Hugrekki 12.5.13

- Flest bregðast dýrin til flótta

að falla er einskis þrá.

Það er ekkert hugrekki án ótta

er óvissan hvessir brá.


Lífið snýst um brellur 12.5.13

Lífið snýst um brellur sem bæta þinn hag

og baráttuna listisemda dag eftir dag.

Hver framtíðin verður fæstir vita um það,

flest eru blekkingar og óskrifað blað.


Kisa og veiðihárin 11.5.13

Að kámug hún væri með klístaða mús,

karlinn sig um fór að derra

og kjallaraspreyið er komið í hús

og kisan er farin að hnerra.

- Ég æði um húsið með Æjax í hendi

sem Ási minn vinur kaupmaður sendi.


Með morgunkaffinu 11.5.13

Ég drakk morgunkaffið með vini mínum og granna Þórði Júlíussyni á Skorrastað, fjöllistamanni og skólameistara Fjölbrautarskólans í Neskaupstað.  Til hans hef ég sótt í gegnum árin til andlegra upplyftinga.  Hann orti vísu í minn orðastað og fyrri part að annarri en þá fékk hann ekki friðinn lengur fyrir innlifun minni í efnið, frekar en af frekjunni einni og ókurteisi að ég tel og ég greip fram í fyrir honum með botninn að henni áður en hann komst lengra.  Hann var aftur á móti svo tillitssamur lítillátur við mig að leyfa honum að standa:

 

Gef ég engu grið

en greini rétt frá röngu.

Ég kem víða við

á veraldainnar göngu.

 

Oft ég hugsa hátt

og horfi yfir sviðið.

- Þykir frekar fátt

flikka upp á liðið.


Með Reyðfirðingum 4.5.13

Í ellinni góður er margur við mig

en mjög er ég slappur til fóta.

Það er dásamlegt láta dekra við sig

í dag fékk ég ríkt af því njóta.


Yrki þó 8.5.13

Vinnulaus við veikindi bjó,

- vandi er engu að sinna.

Ég er ekki skáld en yrki þó,

- að öllu má víst finna.


Gömul auglýsing eftir rúmi

Við lesturinn ýmis varð efagjarn,

ófáir hentu að gaman:

- Óska eftir rúmi fyrir barn

sem má draga sundur og saman.


Óskapnaður 8.5.13

Til eru kálfar sem verða aldrei kýr

og kjánast í alheiminum.

Óskapnaður þessi er þjóð vorri dýr,

það sést á kosningunum.


Hægri stjórn í burðarliðnum 7.5.13

Hægri stjórn reyndist oss

vitsmunaveik

þá Ásgrímsson og Davíð

óðu sinn reyk.

Sigmundur kom og til

sóma reika kann

svo fremi sem íhaldið

fleki ekki hann.


Vegir syndanna 5.5.13

Glæpamaðurinn fyrstur fer

til fleiri verka að hugsa sér,

samúðin gengin,

samviska engin,

- sá yðrar sem syndlaus er.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband