9.12.2012 | 01:56
Á landráðaveginum 9.12.12
Villast kappar vits af leið,
vinstri og hæri póla.
Jóhönnu ljósast lífið beið
landráðaveginn hjóla.
Bloggar | Breytt 12.12.2012 kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2012 | 16:36
Ljósið á perunni
Að kvikni á perunni eftir dúk og disk
dapurlegt þykir að vonum.
Því mun oss ráðlegt að matast á fisk,
maður verður svo gáfaður af honum.
Bloggar | Breytt 2.12.2012 kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2012 | 06:28
Heilræði Kaupahéðins
Að eignast hluti ýmsra er gleðin mesta
ei þótt hafi á tíðum mikið við að gera.
Það mætti kalla einn okkar verstu lesta
að eyða og spenna og látum það vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2012 | 10:34
Auður og fátækt
Auðmaður fátækum oft gerir spott,
ósjaldan slær þá í brýnu
en það er með þá sem hafa það gott
að þeir vilja halda sínu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2012 | 07:52
Fjarðarbyggðar sveitastjórnin 2012
Fjarðabyggðarsveitarstjórninni ferst illa hér,
þeim færi betur að vera á örorkubótum.
Jón Björn er vort fíflið, sem hæst hreykir sér
en höfuðstyrkinn vantar upp frá rótum.
Heimilisuppbótina hentar þeim af mér naga,
- það hefur hver sinn djöful að draga!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2012 | 05:16
Sameining
Það mun betra að gera glens
en gráta örvilnaður.
Sameining má ,,meika séns,
meira en aðskilnaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2012 | 04:53
Sem margir menn
Til nátturunnar naumast kenn
þótt njóta vildi ei seinn.
Allir fæðast sem margir menn
en má hver deyja einn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2012 | 02:45
Ömurlegt að vera giftur
,,Það er ömurlegt að vera giftur,
sagði fráskilda konan
,,og liggja undir þessum helvítum
í tíma og ótíma,
svo brá hún sér á vertíðina og var
gift eftir árið
en hvort eða hvernig á henni lá
eftir það
er ekki um getið í sögunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2012 | 02:39
Veiga sukk
Sumir mega en aðrir ekki
ölið teiga og gleðja sukk.
Veldur beyga það ég þekki
þegar Veiga fær sér drukk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2012 | 19:34
Tökin á kynferðismálum 2012
Margir eru dæmdir án sannana,
oft flýgur lygin hraðan.
Mögnuð er heimska mannanna
og margur af hlýtur skaðann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar