Dögun 6.1.18

Í dag keypti ég nn frá Hofi, hryssu sem ég gaf nafnið Dögun og orti:

Árin af mér ellin nagar,

endist hver veit lífsins týra,

en enn er dýrðlegt þegar að dagar

á dögum mikilla ævintýra.


Sjálfslýsing 6.1.18

Ekki er ég alltaf staður,

orð fyrir mig að bera,

sjálfhælinn og söguglaður

segist ég því vera.


Um mannlífið 4.1.18

Af eðalfólki er alltaf bót

en einsleitt er ei mannlífið.

Oftast leynist eitthvað dót

innan um og saman við.


Hrossaræktin 3.1.18

- Haltu bestu hryssunni

hestinn besta undir,

lifðu svo vinur í voninni,

verði glaðar stundir,


Áramótaljóð 30.12.17

Það er undur hvað aldir silast

en árin líða fljótan hjá.

Njóttu á meðan ekki þú bilast

alls í heimi er bestan má.

 

Fíkn 30.12.17

Manns er þáttur mörgu að voga

máli ei skiptir kyn og heiti.

– Öll hans fíkn er af einum toga

umhverfis að mestu leiti.


Fötin skapa manninn 27.12.17

Klæða þær úr ei við slugsum,

eðlið vill þvílíkt ei trassa

en konur teljast betri í buxum

en berrassa.


Memory

Jólasaga Svarra: Pabbi minn, skrifað 8.3.2011
Þegar ég var að ala upp börnin mín voru reknar kristilegar sumarbúðir á Eiðum. Við reyndum að koma okkar börnum þangað eftir föngum. Eitt sinn í þessum sumarbúðum lenti sonur minn á herbergi með tveim öðrum strákum sem fundu mikið til sín af ættgöfgi sínu. Kom það strax í ljós er þeir fóru að kynna sig á herberginu þeirra . Annar sagði: ,,Pabbi minn er prestur og kallaður séra” en hinn greip þá framm í fyrir honum og sagði: ,,Pabbi minn er nú biskup og stundum kallaður hágöfgi”. Sonur minn vildi ekki láta þá eiga mikið hjá sér og sagði: ,,Pabbi minn er 180 kíló og þegar fólk sér hann segir það, Guð minn góður”!


Launahækkun biskups 44 sinnum hærri en öryrkja og aldraðra 21.12.17

 Hann má tíðum breyskur vera tvískinnaleikurinn,

tollheimtumennirnir krjúpa ekki á hnjánum.

- Nú er tekið af fátækum og bætt við biskupinn,

svo biðji hann um að vaxi fé á trjánum.

 

Ætli Drottinn gangist ekki upp við fé

er þá ekki mál að táta það í té?

Biskup á stóli,

ber ég því hóli

að færa út okkar veraldarvé!


Dómsmálafrúin Sigríður Andersen ber af sér allar sakir 19.12.17

Hún er dásamleg dómsmálafrúin en dálítið þó sýnist viðsnúin á dyggðugri dómsmála braut. Hortug lagði heiðarleik að veði og heimurinn endurkosning réði, - manndómur víðast virðist flúinn. - Menn þurfa enga æru í land vors stjórnmálaheimi, menn sullast bara í þessu geimi.


Tvískinnungur Katrínar, upp á gamla mátann 19.12.17

Ég hlustaði dálítið á umræður frá Alþingi í dag. Mikil vorkunn fannst mér Katrínu forsætisráðherra það að þurfa að koma aftur og aftur í ræðustól út af fyrirspurnum um það sem hún hefur nú gert samkomulag um til framkvæmda með hinum ríkisstjórnarflokkunum og svo hitt sem hún hafði sagt eða lofað á þveröfugan veg í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar.

Vil ég þar þakka Loga formanni Samfylkingingarinnar sérstaklega fyrir skelegga framgöngu við að fletta ofan af svikum hennar, lítilþægð og ótrúmennsku, að ég tel hroðalega gagnvart lífeyrisþegum og sýna hennar lítilmennskukarakter trúverðuglega.

Þetta háttarlag milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur gengið á sama háttinn mjög lengi hér í landi og mikið hefur að undanförnu verið talað um að bæta stjórnmálin en svona er útkoman samt eina hringferðina enn í spillingarherferðinni...

Það er sjálfsagt ekki meining neins er sækir til Alþings að afsala sér ærunni en einhvernvegin hefur mér fundist að þannig hafi farið fyrir flestum eða öllum sem hefur tekist pota sér til valda og metorða í gömlu flokkunum...

Lokaorð: Manns í lífi er ljótur bagi, lygi og glæpir sitt á hvað. Þingmönnum oftast allt í lagi, - endurkosnir fyrir það!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband