Á landráðaveginum 9.12.12

Villast kappar vits af leið,

vinstri og hæri póla.

Jóhönnu ljósast lífið beið

landráðaveginn hjóla.


Ljósið á perunni

Að kvikni á perunni eftir dúk og disk

dapurlegt þykir að vonum.

Því mun oss ráðlegt að matast á fisk,

maður verður svo gáfaður af honum.


Heilræði Kaupahéðins

Að eignast hluti ýmsra er gleðin mesta

ei þótt hafi á tíðum mikið við að gera.

Það mætti kalla einn okkar verstu lesta

að eyða og spenna og látum það vera.


Auður og fátækt

Auðmaður fátækum oft gerir spott,

ósjaldan slær þá í brýnu

en það er með þá sem hafa það gott

að þeir vilja halda sínu.


Fjarðarbyggðar sveitastjórnin 2012

Fjarðabyggðarsveitarstjórninni ferst illa hér,

þeim færi betur að vera á örorkubótum.

Jón Björn er vort fíflið, sem hæst hreykir sér

en höfuðstyrkinn vantar upp frá rótum.

Heimilisuppbótina hentar þeim af mér naga,

- það hefur hver sinn djöful að draga!


Sameining

Það mun betra að gera glens

en gráta örvilnaður.

Sameining má ,,meika séns”,

meira en aðskilnaður.


Sem margir menn

Til nátturunnar naumast kenn

þótt njóta vildi ei seinn.

Allir fæðast sem margir menn

en má hver deyja einn.


Ömurlegt að vera giftur

,,Það er ömurlegt að vera giftur”,

sagði fráskilda konan

,,og liggja undir þessum helvítum

í tíma og ótíma”,

svo brá hún sér á vertíðina og var

gift eftir árið

en hvort eða hvernig á henni lá

eftir það

er ekki um getið í sögunni.


Veiga sukk

Sumir mega en aðrir ekki

ölið teiga og gleðja sukk.

Veldur beyga það ég þekki

þegar Veiga fær sér drukk.


Tökin á kynferðismálum 2012

Margir eru dæmdir án sannana,

oft flýgur lygin hraðan.

Mögnuð er heimska mannanna

og margur af hlýtur skaðann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband