1.11.2012 | 08:50
Láttu þig dreyma
Láttu þig dreyma um ljúfa daga
löngu færri sorg og trega.
Fagrar myndir fram má draga
svo fái þér liðið bærilega.
Hamingjuna í heimi við þráum,
hvers mun þó sem lottóspil.
Ekki er gleði á hverjum stráum
en oftast má búa hana til.
Lánið er hverfult og líf fer í svað
þótt leikið sé töktunum snjöllu.
Sértu ei réttur maður á réttum stað
og réttum tíma, skiptir þar öllu.
Í draumum má dýrðunum skarta
Drottinn þá gjöf okkur kaus.
Góðar minningar hlýja um hjarta
sú hamingja er endalaus.
Bloggar | Breytt 3.11.2012 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2012 | 10:55
Sakópatar samtímans
Björn Valur Gíslason hefur messað manna hæst að undanförnu um ágæti sitt og vinstri grænnna en þeir hafa ekki bara verið einu snillingarnir við björgunarstörfin á Íslandi, það hefur samfylkingin verið líka. Þessi listahjú snilldarinnar hafa greitt sjálfum sér og öðrum hálaunamönnum alla launaskerðingu þeirra til baka aftur í tímann, af ofurlaununum þeirra en ekkert leiðrétt af hroðalegum skerðingunum sem þeir gerðu hverja oní aðra á hinum smánarlegu kjörum öryrkja og gamalmenna, sem hvergi þó áður dugðu þeim fyrir framfærslu og eru þar að auki rammsköttuð af þeim. Ég vil meina fyrir mína hönd og annarra vandamanna: - Að það sé dásamlegt þegar bjátar á að eiga að slík valmenni og velunnara og skyldi engan undra þótt þeir hæli sér hver í kapp við annan fyrir sitt einstaka ágæti.
Svo deila þeir á sjálfstæðisflokkinn fyrir kreppuna og alla spillinguna en ég tel ólíklegt þótt bölvaðir hafi löngum reynst við smælingjana að sjálfstæðismenn hefðu vogað sér annan eins ,,sakópatahátt" og raun ber hér um vitni.
Skyldu þessir björgunarmenn snilldarinnar, hefðu þeir verið heiðarlegir menn og jafnaðarmannaflokkar, vanda sínum vaxnir, ekki hafa leiðrétt fyrst við þá sem minnst höfðu og hýmt hafa kaldir á torgum við að betla sér mat til bjargar og mest þurftu á því að halda og látið sjálfa sig og aðra ofurlaunamenn frekar sitja á hakanum? Varnaðarorð: Kjósið ekki fjórflokkinn, hann hefur svikið okkur nógu oft í trúnaði. Allir sem ekki eru fávitar eða auðtrúa kjánar ættu að geta lært af því. Gefum honum frí! Hann hefur fyrirgert rétti sínum til trúnaðarstarfa! Veðjum á eitthvað annað!
Sakópatar samtímans 2012
Gróðahyskið ,,gradólera,
grafir blasa öðrum hér.
Þeir sem enga ábyrgð bera
allt þeir mega leyfa sér.
Erindi hún átti á þig
yndis njóta að vana.
Sakópatasamfylking
svíðir öryrkjana.
Á hér lítill enga vernd?
Aldinn maður stundi:
- Það er raun að vera
með réttlætiskennd
og riðið eins og hundi.
Bloggar | Breytt 2.11.2012 kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2012 | 06:43
Véfréttin 2012
Veröldin hefur alltaf verið slæm
en véfréttin áður í ferðum sínum dræm.
Nú fjölmiðlarnir fréttunum spúa
svo fjöldinn má hafa sig allan við að trúa.
Bloggar | Breytt 31.10.2012 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2012 | 11:01
Björn Valur og heimilisuppbótin
Ekki kemur þingmaðurinn minn á Austurlandi, mannréttindabaráttu minni enn til bjargar en því ætti ég ekki brosa mínu breiðasta af einlægri vongleði þegar annar eins afreksmaður á í hlut:
Björn Valur og heimilisuppbótin
Mitt nær brosið eyrnanna á milli,
- Íslandi hann bjargaði af snilli.
Kappann Björn ég konunglega hylli,
kannski fæ ég loksins matarfylli.
Bloggar | Breytt 30.10.2012 kl. 06:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2012 | 02:32
Öryrkinn talar
Mér hefur ei látið að læðast með veggjum
leikið oft hlutverk svo margur varð sleginn.
Á góðum stundum oft sat ég með seggjum
og sótti í mig veðrið þá tappi var dreginn.
Aumingi að vera, já það er enginn leikur,
elda grátt við stjórnvöldin snúin og treg
en þó ég sé aumur þá er ég um smeykur
að þingmenn séu enn meiri ræflar en ég.
Þessum er tilurð að troða menn fótum
og tíðast láta eiðstafi ei neitt stöðva sig.
Þingmenn ættu að vera á örorkibótum
en ekki á margföldum launum á við mig.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2012 | 01:58
Við hliðina á þér
Hvaða stofnun er það?
Stofnunin sú er gömul og grá,
geðjast best fátæka á skíta,
glötuð til álits og góðverkafá,
geggjun þar títt megum líta.
Við hliðina á þér
Margur svo leiður að liggur við orgum
lent getur óvart við hliðina á þér.
Þá máttu stela, steldu hans sorgum
og strjúk burtu tárið er ógæfu ber.
Bloggar | Breytt 29.10.2012 kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2012 | 15:23
SOS Skeyti mínu ósvarað 27.10.12
| 15:16 (fyrir 1 mínútu) ![]() | ![]() ![]() | ||
|
Er það ekki stórmerkilegt Björn Valur Gíslason, sem ert minn stórkostlegi þingmaður á Austurlandi og bjargaðir Íslandi að þér hafi orðið skotaskuld úr því allt kjörtímabilið að redda þeim smámunum er ekki ætti að vera stórmál fyrir slíkan stórsnilling að bjarga, að ég fái heimilisuppbót eins og allir aðrir einstaklingar fá á Íslandi sem reka einir heimili sín, nema þeir séu kvæntir eða giftir, en ég er kvæntur og kona mín hefur búið á öðru landshorni vegna veikinda í 4 ár og með annað lögheimili.
Því hefur enginn mér á móti mælt að þetta sé skýrt stjórnarskrár- og mannréttindabrot vegna mismununar og því hefur heldur ekki verið á móti mælt að Björn Valur Gíslason og allir aðrir þingmenn á Íslandi fái ekki gjaldgengi til setu á Alþingis nema að sverja dýra eiðstafi að því að vinna stjórnarskránni og virða hana í hvívetna. Nú legg ég samviskuspurningar fyrir Björn Val Gíslason og aðra sem lesið gætu orð mín:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2012 | 08:11
SOS SOS SOS Opið tölvubréf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2012 | 00:21
Úr kvöldfréttunum 23.10.12
Bágt er um bótaþega,
bænir þeim duga vart.
Stjórnvöldin stóran trega,
stundi þeir vinnu svart.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2012 | 07:49
Eftirskrift til þingmannanna
| 07:32 (fyrir 11 mínútum) ![]() | ![]() ![]() | ||
|
Rangkjaftar og rumpulið 2012
Rangkjaftar siðleysis sækja að móðir,
snúa á rönguna flestu að ég tel.
- Það vilja allir vera gáfaðir og góðir
en gengur það bara misjafnlega vel.
Rumpulið Alþingis rænir með sönnum,
ruplar og níðir af mér stjórnarskrá,
eiðstafi brýtur sem brjáluðum mönnum
blöskrar ei hót því lund þeirra er grá.
Kv. ES
Þann 16. október 2012 01:30, skrifaði Einar Sigfússon <einarsvarri@gmail.com>:
Bloggar | Breytt 17.10.2012 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar