Gjafir eiginkonunnar

Margar munu eiginkonur

eiga góðs að gjalda.

Gefa menn þeim blómin fín

út um lönd og álfur

en ef þú vilt í alvörunni

verkum þínum valda:

Velurðu henni brennivín

og drekkur það svo sjálfur.


Skemmtistaðirnir

Auglýsingu Nóva ég glatt ekki gleymi
getur um stærsta skemmtistað í heimi
en hver skyldi vera minnsti skemmtistaðurinn
og skila samt mestri gleði til handa?
Það er sagt að komist þar aðeins inn
einn og verði að standa.


Lífið er dýrðlegt

Lífið er dýrðlegt ef lánið er falt

og lostinn fær örvunum skjóta.

Húðin er lifandi, loftið er svalt

legðu þig fram til að njóta.


Snótin

Ein var snót til ásta sein

en þó fór að vonum:

Innlimaði ungan svein

og átti barn með honum.


Elsku Dóra

Ýmsir kóra elsku Dóra

anganóra komdu í geim.

Eftir fjóra eðalbjóra

oft vill klóra bök á þeim.


Úr fréttatímanum

Víða geysa rósturnar og gengur úr böndum fárið,

getið var um í fréttatíma á þennan hátt um árið:

- Kvað nú við rammt,

komst undan samt,

maður var stunginn í Hafnarfirði í morgunsárið.


Elliglöp öryrkjans 21.8.12

Samfylking nefnist sóðaþý

sú lætur verkin heita.

Fátæka að taka aftan í

öllum ráðum beita.

 

Þetta er auma ástandið,
allt er byggt á sandi
en senn mun koma sjálfstæðið
og sóman bera að landi.


Kyntáknið

Átti stubb með stinningsþrá,

staðan góð þótt ei væri há.  

Nú er hans vera næsta dauf,

nær vart út úr buxnaklauf.


Piparsveinaheilræði

Á þitt skaltu veðja vit,

vera hvergi smeykur

ef þú sér í augum glit

ást er næsti leikur.

 


Skuðstykkið

Skuðstykkinu er skeinuhætt,

skelfing marga ber

á útiskemmtun er í það lætt

er eðlið sleppir sér.

Nauðgun er ei nautnavara,

neyð er flestum að

en sæla er það sumra bara,

svo er nú víst með það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband