Skyldi aðfarandi ríkisstjórn taka á þessu? Ótrúlegt! 21.11.16

Þessar línur tók ég á netinu úr fróðlegri samantekt Björgvins Guðmundssonar og bætti vísu við: Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls¨! Af 300 þúsund króna lífeyri fyrir skatt hjá einhleypum tekur ríkið 60 þúsund krónur til baka í formi skatta! Lífeyrir á að vera 300 þúsund kr fyrir skatt 2018.Og þeir lífeyrisþegar,sem hafa 50 þúsund eða 100 þúsund úr lifeyrissjóði á mánuði geta verið með 250 þús. eða 300 þúsund kr brúttotekjur í dag. En ríkið lætur greipar sópa í formi skatta og skerðinga.

Ríkið gefur með annarri hönd

en gramsar að sér með hinni.

Græðginni halda engin bönd

og held ég sé mál að linni.

 


Spakmæli dagsins: - Menn metast á um kosti og galla 20.11.16

Úr Evrópusambandi að komast áráttan er stinn
af Englendingum kostur sá var valinn.
Svo eru aðrir kolvitlausir að komast þangað inn,
- klárinn sækir þangað mest er hann er kvalinn!

Stöðugleiki er kunnasta slagorð síðustu ríkisstjórnar 20.11.16

Það er sífellt tönglast á hinni góðu stjórnun síðustu ríkisstjórnar, vinsælasta slagorð þeirra hefur verið stöðugleiki. Í hverju skyldi sá stöðugleiki felast aðallega? Það er að mínu viti sífellt meiri ójöfnuður, að geta hlaðið stöðugt undir auðvaldið á kostnað þeirra er minna mega sín. Ég vona sannarlega að takast megi mynda stjórn með sterkan vilja til að vinda ofan af þessu.

Kjör fólksins eru orðin svo hrikalega ójöfn að ég tel að þyrfti mjög nauðsynlega að setja ofurskatta á hálaunamenn til að jafna þau svo að stór hluti landsmanna geti átt lífvænlega afkomu sem er svo víðs fjærri öllum raunveruleika í öllu þessu stöðugleikakjaftæði.

Heyrið mig labdsins lýðir,

ljósast megi hvað stöðugleiki þýðir.

Það er ekki fegurð og fögnuður,

það er fólksins stöðugi ójöfnuður!


Wintres tel léttvægt miðað við margt annað 19.11.16

Þótt Sjálfstæðið hefði ei Framsókn alveg sem hund,
elti hann þess stefnu er kom að fátækra pyngjum.
Ég tel Wintresmálið aðeins sem froðu fyir Sigmund
frekar en níða kaupið af sjúkum og gamalingjum.

Og jæja og jæja, Katrínu virðist ekki alls varnað 19.11.16

Katrín hefur nú boðað saman smáflokkana aðra en Framsókn og megi þeim vel ganga:

Nota flest í neyðum skal

Framsókn hefur fátæka smáð

og fjandsamlega að vegið.

Það hlýtur að vera neyðarráð,

notast við siðlaust greyið.


Bjarni er ósáttur, fær enga hækju 18.11.16

Sjálfstæðið hefur til fjölda ára

fengið í lið með sér

fallerandi ræfladót

það best er ég fæ séð.

Menn hafa þar verið alla tíð

til í hvað sem er,

bara til að fá að vera með!


Sagt er að Katrínu lítist vel á Framsókn 17.11.16

Ef Frammara í ríkisstjórn fengjum við nú enn,

flesta á því ég teldi verða hlessa,

- þeir eru flestir margreyndir og óbótamenn,

sem einskis hafa svifist til þessa.

Hver ert þú Katrín 

og hvað er við þig bogið?

Það er nú mín vissa og trú

að ei verði á þig logið!

Og ef í leikinn Framsókn svo til fæst
fá má víst þá urmul fleiri perra.
Skyldi þá ekki skref það verða glæst
að skipa Steingrím skuggaráðherra?

Katrín Júlíusar leitar nú sameiningar frá vinstri væng að miðu stjórnmálanna 17.11.16

Málamiðlanir fortíðarinnar hafa fyrst og fremst gengið út á það að gefið væri eftir sem mest af loforðunum fyrir mjúku málunum sem flokkarnir í flestum tilfellum beittu fyrir sig til að ná fylgi hjá fátækum og bágstöddum.

Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki í gegnum tíðuna kosið aftur þann flokk sem einu sinni hefur svikið mig hverju svo sem hann hefur lofað kjósendum aftur og aftur í kjölfarið af fyrra svínaríi sínu.

Svo er alltaf hjá þeim sami sakleysis söngurinn: - Það verða allir að gefa eitthvað eftir! Oft mun engin önnur meining á bak við mjúk mál en að ná atkvæðum. Og oft hefur mér orðið á að segja við fréttaflutning: - þvílíkt helvítis dót!


Til baðdömunnar 17.11.16

Það er ekki nóg með að limurinn lafi

og löngun sé mér horfin í dans jafnt sem vín.

Í baðið nú til þín ég held mig ei hafi,

hvers átti ég að gjalda að verða eins og svín?

 

 


Bjarni minn Hólmar fertugur 16.11.16

Mannsins verða miklar breytigar,

megi hann lifa og þroskast eins og gengur.

Það verða mörgum miklar þreytingar

að þrauka í ástarlífi svo að komi drengur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband