16.10.2012 | 01:41
Bréf til þingmanna 16.10.2012
| 01:30 (fyrir 6 mínútum) ![]() | ![]() ![]() | ||
|
Bloggar | Breytt 17.10.2012 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2012 | 12:11
Vegir lífsins 7.10.12
Fegurð hver í augum er
og yndið fer að þér.
Finnum vér í fágun hér
að flest ber ást í sér.
Flýtur allt er fljóta má,
feykisnjallt ei skeikar.
Oftast valtur verður sá
er vegi haltur reikar.
Ástin sækir syndir heim,
sinnissprækir leiða,
yndið rækir andans geim,
oft munu klækir veiða.
Ergjuhryna ýfir mest,
yndis linar stundir.
Kærra vina kynnum best
kætin tinar undir.
Bloggar | Breytt 29.10.2012 kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2012 | 17:35
Réttur hestur
Oftast verður bjáninn bit,
brunar frá honum lestin.
Það er lán að vanta ei vit
og veðja á rétta hestinn.
Bloggar | Breytt 14.10.2012 kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2012 | 09:17
Átök 2.10.12
Endirinn löngum ei fyrir sér
og sýnist flest mega skeika.
Sá er óttast að tapa ósigur ber,
angist er þrot hverra leika.Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2012 | 14:57
Þingmaður á faraldsfæti 29.9.12
Innherjasvikin kunni klók,
kennir nokkurs baga.
Mögnuð var að maka krók
en má í hlé sig draga.
Mögnuð var að maka krók,
margt oss ber að eyrum.
Innherjasvikin auðinn jók
eiginmanni og fleirum.
Bloggar | Breytt 1.10.2012 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2012 | 19:21
Ást og gleði 3.9.12
Oft þær kitla ýmsa niðri tær,
eyrun kunna ljúflega að narta.
Ást og gleði eru systur tvær,
yndislegri fegurð sinni skarta.
Bloggar | Breytt 17.9.2012 kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2012 | 09:29
Þegar allt fer í strand
Varúðir og óðagotin oft fara í bland
og útkoman verður tjara.
Menn átta sig þegar allt fer í strand
að enga höfðu fyrirvara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2012 | 10:11
Leitin 26.8.12
Til leitar flokkar fóru hér,
fréttir hlupu á bergi.
Hún var að leita að sjálfri sér
en sá sig bara hvergi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2012 | 14:17
Líkt og lóða 080808
Hinsegindaga höldum góða,
herrann mikla skulum kæta,
fara um strætin líkt og lóða,
lensku vorrar þjóðar bæta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2012 | 14:14
Nektarmeyjar
Nektarmeyjar af nautnum hvása
og nudda sér upp við súlur.
Þá mun herrum hægast að blása
hugans sápukúlur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar