Fraukur 23.2.17

Þykir góð hver fraukan sem er föl

að fara úr og blíðuhót þér sína.

Konur geta verið blessun eða böl

borgar sig því kosti þeirra rýna.


Sjálfs er höndin hollust 19.2.17

Drengur sat grátandi götukanti á

er guðsmaður kirkjunnar labbaði hjá.

Hví græturðu svo litli vinur hver er vandi þinn?

Æææ, hann pabbi drap köttinn minn!

Hann var þó af drykkjuskap varla meira en hálfur

og var búinn að lofa að ég mætti drep´ann sjálfur!


Af fingrum fram 19.2.17

Það vilja margir sirka út sérhvert gramm

í sinni framtíð og kemur upp í vana.

Mér hentar best að leika af fingrum fram

því fjandi er oft lélegur að plana.


Enkavæðing bankanna og nýjar kollsteypur 15.2.17

Hvenær skyldu sumir fara að læra af fyrri mistökum?

Það þótti hvorki gott ráð eða viska í gamla daga að selja bestu mjólkurkúna.

Hvílíkt böl má hún ekki vera þessi enkavinavæðing á Íslandi sem raun ber vitni.

Ég held að hefði verið nær að lækka vextina á meðan ríkið hafði ráð á bönkunum.


Lífið kallar

Sex á hún börnin og sitt með hverjum,

sýnist í víndrykkju kitla hana lostinn.

Messar um kynlíf og mælir með verjum,

metur þó skírlífi albesta kostinn.

 

Nú er hún á lausu að leita að manni,

liggur á netinu og meldar til funda.

Forvitnum vinkonum segir með sanni:

,,sælt er að losna við þessa hunda“!

 

Brostu

Bros okkur sýnir að hjartað er heima,

hlæðu og láttu þig stressinu gleyma.

Lifðu í gleði og lát þig svo dreyma

lystisemdir sem órofa blað

þá hamingju nýturðu á hverjum stað.

 

Vænstu ekki þess sem þú vilt ekki gefa

vertu því gjöfull og stýfðu ekki úr hnefa

Láttu ekki bágstaddan lengi eftir leita

leggðu þig fram svo megi eitthvað heita

en vandi er velboðnu að neita.


Bót í máli 13.2.17

Blandna tilfinning bera ég vil

að bót sé að eiga ekki krónu til

og þurfa ei óttast að týna henni.


Skrumarar 12.2.17

Hrottinn birtir hroka sinn

og hrækir orðum tíðum.

Smjattar á því slúðrarinn

og smjaðrar fyrir lýðum.


Sinnuleysi 11.2.17

Þó sinnulaus ég sé um daga,

svolítið oftast fer þó á kreik,

ögn til að mínar lappir laga

en lund til þess er tíðast veik.


Haffi skrifar - Stöndum fyrir söfnun fyrir útgerðarmenn svo þeir ekki fari á hausinn


Sjómenn segja það kosti útgerðina 3 milljarða að láta eftir öllum kröfum þeirra, en Ûtgerðin segir það kosta 4 milljarða! En hvað er það fyrir þessa aðila sem segjast vera búnir að tapa öllum mörkuðum og tapa tugum milljarða á verkfallinu að geta þa ekki samið? Nei útgerðin er ekki að tapa neinu, ef hún getur ekki séð af 1 milljarði þ.e.a.s. Hver útgerð, þær eru nú ekki nema 4 í landinu ( HP Grandi, Vísir, Vestmannaeyjar & Samherji) hver og ein hefur skilað um og yfir 80 milljörðum í arðgreiðslur til eigenda sinna á ári allt frá hruni, og segjast svo ekki geta samið við sjómenn og ætlast til að ríkið komi og reddi málunum. Er ekki nóg komið af arðráni útgerðarinnar með þunnri fjármögnun og skatta undanskotum að þeir ættli ekki okkur skattgreiðendum lika að bæta kjör sjómanna.  Þetta minnir mjög á tilboð HP Granda þarna um árið þegar þeir buðu fiskverkakonunum uppá ís fyrir vel unnin störf!
Engin annar atvinnuvegur á Íslandi sem skilar öðrum eins hagnaði til fárra eigenda sinna ár hvert og fær fullan styrk frá ríkinu til þess arna þ.e.a.s. Borgar nánast ekkert fyrir auðlindina, sem verður aftur til þess að allt velferðakerfið í landinu er í molum. Bara til þess að örfáir einstaklingar geti baðað sig í milljörðum sem þeir gætu aldrei eitt þó þeir eyddu kr:1millj á dag...
Svona búum við til fátækt, allt handa mér og ekkert handa hinum.
Íslenskir stjórnmálamenn sama hvar í flokki þeir eru, eru eins og smábörn í leikskóla! Nema hvað smábörnin læra af mistökum sínum, en ekki alþingismenn.


Árátta 7.2.17

Misjafnt fær oft mönnunum á bylja,

þótt mannvonsku reyni flestir dylja.

Sumir ekkert nema ofbeldi skilja,

árátta til glæpa hefur sterkan vilja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband