23.8.2012 | 14:11
Gjafir eiginkonunnar
Margar munu eiginkonur
eiga góðs að gjalda.
Gefa menn þeim blómin fín
út um lönd og álfur
en ef þú vilt í alvörunni
verkum þínum valda:
Velurðu henni brennivín
og drekkur það svo sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2012 | 16:44
Skemmtistaðirnir
Auglýsingu Nóva ég glatt ekki gleymi
getur um stærsta skemmtistað í heimi
en hver skyldi vera minnsti skemmtistaðurinn
og skila samt mestri gleði til handa?
Það er sagt að komist þar aðeins inn
einn og verði að standa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2012 | 16:39
Lífið er dýrðlegt
Lífið er dýrðlegt ef lánið er falt
og lostinn fær örvunum skjóta.
Húðin er lifandi, loftið er svalt
legðu þig fram til að njóta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2012 | 16:36
Snótin
Ein var snót til ásta sein
en þó fór að vonum:
Innlimaði ungan svein
og átti barn með honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2012 | 16:20
Elsku Dóra
anganóra komdu í geim.
Eftir fjóra eðalbjóra
oft vill klóra bök á þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2012 | 15:45
Úr fréttatímanum
Víða geysa rósturnar og gengur úr böndum fárið,
getið var um í fréttatíma á þennan hátt um árið:
- Kvað nú við rammt,
komst undan samt,
maður var stunginn í Hafnarfirði í morgunsárið.
Bloggar | Breytt 23.8.2012 kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2012 | 11:53
Elliglöp öryrkjans 21.8.12
Samfylking nefnist sóðaþý
sú lætur verkin heita.
Fátæka að taka aftan í
öllum ráðum beita.
Þetta er auma ástandið,
allt er byggt á sandi
en senn mun koma sjálfstæðið
og sóman bera að landi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2012 | 08:22
Kyntáknið
Átti stubb með stinningsþrá,
staðan góð þótt ei væri há.
Nú er hans vera næsta dauf,
nær vart út úr buxnaklauf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2012 | 08:13
Piparsveinaheilræði
Á þitt skaltu veðja vit,
vera hvergi smeykur
ef þú sér í augum glit
ást er næsti leikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2012 | 13:08
Skuðstykkið
Skuðstykkinu er skeinuhætt,
skelfing marga ber
á útiskemmtun er í það lætt
er eðlið sleppir sér.
Nauðgun er ei nautnavara,
neyð er flestum að
en sæla er það sumra bara,
svo er nú víst með það.
Bloggar | Breytt 31.8.2012 kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar