiminum þráum

en hún er ei á hverjum stráum.

 

Fögnuður 1.11.13

Fagnar komu fullhugans

freistin eðalkvinnan.

Happatappahöfðingjans

helst er gleðisinnan.


Af speki Óskars frænda 8.10.13

Það passar ekki lengur

venjulegur vera

og vil ég þó ei drengur

lítið úr því gera.

Sértu ekki hommi

og ei með skuldahlað

og eigi girnist börnin

þá er eitthvað að!

Ástandið er orðið svo

að allir hrökkva við

ef einhver vogar sér

að anda á þetta lið.


Eru ekki syndir sætar? 7.10.13

Engin er eins manni mæt

er mætir oss á vegi

sem unaðsblíðust syndin sæt

er sælu veita megi.

 

Fjarðarbyggð er fim með spörk,

fátæka lætur kenna á móði,

stjórnin sem andleg eyðimörk

aumingja þar langur slóði.

 

Afkomu þessir engum tryggja

en engla leika á torgun,

fyrir þeim má hver flatur liggja,

- færri lífs á morgun.


Takiði fanta með ykkur í fallinu 2013

Ég las á netinu að í opinberum tölum væri skráð 40 sjálfsmorð á ári en myndi þó vera miklum mun fleiri.  Ég tel engan þurfa að undrast það mjög að fjöldi fólks kjósi að binda endi á það ömulega líf sem því er búið af síharðnandi mannréttindabrotum stjórnvalda: 

 

Því vonlausa fólki er falla mun hér

fyrir sjálfs síns hendi

- að fella einn djöfuls fant með sér

til farsædar þjóðu á ég bendi.


Saga bakarans 2013

Kona birtist hjá bakaranum

brauðverslun hans í

og bað um stóra rjómatertu

en röflaði yfir því

að hún kostaði tvö þúsund kall

og kaupmaður snart við brá

að gefa í afslátt fimmhundruð

fengi hann þukla brjósti hennar á.

Er svo hafði gengið góða stund

gaf hann sama fyrir að þukla hitt

og mælti síðan ef mætt´ann lauma

sínum vini aðeins inn

gæti hún alveg verið um viss

það kvittaði afganginn.

Konan leit til dyra, læsa verður þá

og litlu síðar stundi búðarborði á:

- Láttu hann bara fara alveg inn

ég fæ vínarbrauð fyrir afganginn.


Saga úr nútímanum 2013

Það voru frjálslynd vinapör

sem voru orðin þreytt

á því sama í svefnherberginu

og fá vildu um breytt

og svo fór eftir kvöldpartíið

að makaskipti til gengu

og ekkert höfðu upplifað eins

og sæluna er þau fengu

þar til annar maðurinn mælti,

það er ekki færri að mig langi

að forvitnast um það

hvernig stelpunum gangi.


Lofsins vert 25.9.13

Ég hef tíðum jarlinn hert

og jamlað mínu skinni.

Það má líta lofsins vert

- lifa af í fátæktinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband