25.1.2013 | 00:18
Greiðar og gjörðir
Það er ei gott að meta
hvern greiðann meiri
hver geri hverjum
en það má hafa í huga
að hvort sem þú gefur
frá þér gott eða illt
geturðu átt von á því
tvöföldu til baka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2013 | 19:03
Sleppu takinu 22.1.13
Að líði burt ástin
oft þykir ljóti skaðinn,
erfitt er á tíðum
að halda henni kyrri.
Er ein hamingja fer
kemur önnur í staðin
ef ei ertu of upptekinn
af þeirri fyrri.Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2013 | 14:55
Góðu málin 29.11.12
Góðu málin liggja í lág,
ljósast stór er vandinn,
ríkisstjórn í burðum bág,
brotinn margur landinn.
Leikið er vort lífsins tál
lygið eins og fjandinn.
Þar er eins og merkismál
mestan renni í sandinn.
Bloggar | Breytt 17.2.2013 kl. 05:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2013 | 08:48
Heiðursfélagar Blæs
Í hestamannafélagi oss Blæ eru heiðraðir menn
heiðurinn ber sjötugum hvers vetra
þó ljót þar séu ljúgvitni og dæmdir glæpamenn
þá virðist eins og það sé bara betra.
Ei dugir við asnastriki að beita viti og rökum
og ei spjalla ég meira um þetta að sinni.
Ég sagði mig úr þessu hópi af þessum sökum,
þetta hafði bitnað á fjölskyldu minni,
- en öllum fannst félögunum að það væri í fínu lagi
og þó fleiri af þeim fengið hefðu kenna á sama tagi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2013 | 00:32
Sauðaþjófarnir 1994
Ýmis hefur kærleikurinn
yndað að að mínu bóli
eða ljúfur sveitungi minn
varpað að mér hóli,
þó fannst sumum keyra úr hófi
kankvís vinalætinlætin
að kæran fyrir sauðaþjófnað
gæti ögn verið rætin.
Nágrannar mínir í vestri tveir
af visku og æru ríkir
vel þeir reka fjárbú sín
og göngugarpar slíkir
að ævinlega heimta þeir
hverja klauf af fjalli
nú brá svo við að hrútar fimm
sinntu ekki kalli.
Til þeirra hafði heimilisvinur minn
vanið ögn sitt gengi
og hrútaheimtuleysið þeirra verið í
umræðunni lengi
þá kom í ljós að hjá mér hafði hann
étið feitar steikur,
hvar skyldu þeir annarsstaðar vera,
blossað upp sem reykur.
Þeir höfðu oftsinnis reiknað stór
og erfiðari dæmi en þetta
og örkuðu þegar með kæru á mig
og á fjölskylduna setta
og í DV greindu þeir þrívegis frá
grönnum blóðiþyrstum
sem geymdu alla hrútana þeirra
oní frystikistum.
Löggan kom og kemdi svæðið
réttvísinni að sinna
krafsaði og rótaði í jarðveginn
hvar innvolsið mætti finna
dreymt hafði móður bændanna
föður minn býsna grimman
benda sér á greftrunarstaðinn
og tala um ljóta krimmann.
En svo er víst með þvaður og bull
að það vill illa standa
og þó menn veifi góðmennskunni
jafnt til beggja handa
og enn þeir segja af sannfæringu,
- með klækjabrögðum slapp´ann
já, sveitin á marga gleðifrík
út um allan vappann.
Bloggar | Breytt 18.1.2013 kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2013 | 15:06
Allt hefur sinn tíma
Líður hratt hin ljúfa stund
en löng er þeim sem hýma.
Afstæðið festir aldrei blund,
- allt hefur sinn tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2013 | 14:55
Út í blá 9.1.13
Andans þrá vill eðlið tjá,
unað fá og kossa smá
en Alþingi hjá er út í blá
ást að ná er gamla flá.
Bloggar | Breytt 12.1.2013 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2013 | 14:26
Í ræktinni
Í ræktinni má renna svita
og reka við svo hátt í hvíni.
Ég trúi þó og tel mig vita
að tá sé betra af brennivíni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2013 | 07:09
Sómamaðurinn
Af sómamanni síst færð hnekki,
settu hann við hliðina á þér.
Knúsaðu en kremdu hann ekki,
kysstu ef að svo til ber.
Fólkið er yfirleitt gott í grunn
en glepst til verri hátta
og mörg er svo sál í sinni þunn
að sér ekki vel til átta.
Ríkisstjórn vor til sóma er sein,
sýnist flest gott bannað
er þjarma að okkur þjóðarmein
þjösnast eitthvað annað.
Bloggar | Breytt 9.1.2013 kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2013 | 16:33
Gleðin og hamingjan
Í leit að hamingju hver reika fer,
hennar eru leiðir ei kunnar
en finna gleðina gjöfin best er,
það er gjöfin hamingjunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar