28.7.2012 | 11:09
Lífsbirtan 28.7.12
Til framtíðar hugljúfar kröfurnar kalla,
kann tíðum dimma og stund verða grá.
Oft þarf að ganga um erfiða hjalla
eigir þú birtu af sólinni að ná.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2012 | 08:16
Dauðs manns föt 27.7.12
Ef lifir þú dauður þín lífsorka er flöt
þótt ljúf séu klæðin og finnist ei göt,
- þá er för þín snauð,
þetta eru dauðs manns föt.
Bloggar | Breytt 1.11.2012 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2012 | 21:08
Gamalmenni 27.7.12
Heimskuleysi helst til kenni
held ég þar þó engu leyft.
Það er gott að vera gamalmenni
og geta sig hvergi hreyft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2012 | 13:29
Um happið 26.7.12
Þessa limru samdi ég ásamt ljóðinu næst á undan á síðunni með auglýsingu á tveim íðilfögrum hryssum er ég fékk setta á heimasíðu hestamannafélagsins Blæs í Neskaupstað http://blaer.123.is/
Um happið 26.7.12
Um margt þurfa margir að bítast og keppa
og missir ekki sá er fyrstur nær að hreppa.
Það má því best í gær
að líta sér nær.
Látið ekki happ úr höndum ykkar sleppa.
Bloggar | Breytt 27.7.2012 kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2012 | 13:28
Leitin til fanga 25.7.12
Eðlinu til fanga er oftast ei tamt
að afla í nærverunni:
Flestir leita því langt yfir skammt
að lífsfyllingu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2012 | 12:37
Aumingjar í Fjarðabyggð 21.7.12
Margur er talinn góður
sem gerir ekki neitt,
gott þó reynist stundum
margt að láta vera.
Samfélögum fengið hefur
ástand þetta eytt,
aumingjar í Fjarðabyggð
hafa ríkt að bera.
Bloggar | Breytt 26.7.2012 kl. 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2012 | 01:58
Bjarni Ben 2011
Í Ícesavemálum ægislyngur
atkvæði sitt á þjóðu braut.
Hafðu vit á því vesalingur
að vella ekki meiri graut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2012 | 01:56
Velferðarráðherrann 2011
Vitnað hef til vondra níðingssála,
vandlætt ómennin lon og don.
Gagnast hefur lítt til góðra mála
Guðbjartur ræfill Hannesson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2012 | 01:54
Steingrímur og Jóhanna 2011
Þið hafið af ykkur lúaskap leitt
með lymsku af þjóðinni reitt.
Þið hafið púðrinu í ómálin eytt
og órétti þjóðina beitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2012 | 13:48
Af sambýli nútímans 19.7.12
Í sambúð margur reynist býsna beldinn,
barist grimmt og skilið síðan hreykin
en það fer margur úr öskunni í eldinn,
yndislegt að hefja sama leikinn.
Það víst er dáð að duga í hjónabandi
er daglega vill gerast ýmis fjandi.
Tel þá betra að byggt sé ekki á sandi
svo bestu ráðin forða megi grandi.
Bloggar | Breytt 20.7.2012 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar