6.1.2013 | 16:12
Ég er kinký 2013
Í erótík notarðu eina fjöður
og eðals drekkur mænuna
en ég er kinký og ástamöður
svo alla nota ég hænuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2013 | 07:37
Á sjötugsafmælinu 2012
Sumra vill lífið standa í stað,
stigana aðrir klifa.
Mannslíf þess tel mislukkað
sem megnar því ekki að lifa.
Sækir gleði að sáttum anda
synd að gráta verjast mátt.
Forðast vinur fortíðarvanda
fær sá margan leikið grátt.
Ég mátti lengi án gleði gista
gráti nær en tjáningum.
Það er eins og leið til lista
lúti oft miklum þjáningum.
Í núinu lifum. Nótt er oft svört,
nöldrum ef róa þarf í gráðið.
Að frantíðin verði farsæl og björt
við fáum víst litlu um ráðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2013 | 07:10
Af heimsspeki Alla granna 2012
Margt hefur spakur
orðað til álita
sem ætla ég milli hluta
að láta vera:
- Að heimurinn sé gerður
fyrir hálfvita
svo hafi þeir
eitthvað að gera
að manninn sé lengi búið
að afvegaleiða og ginna
með lygum milli tanna
og æðri sannleik
sé ekki að finna
en skilninginn
á firringu manna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2013 | 06:33
Vor blessaða vinstri stjórn 2012
Vor blessaða vinstri stjórn
berst á við tvo,
- að bjarga því öllu
sem bjargað hér verður
en það er ekkert auðvelt,
segir hún svo,
Sjálfstæðisflokkurinn
er svo illa gerður!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2013 | 06:17
Hver er sjálfum sér næstur 2012
Það hefur raun yfir þjóð vora leitt
og þar ætti flesta að skjóta,
endalaust talað en ekki gert neitt
aumustu þegnum til bóta
en sér hefur Alþingi af örlæti veitt
og ausið í fjárglæfraþrjóta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2013 | 05:49
Öfgarnir 2013
Af ógeðslegu ýmis gubbar,
yndissnauð er fylking körg.
Skítapakk og lygalubbar
leika hlutverk æði mörg.
Ómenni um alla jörð
öfga sína leiða strítt.
Staffírug vor stjórnarhjörð
staðhæfir að svart sé hvítt.
Stjórnin þessi er gáskagleið
en glötuð öllum mergi.
Mun henni vera mörkuð leið
milli einskis og hvergi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2013 | 05:13
Á eina lund 2013
Allt hér í veröld er á eina lund
einhver að kúska annan sem hund.
Illt er að klikka á elleftu stund
og átakanlegt er lokast öll sund.
Mér líkar illa að ganga á glóðum
og geta ei sagt nema ,,sjitt!
Ég hef reynst góður með góðum
og gjarnan með hinum hitt.
Þótt elskaði friðinn oft að mér skaust
óþverri og níð, sem kenna á ég fékk.
Margt hefi fjallað um tæpitungulaust
um tíðarandann og hverrnig til gekk.
Lundin mín brast ljótur var skaðinn
lá ég mest flatur og kvalinn um ár.
Hjartað fór óvegu fitu varð hlaðinn
fá brot ei gróið þótt líði mér skár.
Ég fékk að kynnast hrottunum hálum,
hundar og ómenni skóku mína storð
en ég hef oft langtímum setið á sálum
saurugra fanta er þoldu ei mín orð.
Heimurinn færir oss yndi og þraut
sem ýmist eru að koma eða fara.
Frægðin er hverful og hverfur á braut
en hjartasár að eilífu vara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2013 | 08:08
Öryrkjar í skeyni 2013
Það finnur enginn til í annarra meini,
enginn veit hvenar sjúkdóm að ber.
Alþingið vill hafa öryrkjana í skeyni
og ala þá bara á skítnum úr sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2013 | 07:42
Það eiga allir sín takmörk
Það eiga allir sín takmörk til góðs,
elskulegheitin títt vilja þrjóta.
Það er léttast að leggja til hnjóðs,
ljúga, stela, svíkja og blóta.
Lyddur á mannlífið leita til blóðs
og ljóma er sjá mann kvaldan.
Það eiga allir sín takmörk til góðs
en óþverran þrýtur sjaldan.
Bloggar | Breytt 6.1.2013 kl. 05:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2013 | 03:00
Nýárspistill Svarra 2013
Göfug markmið
Það er göfugt markmið að gera sitt besta,
ganga braut lífsins með kærleik í hjarta
að reyna af íturð ei fögrum málum fresta,
feta veg réttlætis það má hvern skarta.
Um þjóðfélagið
Að rétta af þjóðlífið sækist mjög seint
af syndum hér fátt eitt talið.
Harðvítugt glæpalið ljóslega og leynt
hefur logið og stolið og falið.
Almúginn segir, ei þingmönnum þakkið
þeir hafa ekki unnið mér eða þér
því þar hefur stöðugt allt helvítið pakkið
verið að hlaða undir rassana á sér.
Aumingjar hafa á ýmsum stöðum setu
og ei gott að vita hver reynist skást.
Þegar menn hafa ekki þroska eða getu
þýðir víst lítið um það að fást.
Ei leyfist öryrkja að seðja sinn svang
af sóðum er jafnóðum rúinn
og heimskan verður að hafa sinn gang
hún er af mönnum til búin.
Marga vantar mat að borða
mega þola skort og pín.
Ríkisstjórn kann þar eitt til orða:
,,Þeir ættu bara að skammast sín!
Það er bágt í þurrum hópi
þjást og finna til,
ætti ég bara ögn af dópi
algleymis nyti um stundarbil.
Hlúum að
Ástin og fegurðin oss megi nær,
uppmögnum gleði og losta.
Elskum og hlúum að öllu sem grær,
yndið við tökum til kosta.
En yndis ef njóta eigum við
ýmsu þarf gera skil.
Það er fátt svo fullkomið
að fáist ei lagað til.
Sefjun
- Nýju fötin keisarans, eru glettnisgrá
geislabaugs þótt ríki stundarfriður.
Siðferði er haldið uppi ofan frá
og einnig líka þaðan mulið niður.
Veslings barnið skyldi ekki ljótan leik
er lostnir sefjun reyndar aðrir gengu.
Undarlegar hnippingar þá komu á kreik:
,,Sjá keisarans hátign stendur þarna í engu!
Skoðanir
Skoðunum vilja ýmsir aðra svipta
oft þar kveður fast við ramman reip.
Fljótur er vitur furðu oft að skipta
en flónið situr fastast við sinn keip.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar