27.12.2012 | 19:01
Sáumessa Svarra 3. í jólum 2012
Hjá Alþingismönnum er æran flest ring,
ámátlegar hjarðsálir slá um þá hring.
Þótt Kristur vor Jésú hér kæmist á þing,
knésetja hann myndu sem vitleysing.
Bloggar | Breytt 28.12.2012 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2012 | 14:47
Til lista veitt 27.12.12
Þeir sem að þjást og þrauka í Hel
þeim er oft til lista veitt
en þeim sem í lífi líður vel
ljósast ekki spá í neitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2012 | 19:37
Konuefnið
Vandi er sér að velja konu,
vitur sagði fyrir skömmu:
- Ef í stúlku áttu vonu,
ættirðu að líta á tengdamömmu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2012 | 17:03
Í alvöruleik
Þeir sem víða vaða reyk
vilja brenna inni.
Við erum öll í alvöruleik
en ekki í þykistunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2012 | 14:49
Brókaleppar jólanna
Best er að hafa í brókum leppa
ef buna vill þitt skott
sem heldur er skárra en hæðarteppa
en hvorugt þykir gott.
Bestur mun þó í brókum vera
bústinn og góður kýll
- það má helst úr býtum bera
að berist þér kvennadíll.
Bloggar | Breytt 28.12.2012 kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2012 | 10:47
Jólahugvekja 23.12.12
Að mega njóta er mikilsvert
og megna að leysa hverja þraut
að vekja ástir og yndi hvert
er æðsta hnoss á lífsins braut.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2012 | 07:44
Þjóð í öngum sínum 18.12.12
Bágt er nú ástand í borgum og dölum
búið á sálunum fólk löngu er,
menn eigra á klósett í Alþingissölumog erindið er til að farga sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2012 | 11:50
Gefðu vinur 17.12.12.
Þótt heiminn byggi hóparnir af nöðrum
þá hafa flestir gæði til að bjóða af sér.
Það er gefandi að geta hjálpað öðrum,
gefðu vinur ætíð part af sjálfum þér.
Bloggar | Breytt 26.12.2012 kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2012 | 04:58
Óhöpp 16.12.12
Óhöpp þótt ei öðrum bæti
ýmsa gleðja má,
enginn vex þótt annan græti
illska er döpur þrá.
Það er skárra að vanga væti
en villi þokan grá,
- betra að hafa of mörg sæti
heldur en of fá.
Bloggar | Breytt 28.12.2012 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2012 | 12:41
Morgunbæn
Góðan daginn gef oss nú
Guð sem öllu ræður,yndi besta af ást og trú
anda í lífsins glæður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar