27.9.2016 | 07:55
Af Eldhúsdagsumræðum 27.9.16
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2016 | 18:51
Matvælaframleiðsla 26.9.16
Mörg stendur matvælaframieiðslan til boða
og misjöfn eru gæðin að kostum ég tel.
Ég hef lengi forðast vörurnar frá Goða,
fátt tel þaðan koma er mætti líka vel.
Bloggar | Breytt 28.9.2016 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2016 | 11:36
Komið úr ökuferð 25.9.16
Nú á ég eftir að haltra í hús
og hver má í gátuna ráða
hvort ég af flatur falli í rús
eða frískist til meiri dáða.
Ökumaður 26.9.16
Ýmsir menn eru sem öðru að sinna
á augnabliki þeir misst geta valdið.
Vanur bílstjóri er fljótur að finna
fyrir því hvernig um stýri er haldið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2016 | 09:02
Framsóknarframboð 23.9.16
Svikin vefur snjallt til lokks,
leiftursnögg sem tundrið,
býður sig til formanns flokks
félagsmálaundrið.
Sigurður Ingi á sama veg
sækir þau á miðin
til afstöðu glæpa yndisleg,
enda vel þar liðin.
Sjálfsánægja frh.
Það hefur oft verið hnýtt í mig
hvenig að ég sé til og frá
en ef maður er ekki ánægður með sig
hver á að vera það þá?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2016 | 01:47
Harður er heimurinn 24.9.16
Það þarf mikið lag til að lifað geta vel
og láta hverja þjáningu sér nægja.
Oftar mun í heiminum henta að ég tel
hörku frekar beita en að vægja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2016 | 08:20
Hvernig bregðast heilaþvegnir við 22.9.16
Hvað eiga gera heilþvegnir
er hafa verið innprentaðir siðir,
svo sem að minni megi slegnir
sem mega ýmsum fastir liðir.
Ráð ei á fólk af fyrra bragði,
faðir minn heitinn sagði
og níðstu ekki á aumingjum,
áherslu þungt á lagði.
En hann sagði hönd mega bera,
hverjum mót réði á þig.
Þótt ég sé linur það læt ei vera,
þjaki ranglætið mig.
---------0--------
Það er á því munur
uppi að lifa en niðri
einkum er menn eru
af æðstu og lægstu stétt.
Bófar byggja toppinn
á botni eru lágir
og berji sá stóri smáan
það þykir lítil frétt.
En ef sá smái rís upp
og röfla við hann tekur
er hann bjáni að rífa kjaft
þótt allt megi rétt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2016 | 15:59
Á Íslandinu hrjáða 21.8.16
Ríkisstjórn eftir ríkisstjórn á Íslandi til langs tíma með Fjórflokkinn að vopni hefur nítt niður heilbrigðiskerfið, öryrkja og aldraða hver sem betur hefur getað og hlaðið undir þá ríku. Skyldi alþýða manna eina ferðina enn í Alþingiskosningum ætla að kjósa í stórum stíl yfir sig sömu valdníðingana sem alltaf hafa lofað bótum og betrun og svikið það jafnóðum aftur og í staðin sífellt aukið enn meira á launamisréttið
Margt er verra en veðurfar
er veldur hér fólki meinum.
Mest trúi ég um mæðu þar
af mannúðarskorti einum.
Margslungið manna er vosið,
margir vilja í sama rassi lafa.
Ég hef ekki aftur þá kosið
er einusinni svikið mig hafa.
Bloggar | Breytt 22.9.2016 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2016 | 18:38
Af Alþingi 2016
Skyldu bágstaddir smælingjarnir búnir að gleyma því á kosningardaginn sem að brátt að fer, hvernig ríkisstjórnir Fjórflokksins aðeins mislafnlega blandaðar innbyrgðis, hafa leikið þá hver á eftir annarri og endurkjósa þá sem að ekkert hafi í skorist?
Það er fyrir auðvaldssinna einskis ei vert
Alþingi mega af státa
en hvað skyldi smælinginn annað geta gert
en að leggjast niður yfir því gráta?
Kjósi hann Steingrím, kjósi´ann Bjarna,
Katrínu eða Sigmund sér til varna
er hætt við honum verði bágt til bjarga!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2016 | 12:17
Misjöfn er trú manna 19.9.16
Að heimur ei versni svo verr ekki fari,
veltur mjög á þeim er búa honum í.
Að allt sé hverfult en andinn þó vari
er ekki hæpið að trúa því?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2016 | 11:22
Hafið þið séð refi um hæðir og hóla? 18.9.16
Því skyldu hinir mestu óþokkar, svikarar og níðingar á sjúkum og fátækum í landinu fá rífandi endurkosningar til sömu trúnaðarstarfa fyrir alþjóð á prófkjörslistum samfélagsins? Sé allavega ekki betur en svo sé víðast hvar.
Hvað skyldi að þeim sem leggja slíkum lið? Jú, það hafa margir annarra hagsmuna að gæta en ekki þó almúginn sem mun í miklum meirihluta taka þátt í þessum prófkjörum og verða óhjákvæmilega fyrir barðinu á þeim.
Að hafa samúð með bágstöddum náunganum mun ekki vera það ríkasta í eðli mannsins og tel ég þetta sláandi dæmi sanna vel þá kenningu.
Ég skora enn og aftur á alla sem vilja þjóðlíf okkar til beri vega, það versnað vart getur, að kjósa ekki Fjórflokkinn og finna sér annan flokk sem ekki er sannur að lygum og fláræði síðustu ára sem hann. Ég kveð með ljóði dagsins:
Stiginn er Hrunadansinn 18.9.16
Nú er stiginn dansinn fanta og fóla,
frambjóðenda er vilja meira af gottinu.
Hafið þið séð ref um hæðir og hóla,
horfa á sína bráð og dilla skottinu?
Bloggar | Breytt 19.9.2016 kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar