29.12.2013 | 02:23
Íþróttamaður ársins 28.12.13
Í þessum hópi afreksmanna er m.a. stúlka sem var á árinu valin bjartasta vonin í íþróttaheiminum. Hún varð Norðurlandameistari, Evrópumeistari og Heimsmeistari. Það sama og þetta hefur verið uppi á teningnum varðandi að sniðganga svipaða afreksmenn og þetta hjá fötluðum undanfarin ár...
Virðist margur viskufullur
velja afreksliðið,
það er líkt og boltabullur
bara eigi sviðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2013 | 10:35
Spurt og svarað 21.12.13
Hvað væri það erfiðasta við
að vera kona,
fyndist þér?
Það er að vera með manni
eins og mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2013 | 01:09
Fyrsta hugboð 13.12.13
Á lífsvegi reynast má oft flókin flétta
er freistar þíns huga að spreyta sig.
Fyrsta hugboð er ekki alltaf hið rétta
en ekki missa trúna á sjálfan þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2013 | 12:01
Gærur 11.12.13
Yndisstundir
allir þrá,
gærur hlýja undir
og ofan á.
Bloggar | Breytt 13.12.2013 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2013 | 22:42
Gömul munnmæli 11.12.13
Sagt er annað kona
en kynfæradís,
hún sé vildin vona
um veru í Paradís.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2013 | 11:43
Að gefa 11.12.13
Grátlegt er að eiga ei í grautinn salt,
gefum snauðum og kvalir linum.
- Hvað gefur þú þeim sem eiga allt,
er ekki þarfara að gefa hinum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2013 | 07:16
Ráðist er á barna- og vaxtabætur 9.12.13
Yndar sér auðvaldsblokkin,
aumum þótt líki ei skakið,
- kjósirðu Fjórflokkinn
færð´ann í bakið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2013 | 05:58
Um skuldaleiðréttingar lána 2.12.13
Skuldaleiðréttingar á lánamálum heimilanna sýna stjórnmálalegan lit til betri vega en því miður að mínu viti er það lítið meira ef það er eitthvað meira og vonandi að það sé eitthvað meira en bara sýndamennskan ein sem hér ræður ferðinni. Ég tel þetta mjög til bóta vegna þess að hægara er við að bæta ef alvara er á ferðum og eins og áður fyrr var oft til orða kveðið: - Mjór er mikils vísir!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2013 | 18:52
Á bók 1.12.13
Mín er iðn að yrkja kvæði
og ef ég nánar störf mín ræði
stíla ég meira upp á magn en gæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2013 | 07:56
Vonir og trú 26.11.13
Sjálfum þér gerir þú mestan greiða
að göfga í anda von og trú,
hugsa ef eitthvað sé á sig að reiða
einhver hafi það verra en þú.
Bloggar | Breytt 10.12.2013 kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar