10.10.2016 | 13:13
Að flá menn list er snjöll 10.10.16
Kettlingar fæðast blindir en yfirleitt opnast fyrir augu þeirra er á tíman líður. Það virðist þó lítið opnast fyrir augu þeirra og vit er flykkja aér saman um að endurkjósa Fjórflokkinn hvernig sem hann hefur áður níðst á vesalingum samfélagsins:
Allir vilja eitthvað
ekki fyrir neitt
en vilja selja sitthvað
svo að vel sé greitt.
Siðleysið fræknir fæða
að flá menn list er snjöll
og vill oft lófum læða
í líf og gera því spjöll.
Bloggar | Breytt 11.10.2016 kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2016 | 17:40
Inga Snædal og flokkur fólksins 4.10.16
Ég bíð spenntur eftir að sjá hvað frambjóðenur leggja okkur til í sjónvarpsumræðunum sem eiga að verða í kvöld. Ég hef verið alveg hugfanginn hingað til af málflutningi Inga Snædal stofnanda flokks fólksins. Þar er á ferð manneskja sem talar af dapurlegri reynslu sinni af því að hafa lifað lengi á botni mannlísins sem Fjórflokkurinn hefur miskunnarlaust troðið fólk undir til að hýfa sjálfan sig uppúr svaðinu, allt of lengi.
- Es það slokknaði fljótt á spenningi mínum yfir þættinum og svo fór að ég vildi ekki láta meira yfir mig ganga og slökkti á tækinu. Mér fannst sem einn viðmælandinn Jens að nafni væri lagður í einelti af stjórnendunum og stoppaður af nærri jafnóðum og hann byrjaði að tala. Eg man eftir svona töktum frá því fyrir síðustu kosningar og þykir bölvað. Þeir sem verða fyrir slíku held ég undantekningalaust hafa eitthvað bitastæðara að segja en hið síendurtekna lyga og svikabull er oftast glymur á manni í pólitík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2016 | 15:12
Kjósið ekki gamla fjárglæfradótið 4.10.16
Það er víða lítil samúð með fátækum og bágtöddum frá hendi þeirra er hafa heilsu og nóg á milli handanna. Þessa skoðun mína tel ég geta að nokkru sannað sig í því mikla fylgi sem flokkar hafa og hafa haft er lítilsvirða heilbrigðiskerfið jafnt sem þá sem þurfa á aðstoð að halda úr almannasjóðum:
Það þróast flestir langt frá sinni rót
í flokki sem að hefur lengi varað
og freistandi að kjósa fjárglæfradót
fái það að manni skarað!
Bloggar | Breytt 5.10.2016 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2016 | 09:25
Til Sigmundar Davíðs 4.10.16
Þú hefur nú fengið að lúta
lákúru á þinni för
og eigi víst þýðir að súta
þér hverfi bros af vör.
Þú vildir ei nokkuð bæta
launin mín á við þín
og því var að varla glæta
að vildi ei hefna sín.
Reyndu nú ráðin betri
rétta við haginn minn
þá mætti á þessum vetri
þýðast þig almúginn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2016 | 08:11
Hvað er svo glatt 3.10.16
Það er nú svo í þessum heimi
að þrotlaust í mannrétt hoggið er.
Þeir hafa farið að því dæmi
þingmannaræflarnir hér.
Mótmælir nú fólk hér götum á úti
að í Pólland breyting að fer,
- það hlýtur að vera dásamlegt
að drepa undan sér!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2016 | 16:46
Nýr Framsóknarformaður 2.10.16
Sigurður Ingi hefur nú unnið formannsslaginn
til óbóta vill oft mörg hreiðra sig naðra .
Ég bið að þér hefnist bölvaður fanturinn þinn
að barstu mér ekki launin á við aðra.
Öryrkikinn talar til Sigmundar 2.10.16
Þú níddir mig grimmt í mínum raunum
en meiru hafði ég vænti af þér.
Þú fékkst frá mér bölbænir að launum
og bænirnar veist hafa mér.
Að ganga undir Íhaldinu níðverkanna til
ófögur mörg gerst hefur hér saga.
Hafa lítið gert öldnum og öryrkjum í vil
- oft er smátt er rottur vilja naga.
Þingmenn okkar ærum sínum kasta
sem óþverra er hrista vilji af prikum.
Þeir eiga fáir mikla setu án lasta
en óteljandi pör af lygum og svikum.
Bloggar | Breytt 3.10.2016 kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2016 | 13:43
Af uppfærslu á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins 2.10.16
Væru þeir aðeins vitleysingar,
virka myndi þrifasópurinn
en sannar gungur og siðleysingar,
sýnist frekast þeirra hópurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2016 | 16:49
Alþingiskosningar nálgast 1.10.16
Hvað skyldu heimskingar frekar kjósa núna
en helvítis Fjórflokkinn sér í sókn og vörn?
Á alla gömlu svikarana er varasamt að múna,
alltaf eru þeir tilbúnir að taka þig í görn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2016 | 19:29
Sem að þú sáir 29.9.16
Hvað skyldi vera að marg hlunnförnum almenningi, á andlega sviðinu, er endurkýs Fjórflokkinn sí ofan í æ hvernig sem hann traðkar niður af þeim skóinn:
Uppskeran ku verða sem maður sáir,
sextíu prósent ku nú Fjórflokkinn styðja.
Þingmaður hans ekki í æruleysi spáir
og afleiðing svika hans kosta megi niðja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2016 | 12:54
Lögum skattkerfið - Haffi skrifar 27.9.16
Alltaf er talað um að öryrkjar séu latir og nenni ekki að vinna, mín reynsla af öryrkjum er sú að flest allir vilji vinna, nema hvað! Ef þeir fari til vinnu skerðist króna á móti krónu. Er þetta boðlegt? Nei þetta letur fólk til sjálfsbjargarviðleitni og þessu ætti að breyta þannig fengjum við marga öryrkja fram á vinnumarkaðinn. Sama ætti að gera varðandi eldri borgara sem vilja halda áfram að vinna. Hámarks skattur ætti að vera 20% á laun undir kr:500,000.- á mánuði og það á alla landsmenn? Laun frá kr500-1000.000.- ætti að vera 35% og 45% af launum yfir 1millj.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar