Lífsbirtan 28.7.12

Til framtíðar hugljúfar kröfurnar kalla,

kann tíðum dimma og stund verða grá.

Oft þarf að ganga um erfiða hjalla

eigir þú birtu af sólinni að ná.


Dauðs manns föt 27.7.12

Ef lifir þú dauður þín lífsorka er flöt

þótt ljúf séu klæðin og finnist ei göt,

- þá er för þín snauð,

þetta eru dauðs manns föt.


Gamalmenni 27.7.12

Heimskuleysi helst til kenni

held ég þar þó engu leyft.

Það er gott að vera gamalmenni

og geta sig hvergi hreyft.


Um happið 26.7.12

Þessa limru samdi ég ásamt ljóðinu næst á undan á síðunni með auglýsingu á tveim íðilfögrum hryssum er ég fékk setta á heimasíðu hestamannafélagsins Blæs í Neskaupstað http://blaer.123.is/

 

Um happið 26.7.12

Um margt þurfa margir að bítast og keppa

og missir ekki sá er fyrstur nær að hreppa.

Það má því best í gær

að líta sér nær.

Látið ekki happ úr höndum ykkar sleppa.


Leitin til fanga 25.7.12

Eðlinu til fanga er oftast ei tamt

að afla í nærverunni:

Flestir leita því langt yfir skammt

að lífsfyllingu sinni.


Aumingjar í Fjarðabyggð 21.7.12

Margur er talinn góður

sem gerir ekki neitt,

gott þó reynist stundum

margt að láta vera.

Samfélögum fengið hefur 

ástand þetta eytt,

aumingjar í Fjarðabyggð

hafa ríkt að bera.


Bjarni Ben 2011

Í Ícesavemálum ægislyngur

atkvæði sitt á þjóðu braut.

Hafðu vit á því vesalingur

að vella ekki meiri graut.


Velferðarráðherrann 2011

Vitnað hef til vondra níðingssála,

vandlætt ómennin lon og don.

Gagnast hefur lítt til góðra mála

Guðbjartur ræfill Hannesson.


Steingrímur og Jóhanna 2011

Þið hafið af ykkur lúaskap leitt

með lymsku af þjóðinni reitt.

Þið hafið púðrinu í ómálin eytt

og órétti þjóðina beitt.


Af sambýli nútímans 19.7.12

Í sambúð margur reynist býsna beldinn,

barist grimmt og skilið síðan hreykin

en það fer margur úr öskunni í eldinn,

yndislegt að hefja sama leikinn.

Það víst er dáð að duga í hjónabandi

er daglega vill gerast ýmis fjandi.

Tel þá betra að byggt sé ekki á sandi

svo bestu ráðin forða megi grandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband