15.2.2013 | 14:38
Á eina lund 2012
Níðingar höggva í hverja und,
hatremman þeirra aldrei fær blund.
Allt hér í veröld er á eina lund
einhver að kúska annan sem hund.
Mér líkar illa að ganga á glóðum
og geta ei sagt nema ,,sjitt!
Ég hef reynst góður með góðum
en gjarnan með hinum hitt.
Þótt elskaði friðinn oft að mér skaust
óþverri og níð, sem kenna á ég fékk.
Margt hefi fjallað um tæpitungulaust
um tíðarandann og hverrnig til gekk.
Lundin mín brast ljótur var skaðinn
lá ég mest flatur og kvalinn um ár.
Hjartað fór óvegu fitu varð hlaðinn
fá brot ei gróið þótt líði mér skár.
Ég fékk að kynnast hrottunum hálum,
hundar og ómenni skóku mína storð
en ég hef oft langtímum setið á sálum
saurugra fanta er þoldu ei mín orð.
Heimurinn færir oss yndi og þraut
sem ýmist eru að koma eða fara.
Frægðin er hverful og hverfur á braut
en hjartasár að eilífu vara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2013 | 01:57
Reiðnámskeiðum frestað 12.2.13
Hér er námskeiðum frestað
nú þessa daga
ná kennurum úr fjarska
sagt er liðið plaga
þó er hér félagsskapur
svo hestamennskurækinn
að hestar þeirra á sprettum
vart nösum blása.
Skyldi vera nauðsyn
sækja vatnið yfir lækinn?
Væri ekki ráð
að biðja Guðbjart og Ása?
Bloggar | Breytt 26.2.2013 kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2013 | 11:59
Siðleysið 10.2.13
Oft brenna bál
þar bófar eru á ferð
og mörg einföld mál
mjög flókin gerð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2013 | 13:19
Barátta kynjanna 7.2.13
Konan mótí karli sínum snérist,
kvenréttur bálaði huganum í.
Við ábyrgjumst ekki hvað gerist,
aðeins hvað við gerum í því.
Heimili nötra, blossa og brenna,
beiskust er kynjanna senna
og börnin fá illa á að kenna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2013 | 07:30
Að eiga og fá
Helst mun hver sæll
hluti að eiga og fá
og þó er hann þræll
þess sem hann á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2013 | 02:12
Júróvísjon 2.2.13
Okkar landi verður margt til meina,
mögnuð þjóðin títt sinn veður reyk.
Júróvísjonúrslitin vann jú lagið eina
er ég hafði talið strax vera úr leik.
Bloggar | Breytt 6.2.2013 kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2013 | 19:56
Doktor Marta mín 1.2.13
Til hamingju kæra Marta mín,
mikið hefur þú nú lagt undir fót.
Faglega skópstu öll fræði þín
og fékkst síðan doktorsnafnsbót.
Þótt miklar gáfur meti ég vel
manngæðin þín þó best öllu tel.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2013 | 17:18
Fjórflokkaliðið 2013
þeir föðurlandið svíkja sem annað.
Í huga ég kalla þá hryðjuvekamenn
eða hvað skyldi betur vera sannað?
Bloggar | Breytt 1.2.2013 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2013 | 11:00
Dómur í Icasave 28.1.13
Landráðamenn eru lúmskir og slyngir,
leiða vilja þjóð sína á óvegu þau svín.
Nú dómur í Icasave hart á þeim klyngir
en ei kunna ræflar að skammast sín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2013 | 15:27
Egóið 26.1.13
Stjórnmál af stinningi
storma um vegu
Vinstri-grænir vaða í
villu og svíma
þar eru nú aðeins eftir
þeir óheiðarlegu
sem aldrei gátu látið
stefnuna ríma.
Það er margt egóið
það dæmin sanna
það má oft byggjast
á gáfnafari tregu.
Þú skalt ekki níðast
á neyðunum manna
nota þér manndóminn
á betri vegu.
Bloggar | Breytt 27.1.2013 kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar