15.5.2013 | 05:19
Strokuhesturinn 15.5.13
Hendist heilu dagana
heiðarnar jafnt sem dalinn.
Á flótta í heimahagana
hesturinn fyrr þótt kvalinn.
Nóttin þó nálgist óðum,
- bjart er á bernskuslóðum!
Bloggar | Breytt 16.5.2013 kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2013 | 02:57
Höpp eru hverful 15.5.13
Vanda skapaði vitfirring,
er virðing enga bærði.
- Marði snauða sóðaþing
en sjálfa sig þó nærði.
Íhald setti hér allt í svað,
óráðum mátti þeysa
en er að komast aftur að,
ólán er sjaldan reisa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2013 | 15:23
Heitið á framsóknarmenn 14.5.13
Að heiðarleg stjórnmál hendi okkur senn
hef ég ei trú en heiti á til bóta:
Að ástand hér fegri svo framsóknarmenn
að fleiri en þeir ríku fái njóta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2013 | 01:11
Slæmir verslunarhættir 13.5.13
Brögðum beitti á ranginn,
bregst oft vesæl tík.
Laginn að draga á langinn,
lúsablesinn í Vík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2013 | 23:51
Ríkisstjórn í mótun 13.5.13
Nú er til stóru hlutanna hleypt
og hugrenningar slyngar:
Embættum fjölgað, gróðann gleypt
og grættir vesalingar.
Svo koma fantar flírugir á skjáinn!
- Fortíðin er besta framtíðarspáin!
Bloggar | Breytt 14.5.2013 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2013 | 12:05
Á sauðburði 13.5.13
Í morgun hitti ég Árna á Bóli
og hann skjótt til frétta brá:
Að misst hefði Jón Þór lamb
og hann sagði við hann þá:
,,Gott er að líta ljósu hliðina á,
þau lömb sem deyja á vorin
þarf ekki að hausti að flá!
Bloggar | Breytt 15.5.2013 kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2013 | 22:12
Syndamynstið gamla 12.5.13
- Valt er veraldar gengið
á vinstri stjórn höfðu menn trú
en hvort sé betra sleppt eða fengið
syndamynstrið gamla hver veit nú?
Bloggar | Breytt 14.5.2013 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2013 | 19:52
Gleðileikir
- Flestar hafa gleðikonur í sig og á,
ást er nautna fegurst er ég kenn.
Á ýmsa vegu reika má yndi og þrá,
- oft fara hommar bak við menn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2013 | 14:47
Á reiðhestinum 12.5.13
Á reiðhestinum hafa menn mætur,
margir voru sprettir á Ásgrímskundi.
Það þarf styrk til að standa í fætur
- fyrir sturluðuðum sjálfstæðishundi.
Hundsspottið þetta fór illa með mig,
látt´ ekki Simundur sama henda þig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2013 | 11:13
Sigmundur taktu á því 12.5.13
Við höfum lifað í taumlausri teppu
af tiltektum hjá ríkisstjórnargrút.
- Þegar villidýrin komast í kreppu
kemur að því að þau brjótast út.
Við eigum erfitt að sjá fyrir okkur
en eygjum enn til loforða í sjóði,
Sigmundur viljirðu ei reynast rokkur,
reynstu þá betur en krataslóði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar