19.5.2013 | 20:55
Til síðasta blóðdropa 19.5.13
Ríkið fólk gjaldþrota gerir
gagnast ei mótspynan.
Þar ynda sér óþokkar berir
aftanitakannaímann.
Er bjargarlaus sífrar í síki
segir það niður með hann.
Ég sé ekki sóma í því ríki
er sýgur mér blóðdropann.
Bloggar | Breytt 20.5.2013 kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2013 | 15:16
Bæjarinn 19.5.13
Skaufhræðslan er skelfileg,
skvísur rössum ypta.
Fola mörgum um farinn veg
finnst það engu skipta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2013 | 22:50
Óráðsían 18.5.13
Vitleysan er endalaus
óráðsía og glundur.
Sumir bara hafa haus
til að halda eyrum sundur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2013 | 22:47
Á rúntinum 18.5.13
Ég æsi mig upp í stressi,
ansi er hún myndarleg þessi.
Hefur misst sig í kökukrukkunni
ég kveiki á tímaklukkunni.
Áhuginn til yndis brokkar,
það er aðeins miðnættið á milli okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2013 | 12:24
Kvennakoss í Júrívisíon 17.5.13
Í Júróvísion var fjallað um fordóma,
frjálslega kysstust þá konur á sviði.
Tyrkir urðu keppninni afhuga
en afsökuðu það sem tækniatriði.
Skyldu múslimar ekki öfugir,
sem aðrir, hvað haldiði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2013 | 18:02
Nú eiga margir mikið undir 17.5.13
Nú er framsókn fræði að kanna
með fjárans íhaldsskauðunum.
Að hertaka skuldir heimilanna,
hafrana skildi frá saðunum.
Bloggar | Breytt 18.5.2013 kl. 06:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2013 | 17:29
Eðlið til góðverka 17.5.13
Eðlið til góðverka
er oft af nísku trosnað,
- samofin smásál
er sundur hefur losnað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2013 | 11:03
Lífið og listin 16.5.13
Lífið er lífsins borgun,
listin að kunna sitt fag.
Sá lati segir á morgun
ég slappa bara af í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2013 | 07:14
Ferðalok 16.5.13
Flissað er á fararslóð,
fagnar spretti liðið.
Öll eru hrossin eðalgóð
í endastöð er riðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2013 | 21:07
Yndi er best 15.5.13
Ungur sveindóm missti í mó,
meyjan lék við fingur.
- Af yndi er best að eiga nó,
aldinn veit hvað syngur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar