6.1.2017 | 03:56
Verkfall sjómanna 5.1.17
Það er alltaf sama sagan og sami söngurinn hjá atvinnurekendum: - Nú er ekkert svigrúm til launahækkanna. Þetta hafa útgerðarmenn getað leikið ár eftir ár í vissu þess að lög verði sett á deiluna allt á kostnað launafólksins sem verið hefur viss passi hinna arafabrjáluðu ríkisstjórna að ég tel að alltof lengi hafi setið hérna og jafnt vinstri sem hæri villingar.
Ótrúlega tel ég þá ríkisstjórn sem nú er verið að mynda til að verða eftirbátur hinna með að hlaða undir auðvaldið hvar sem finna það má. Svo eru greiddir milljarðar ár hvert til hluthafanna og sami söngurinn um ekkert svigrúm til launahækkanna endurtekinn og enn stöðvuð deilan með lögum hlutdrægra arfabrjálæðinga að ég kann ekki sannari og gleggri lýsingu af að gefa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2017 | 14:23
Í og utan vinnu 5.1.17
Gott er að hafa góða sinnu,
gleði í verki og ró og spekt
en að eiga sitt líf utan vinnu
öllum má vera nauðsynlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2017 | 21:16
Vaðall 4.1.17
Það þarf mikla þolinmæði við suma,
þeir eru leiðir er vilja stríðs til egna.
Æði margir af afrekum sínum guma,
yfir að vaða þá sem lítils megna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2017 | 13:19
Memorís
Að vita sem minnst 3.1.14
Um ævina hefi ég svo ýmsu kynnst
og orð mín ég tel með sanni
- Það er ekki vont að vita sem minnst
þá vefst það ei fyrir manni.
Ástin flá 4.1.14
Mörg er ástin æði flá,
áttum marga sonu,
þótti verst er fór mér frá
fyrir aðra konu.
Á horriminni 3.1.13
Horrimin er háttum nær,
hart að mörgum sverfur.
Alþingi er hún einkar kær
ei þeim gæskan hverfur.
Karlinn sagði sjáðu sko:
- Sáttir vel sér hegða,
það er vandinn víst er svo
að vill því út af bregða.
Á hér lítill enga vernd?
Andakt síðan stundi:
- Það er raun að vera
með réttlætiskennd
og riðið eins og hundi.
Gróðahyskið ,,gradólera,
grafir blasa öðrum hér.
Þeir sem enga ábyrgð bera
allt þeir mega leyfa sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2017 | 06:43
Nýársávarp 1.1.17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2016 | 13:50
Fimm ára memory
Til heilsubótar á nýju ári
Ég er sver með harðan hupp,
hnémein versti grikkur
en ætla að bæti aukið sukk
og aðeins meiri drykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2016 | 14:41
Haffi skrifar mér 34.11.16 - Hvernig er hægt að treysta stjórnsýslunni?
Nú sem aldrei fyrr sést hversu rotið og spillt stjórnkerfið er. Enn hefur bankastjóri Landsbankanns eins spilltasta banka allra tíma fullt traust stjórnsýslunnar. Er þetta ekki algjör brandari? Búin að gefa öll verðmætustu fyrirtæki landsins sem voru í eigu ríkisins í lokuðum herbergjum, til vina og vandamanna. Er þetta það sem fólk sættir sig við eftir allt sem á undan er gengið, og búið að rýja almenning inn að beini.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2016 | 06:43
Fimmflokkastjórnarmyndunartilrauninni var slúttað í gær 23,11,16
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2016 | 14:38
Memorí 22.11.16
Ömurlegt að vera giftur 22.11.12
,,Það er ömurlegt að vera giftur,
sagði fráskilda konan
,,og liggja undir þessum helvítum
í tíma og ótíma,
svo brá hún sér á vertíðina og var
gift eftir árið
en hvort eða hvernig á henni lá
eftir það
er ekki um getið í sögunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2016 | 09:31
Fimm flokka munstur 21.11.16
hulið er flestum slyngum
skyldu þingmenn nautna sér
með níði á vesalingum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar