19.11.2012 | 00:19
Hvað sem þú gerir 18.11.12
Að ganga veg réttlætis gerist ei létt,
góður þó helst það vill reyna.
Hvað sem þú gerir þá gerðu það rétt,
glöp eru rót flestra meina.
Speki dagsins
Það er meira mál að vera góður
en að vilja bara vera það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 11:44
Þing Jóhönnu 14.11.12
Nú er meðbyr og nú er tækifærið til að rústa fjórflokknum sem allur hefur margsvikið þjóðina og sýnir ekki nokkurn lit til að bæta ráð sín. Það er bara ansi seint að bíða með það til vorsins að koma honum frá því eyðilegging hvers dags sem hann situr er mikil:
Þingið laun sín lagað gat,
ljúf er þessi Jóa
en fólk á ekki fyrir mat,
fær þó skatta nóga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2012 | 23:26
Beiðni til Öryrkjasambandsins
Til Öryrkjabandalagsins 13.11.12
Ég vil lýsa velþóknun minni á mótmælunum við Alþingishúsið í dag en ég hef hin síðari ár oft verið að velta fyrir mér til hvers forvígismenn þessars samtaka haldi að þeir séu eiginlega svo lítið sem þeir hafa látið bera á sér opinberlega og vona að nú hafi lifnað yfir þeim fyrir alvöru. Ég vil spyrja ykkur hvort þið viljið fara í málaferli fyrir mig og það snarlega út af stjórnarskrár- og mannréttindabrotum á mér hin síðari ár og vafalaust varðar þetta líka miklu fleiri.
Saga mín er sú að kona mín veiktist fyrir fjórum árum svo illa að hún varð að vera á spítala í 9 mánuði. Síðan varð hún að leita á annað landshorn til endurþjálfunar sem hún er í enn og út séð með að hún á ekki afturkvæmt á heimili mitt. Vegna þessa flutti hún lögheimili sitt til Akureyrar fyrir 3mur árum.
Ég hef orðið að reka einn mitt heimili síðan hún fór en ekki getað fengið heimilisuppbót, sem er nú yfir 30 þúsund á mánuði, eins og aðrir landsmenn fá sem það gera vegna þess að ólög í landinu segja að kvæntir og giftir eigi ekki rétt á því. Ég tel þetta gróflega mismunun og mannréttindabrot, sem stangist á við stjórnarskrána. Ég hef safnað skuldum í bönkum og væri löngu hrakinn af heimiæli mínu nema fyrir matargjafir vina og vandamanna og peninga frá stórfjölskyldu minni, sem samt á nóg með sig eins og allur almúginn nú til dags.
Ég vil samkvæmt öryrkjadómunum fá greidd þessi mannréttindabrot 3 ár aftur í tímann. Ég er hjartasjúklingur og nær ógöngufær vegna hrörnunar og ég vil í öðrum lið þessara málaferla gera kröfu í alvöru rekstrarstyrk á bifreið minni sem ég hef engin efni á að reka og er verr staddur en í fangelsi á heimili mínu inn í sveit hafi ég ekki bíl til umráða. Ég hef skrifað Öryrkjabandalaginu áður hjálparbeiðnir án svara og árangurs og þess vegna ætla ég að blogga þessu bréfi á síðu minni á mbl.is
Besta kveðja,
Einar Sigfússon, kt: 1704423349
Es
Allir þingmenn landsins hafa hunsað mál mitt í öll þessi ár og eins sveitarstjórnin hjá Fjarðabyggð sem hefur neitað að bera ábyrgð á framfærslu minni, kv. með ljóði dagsins:
Sem aldreigi fyr
Heilsan spyr hvorki um aldur né stöðu,
hamingjan blómstrar við gleðinnar dyr,
flest má best leysa með handtaki hröðu,
hertu þig vinur sem aldreigi fyr.
Bloggar | Breytt 14.11.2012 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2012 | 03:23
Tilfinningablendnar hamingjuóskir af Austurlandi
Sæll Kristján Möller Alþingismaður Austurlands og allrar þjóðarinnar,
til hamingju með góða kosningu í prófkjörinu. Þingmenn sækja nú í endurkjör í umvörpum eins og þú þótt þeir hafi nítt hroðalega sína umbjóðendur eins og þú og margir kverjir svikið flest eða allt af sínum góðu fyrirheitum er þeir gáfu fyrir fyrri kosningar. Þú sem ég hef þó lengi talið skástan okkar þingmana hér eystra hefur tekið þátt í að níða af mér framfærsluna á hinn svíðingslegasta hátt með óumdeildu mannréttinda- og stjórnarskrárbroti og ekki sinnt því þrátt fyrir margar kvartanir mínar og kærur til þín, frekar en allir aðrir á þingi að laga ólög þau er valda þessu.
Það er merkilegt hvað Alþingismenn geta gert lítið úr sér og hvernig þeir geta og komast upp með að brjóta stjórnarskrána villi vekk eins og þeim þóknast á landi og þjóð og þótt þeir séu ramm eiðsvarnir að henni. Svo hitt að þeir skuli bjóða sig aftur og aftur fram til sömu trúnaðarstarfanna þótt þeim hafi ekki verið nokkur leið að standa sig í þeim. Ég tel að eiðrofa þingmenn séu ærulausustu kvikindi sem hrærast á Íslandi nema kannski fyrir utan læknana eiðsvarna um líkn, sem þeir hafa att með ólögum til að ráðast á einkalíf fólksins með murkunum, geldingum og drápum á yfir 1400 manns á ári í móðurlífi.
Ég ætla að blogga þessu bréfi til þín á síðunni minni, með góðri kveðju og áskorun um að þú bætir hin soralegu ráð þín varðandi framfærslu mína og leiðréttir laun mín aftur í tímann eins og þú og þið hafið gert við laun ykkar sjálfra og annara hálaunamanna og skaffir mér frí gleraugu eins og þið gerið við sjálfa ykkur á ofurlaununum, en þið ættuð auðvitað milku réttilegar að vera á örorkubótum eins og ég og aðrir óverkafærir menn:
Jafnaðarmennirnir 12.11.12
Kratanna er kröftug sú rulla,
kaupskerðing sína að laga
enn verri en íhaldsins drulla
þeir öryrkja níða og plaga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2012 | 08:36
Innilegar samúðarkveðjur af Austurlandi
| 08:01 (fyrir 0 mínútum) ![]() | ![]() ![]() | ||
|
Góðan daginn Sigmundur Ernir og Jónína Rós,
ég votta ykkur innilega samúð mína að missa gullspóninn úr askinum ykkar sem þið hafið ausið með fé í vasa ykkar á Alþingi. Ég sé ekki að þið hafið haft annað erindi á Alþingi nema þá til bölvunar . Tel ég þar ekki úr vegi að nefna hin hroðalegu Icasave landráðamál ykkar að ég tel. Alla vega hafið þið ekki leiðrétt launin mín öryrkjans þrjú ár aftur í tímann eins og ykkar og annara hálaunamanna.
Ég hef sótt fast á ykkur og alla aðra þingmenn mína á Austurlandi ásamt öllum þingheimi með bréfaskriftum að leiðrétta ólög sem varna því að ég sem einbúi fái ekki heimilisuppbót eins og allir aðrir einstaklingar í landinu sem eru einir um að reka heimili sín, en án árangurs. Þetta eru nú yfir 30 þúsund á mánuði sem þið hafið svíðingslega svikið af mér allt kjörtímabilið. Það er mjög tilfinnanlegur skaði fyrir öryrkja og gamalmenni að fá ekki einu sinni að njóta þeirra smánarlauna sem honum ber. Svo er þetta skýrt stjórnarskrár- og mannréttindabrot að mínu viti vegna mismununar þegnanna. Ég kveð ykkur með ljóði dagsins og blogga þessu bréfi á síðunni minni. Kveðja, Einar Sigfússon:
Kratar á Austurlandi 11.11.12
Á Austfjörðum er úrvalslið
er ei vill sinna snauðum
og þykir nú rosa rangsnúið
að reist sé ei frá dauðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2012 | 20:40
Ógnarvandi Alþingis 2012
Alþingis mesti ógnarvandi
og ólán flestra daga.
Óheiðarleikinn allsráðandi
alþýðu fólks að naga.
Óheiðarleikinn allsráðandi
á oss leggst sem mara.
Alþingis mesti ógnarvandi
að óheilindin vara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2012 | 16:41
Betri heimur 9.11.12
Heimurinn er orðinn með mun betri brag
býsna hefur þar mörgu verið komið í lag,
Alþingisgeiri
yndinu meiri,
hverjir skyldu nú fá það aftan í sig í dag?
Bloggar | Breytt 11.11.2012 kl. 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2012 | 01:38
Kveðja einbúans til Guðmundar Steingrímssonar
Sæll Guðmundur Steingrímsson Alþingismaður,
ég óska þér til hamingju með nýtt framboð og að reyna að hjakka ekki áfram í gamla gagnslausa fari fjórflokkanna sem allir hafa brugðist mér alla vega og trúi ég að fáir alþýðumanna hafi ekki sömu sögu að segja með það. Ég hef marg skrifað öllum þingmönnum allt kjörtímabilið án nokkurra aðgerða þeirra eða úbóta á mínum málum og fáir hafa svarað mér orði. Það er mikil áhersla í umræðunni núna lögð á að kjósa ekki fjórflokkinn en veðja á eitthvað annað. Það gæti farið svo að þú nytir góðs af því og fengir svo mikð fylgi að þú kæmist aftur inn á þing en þá til hvers? Heldurðu að þú kæmir til með að vinna þá fyrir mig eitthvað frekar en á síðasta kjörtímabili? Heldurðu að þú leiðréttir þá kaupið mitt öryrkjans öll árin aftur í tímann eins og þú gerðir við sjálfan þig?
Ég er nærri viss um að þú ekki frekar en flestir eða allir aðrir þingmenn sem ég hef marg skrifað munið orð af erindum mínum og að þú þykist líka eins og þeir vafalítið vera fulltrúi fólksins og velunnari. Ég.ætla því að rifja hér örlítið upp af því. Ég missti konuna frá mér í svo mikil veikindi fyrir 4 árum að hún á ekki afturkvæmt og hef ég orðið að reka mitt heimili einn síðan. Þá rak ég mig á þau ólög, stjórnarskrár og mannréttindabrot sem ég hef verið að biðja þingmenn að leiðrétta á mér án árangurs. Allir nema giftir og kvæntir sem búa einir geta fengið heimilisuppbót sem er nú rúmlega 30 þúsund á mánuði. Ég hef farið fram á að fá þessi ólög löguð vegna m.a. mismununar einstaklinganna sem stjórnarskráin bannar og fá skuldina greidda 3 ár aftur í tímann en Hæstaréttur kvað svo á með mannréttindabrotin í öryrkjmálunum.
Enginn þingmaður hefur sinnt mér og ég mátt hanga á horriminni og betla mat af vinum mínum og peninga að fjölskyldunni fyrir utan að safna skuldum á yfirdrætti í 2 bönkum til að þurfa ekki að hröklast af heimili mínu. Ég ætla að blogga þessu bréfi til þín á síðu minni hjá Mogganum og vona að það afli þér atkvæða frekar en hitt að hafa sinnt vel auðvaldinu en ekki neyðarköllum öryrkjan og einbúans í mörg ár vegna mismununar á framfærslu hans á við annað fólk, á þína ábyrgð og félaga þinna Alþingismannanna. Ég veit ekki hvað öðrum þykir um það en mér finnst engin sérstök ástæða til að veðja atkvæði á þig frekar en aðra þá þingmenn sem hunsað hafa um árabil algjörlega vonlauslausa stöðu mína til að komast af á eigin spýtur á heimili mínu. Ég kveð þig með ljóði dagsins, Einar Sigfússon:
Af Alþingi 8.11.12
Mig einbúann á eyrum dró
ei sín mátti betur.
Ætla á þingi af aulum nóg
ósetjandi á vetur.
Alþingis sú er viskan vís
að vilja á smæstu halla.
Þar á kankast margar mís
er menn sig vilja kalla.
Bloggar | Breytt 9.11.2012 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2012 | 19:47
Burt með fjórflokkinn
Er hin langþráða vinstri stjórn komst loksins á koppinn ætluðu margir hana til bjargar alþýðunni frá hinni hroðalegu útreið langvarandi spillingar íhaldsstjórna. Hún hefur sem þessir óhugnanlegu fyrirrennararar hennar ekki haft nokkurn áhuga fyrir öðru en að hlaða fé undir sjálfa sig og auðvaldið.
Þannig hefur hún stjórnað sem eftir uppskrift frá þeim væri og ausið skuldasúpunni af sukki og svívirðu peningamanna yfir á almenning og gert allan fjöldan ýmist mjög óhamingjusaman, heimilislausan, landflótta og eða gjaldþrota. Ýmist með athæfi eða aðgerðarleysi fjórflokkanna tel ég fullljósa ófærni þeirra til að leiða landsmálin til betri vega. Ég tel augljóst að meðan fjórflokkurinn er við völd verða engar breytingar á síauknu og allsráðandi misrétti landsmanna þótt þeir geri vart meiri kröfur en það að fá bara að draga fram lífið í landinu.
Vinstri stjórnar þingmennirnir okkar leiðréttu nú fyrir skömmu við sjálfa sig og aðra hálaunamenn 3 ár aftur í tímann allt sem af þeim var tekið en ekki smánarlaunin lífeyrisþeganna sem duga þeim ekki einu sinni til nauðþurfta. Ég ætla nú við þessa enn einu smánina varðandi óréttlæti Alþingismanna hafi margir fengið upp í kok af ógeði á auðvirðu þeirra er ráða ferð stjórnmálanna. Kjósið ekki fjórflokkinn! Verið reynslunni ríkari, veðjið ekki einu sinni enn á þaulreynda óhæfumenn!
Gleðipinnarnir 7.11.12
Þau eiga langa sælusögu,
sukk að vaða upp í kvið.
Jóa og Steini draga drögu
og dæla fé í auðvaldið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2012 | 18:49
Úr Silfri Egils 4.11.2012
Þegar Egill spurði fyrrverandi forstjóra fjármálaeftirlitsins
Gunnar Anderssen hvort fjármálaeftirlitið hefði staðið sig,
skrifaði ég hið frábæra svar hans, að ég tel, niður á blað:
,,Þegar laun manna byggjast á að gera ekki neitt
þá er erfitt að fá þá til að gera það.
Mútur
Margir láta múta sér
má þess dæmin finna.
Gylliboðin bjóða þér
biðja þrátt og ginna.
Spilling hvergi gefur grið,
geysist fram um völlu.
Glæpir murka mannlífið,
múturnar vinna á öllu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar