Að eltast við konur 28.2.13

Að eltast við konur, oft að mér gekk

en einni loks náði, sem gengur.

Ég króaði hana af í einbreiðum bekk

svo undan hún komst ekki lengur.

 

Ég fagnaði ei langtímum láninu því,

leikurinn fékk endi stuttan,

- ég líð enga slordóna sæng mínni í

sagði hún og gaf mér svo puttann.

 


Hestar og menn 27.2.13

Hestamennskukarpið er hart um tekist enn,

hestamenn sækja í hverja aðra að naga.

Knapar velja sér hesta en hestar ekki menn,

- hver mætti ekki reiðmennskuna laga?


Björt framtíð 24.2.13

Bjartrar tíðar bros er gleitt,

býður rétta strikið

en til efnda er aldrei neitt

öllu góðu er vikið.

 

Fjórflokkurinn á fláráð beitt,

fært hafa þjóðarvanda.

Honum er ei til landráða leitt

lýgur til beggja handa.


Minningar frá bernskuárum 20.2.13

Kartinn þótti tíðum hann Kalli frændi minn,

kunnu ekki allir speki hans að meta.

Þegar ungur ég var hann átti við mig tal

og spurði mig um eitthvað

sem ég sagðist ekki vita.

- Þú átt ekki að svara svona ,,strássi”

er þú ert spurður, sagði hann og ég hváði að

á slíkum aðfinnslum ég vildi fyrirvara.

Kalli frændi minn, svaraði því þegar í stað,

- þú átt bara einhverju öðru að svara!

 

Svo óx ég úr grasi og líktist Kalla frænda

að mati Gyðu frænku sem var

grannkona okkar beggja,

hún lýsti því yfir við Bebbu konuna mína

er hafði það eftir við Dagmar konu Kalla,

einhverju síðar er hún fast að mér sneiddi

og Dagmar með grátstafinn hverkunum í

svaraði og sagði, - Helvítis lýgurðu því! 


Horft innum gluggann 19.2.13

Ofurkonan lá alsber og útglennt á rúminu

með ósýnilega manninn milli fótanna.

Fyrir utan opinn gluggann á háhýsinu

horfði Súpermann á hana gráðugum augum

og mælti í hljóði við sjálfan sig,

- ég gæti verið svo snöggur að afgreiða hana

að ég yrði sloppinn út áður en hún vissi af

og augnarbliki síðar segir Ofurkonan,

- hvaða þytur var þetta í loftinu?

- Ég veit ekki, svaraði Ósýnilegi maðurinn

en mig sárkennir til í rassgatinu!


Allt er hægt 2012

Það hefur allt verið talið hægt

nema að barna dauða kellingu.

Í Neskaupstað neinu er ei vægt

og nú talið sannað að það sé líka hægt

en enginn fái að vita í hvaða stellingu.


Þó að svo væri 18.2.13

Allt þetta slæma

ætti að vera bannað

en þó að svo væri

þá tel ég vera sannað

að það reynist alltaf

eitthvað verra en annað.


Í hríð og muggu 17.2.13

Hún festi bílinn í hríð og muggu

og hann fékk mikið ris.

Þannig gerast oft góðir hlutir

þeir geta verið slys.


Mannvonskan

Hver óvæginn geysist á fleygi fart

ef fyrirstöðu ei sér.

Ég hef lært af því mikið og margt

hvað mannvonska er.


Kynbundið ofbeldi 2013

Yfir kynbundnu ofbeldi konur illa láta

en kynbundið stríð er hvert á sinn máta,

- að kúga sinn maka er kostur ei besti

en konur sverja ætíð af sér þvílíka lesti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband