Verkfall sjómanna 5.1.17

Það er alltaf sama sagan og sami söngurinn hjá atvinnurekendum: - Nú er ekkert svigrúm til launahækkanna. Þetta hafa útgerðarmenn getað leikið ár eftir ár í vissu þess að lög verði sett á deiluna allt á kostnað launafólksins sem verið hefur viss passi hinna arafabrjáluðu ríkisstjórna að ég tel að alltof lengi hafi setið hérna og jafnt vinstri sem hæri villingar.

Ótrúlega tel ég þá ríkisstjórn sem nú er verið að mynda til að verða eftirbátur hinna með að hlaða undir auðvaldið hvar sem finna það má. Svo eru greiddir milljarðar ár hvert til hluthafanna og sami söngurinn um ekkert svigrúm til launahækkanna endurtekinn og enn stöðvuð deilan með lögum hlutdrægra arfabrjálæðinga að ég kann ekki sannari og gleggri lýsingu af að gefa.


Í og utan vinnu 5.1.17

Gott er að hafa góða sinnu,
gleði í verki og ró og spekt
en að eiga sitt líf utan vinnu
öllum má vera nauðsynlegt.


Vaðall 4.1.17

Það þarf mikla þolinmæði við suma,
þeir eru leiðir er vilja stríðs til egna.
Æði margir af afrekum sínum guma,
yfir að vaða þá sem lítils megna.


Memorís

Að vita sem minnst 3.1.14
Um ævina hefi ég svo ýmsu kynnst
og orð mín ég tel með sanni
- Það er ekki vont að vita sem minnst
þá vefst það ei fyrir manni.

Ástin flá 4.1.14
Mörg er ástin æði flá,
áttum marga sonu,
þótti verst er fór mér frá
fyrir aðra konu.


Nýársávarp 1.1.17

Árin streyma furðu fljótt 
framtíðin er að mestu óráðin!.
Ég skrifa þér á nýársnótt,.,
notast megi oss lífsinsdáðin!

Fimm ára memory

Til heilsubótar á nýju ári
Ég er sver með harðan hupp,
hnémein versti grikkur
en ætla að bæti aukið sukk
og aðeins meiri drykkur.


Haffi skrifar mér 34.11.16 - Hvernig er hægt að treysta stjórnsýslunni?

Nú sem aldrei fyrr sést hversu rotið og spillt stjórnkerfið er. Enn hefur bankastjóri Landsbankanns eins spilltasta banka allra tíma fullt traust stjórnsýslunnar. Er þetta ekki algjör brandari? Búin að gefa öll verðmætustu fyrirtæki landsins sem voru í eigu ríkisins í lokuðum herbergjum, til vina og vandamanna. Er þetta það sem fólk sættir sig við eftir allt sem á undan er gengið, og búið að rýja almenning inn að beini.


Fimmflokkastjórnarmyndunartilrauninni var slúttað í gær 23,11,16

Verkalýðsforustan á Íslandi hefur verið liðónýt til fjölda ára varðandi ójöfnuð í lífskjaramálum og síaukinnar mismununar í launamálum. Ég tel að megi sega að hún hafi alið á ójöfnuði meira en hitt eins og t.d. á síðustu tímum með Selekkjaftæði hennar.
 
Það hefur ekkert ráðist við þetta og ekki annað séð frá mínum bæjardyrum en eina ráðið til jöfnunar séu ofurskattar á ofurlaunamenn til að færa til lálaunahópanna sé einhver vilji til að gera þeim fært að komast af í landinu. Af því sem komið hefur fram í þá áttina líkar mér best tillaga VG um að mið þar við 1 miljón eða meira á mánuði 
  
Ég tel að ljóst megi vera að Viðreisn hafi nú málað sig endanlega útaf borðinu til ríkisstjórnarmyndunar nema með Sjálfstæðisflokknum með því að neita í fimmflokkaviðræðunum að samþykkja þriðja skattþrepið til álagninga á hálaunamenn.

Memorí 22.11.16

Ömurlegt að vera giftur 22.11.12
,,Það er ömurlegt að vera giftur”,
sagði fráskilda konan
,,og liggja undir þessum helvítum
í tíma og ótíma”,
svo brá hún sér á vertíðina og var
gift eftir árið
en hvort eða hvernig á henni lá
eftir það
er ekki um getið í sögunni.


Fimm flokka munstur 21.11.16

Skilar hún sér í ríkisstjórn
þessi fimm flokka dama
og ef að það næst hjá henni
skyldi henni takast vel
að bæta eitthvað ástandið
og drepa niður drama
þeirra bölvuðu fyrirrennara
er fátæka vildu í hel.
Það er mjög svo ótrúlegt
það er flestum sama
þótt öryrkjar og aldraðir
dauðann lepja úr skel.
En hvernig svo sem þetta fer
hulið er flestum slyngum
skyldu þingmenn nautna sér
með níði á vesalingum?
Svo er bara spurningin
hvað skal í spilunum leynast
býðst okkur nokkuð betra
hve bölvað er kann reynast?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband