3.7.2017 | 10:52
Lækkum folatolla 3.7.17
Svo hestaræktin fari ekki
beint í kolið kalda
kem ég fram með tillögu
ljá vilji menn eyra:
Menn geri með sér samtök
undir hesta að halda
hundrað kallinn fyrir
en alls ekki meira.
Leyfurm þeim bara að eiga
sína hesta heima
sem að hærri græðgistölum
vilja ekki gleyma.
Bloggar | Breytt 4.7.2017 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2017 | 00:44
Ógnartollar hamla hestarækt 3.7.17
Stóðhestaeigendur hert hafa sín tök
í heimtingu gjalda klárunum af snjöllu
og leyfa þeim helst ekki að hafa mök
hundrað þúsund kallinn fyrir með öllu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2017 | 09:25
Er glæpir duna 29.6.17
Fá þér huggun hjá sálnahirði
er hús þitt brennt er niðrí svörð.
Það er ekki þess í virði
þú fórnir lífi í hefndargjörð.
En með þessu móti
má það ljóslega lýðnum að bera,
afkomendur þína óþokkar
óðara taki að skera.
Bloggar | Breytt 1.7.2017 kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2017 | 11:08
Að ferðbúast 28.6.17
Faðir minn sagði kost hvers ferðamanns,
hafa í ferðir lítinn flutning tjalda
en þó taldi hann ríkt að væri til sanns
að hafa allt sem þyrfti á að halda.
Kunturígur 28.6.17
Illlskuhret í ýmsan manninn sígur
ef indæl dama lætur hann eiga sig,
mig hefur ei kvalið kunturígur
þótt kona veldi annan mann en mig.
Bloggar | Breytt 29.6.2017 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2017 | 15:35
Gefum þeim 27.6.17
Það sækir í okkar hugarheim
hlýjan sálir í
sú er gleði af að gefa þeim
sem gleðjast yfir því.
Af heilræðum Svarra 27.6.17
Vertu fljótur að ferðbúast,
stundinni á hér um bil
og taktu ekki meira með þér
en að nauðsyn ber til.
Bloggar | Breytt 29.6.2017 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2017 | 22:33
Að fjárfesta 25.6.17
Ef góðan ei þú gerir díl,
gróða ei alltaf fyrir sér
en hót ei láttu hugarvíl,
halda vöku fyrir þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2017 | 08:29
Skyldi stjörnin fella sig á Landsdómsmálinu?
Skyldi dómsmála ráðherrann Sigríður Andersen varinn núna til síðasta blóðdropa sem að segja mætti að hafi verið gert við Hönnu Birnu í svipaðri aðstöðu ekki fyrir löngu? Skyldi sjálfstæðisflokkurinn enn eina ferðina fá rífandi endurkosningu í næstu kosningum? Gæti talist að meiri hluti þjóðarinnar eigi inni á vitfirringahæli?
Hver á sín mistök 25.6.17
Í pólitík menn bera blök
af bófum er svíða og brenna
en hver á sín eigin mistök,
öðrum er bágt um að kenna.
En skyldu lengi bera bök,
brjálæði vorra stjórna
er þær sín herða þrælatök,
- þjóðinni til að fórna?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2017 | 10:00
Illgresi 21.6.17
Viðhorfin til lífsins títt láta á sér kræla,
líta mun hver sínum augum á það.
Út í bæ í baðið mér dömur vilja þvæla,
- illgresi er planta á röngum stað.
Bloggar | Breytt 23.6.2017 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2017 | 02:39
Horft á lífið 21.6.17
Gamall maður oft er ei efagjarn
að efnishyggjan haldi lífs um stýri,
reyndu að horfa á heiminn eins og barn
og hugsaðu þér lífið ævintýri.
Ekki efast barnið
um lífsins leyndardóma
og lætur hugann reika
um hugarheima fróma
en sá aldni óttast skarnið
og andans kosti veika
er drápu hann í dróma
sem djöflar væru að leika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2017 | 04:02
Er sígur lukkan 20.6.17
Marga sækir böl að beygja,
bófum fyrir margir leggjast
en Íslendingar oftast segja,
- issis maður þetta reddast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar