16.9.2016 | 16:45
Sleikjupinnar 16.9.16
Sumum ógnar ekkert bí,
efist þið ei þann sanninn.
Margir sleikja aftan í,
einkannlega formanninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2016 | 13:29
Lítið hefur breyst í pólitíkinni frá því fyrir réttu ári síðan
Fyrir nokkru fór tölvuþjónustan, hver sem hún annars er að setja inn ,,Memories" frá sömu dagsetningum á árum áður. Ég var að hugsa í dag að því sem ég bloggaði sama dag í fyrra gæti alveg eins hafa gerst í gjær svo gjörsamlega væri siðleysi og spilling stjórnmálanna óbreytt síðan og set því blogg mín þann dag aftur inn - og munið að kjósa ekki Fjórflokkinn:
Segðu af þér Sigmundur 15.9.15
Oft til vega viðundur
veður í fenið gljúpt!
Segðu af þér Sigmundur,
sokkinn ert of djúpt!
Samkvæmt landslögum, best ég veit, á kaup aldraðra og öryrkja að fylgja eftir launaþróun annarra í landinu. Nú liggur fyrir í fjárlögum að svo muni ekki verða hvað sem lög um segja og að þeir fái ekki greiddar aftur í tímann þær hækkanir sem aðrir hafa fengið mörgum mánuðum fyrr sem er auðvitað helber níðingsháttur, svik og svínarí við þessa aumustu og lægst launuðu og þegna landsins.
En engar breytingar til betri vega fyrir fátæka og sjúka í landinu máttu vera fyrirvitaðar öllum landsmönnum þótt ekki væru þeir meira en mikið minna en hálfvitar ef að þeir kysu Fjórflokkinn svo oft sem hann hefur brugðist trúnaði sínum og alið á örbyrgð og fátækt stórs hluta þjóðarinnar en hlaðið auði takmarkalaust undir aðra á þeirra kostnað.
Sigmundar Davíðs sálin brenni,
- svíðinga er bágt að brúka!
Slíkt gerir ei nema siðlaust ómenni,
svíkja laun við aldraða og sjúka!
Á sukkveginum 15.9.15
Sífellt vandi sækir á þig
sukkvegi á hröðum!
Illt er að flýja sjálfan sig
svo ei verði að sköðum!
Það skiptir engu hvað þú átt
heldur hverja þú dregur að þér!
Einn vinur er ekki mikið
en það fer eftir því hver hann er!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2016 | 15:45
Betra en ekki er að vera það vitur að villa ei láta um fyrir sér 13.9.16
Við göngum brátt til kosninga,
hvers manns vandi að fer.
Margir halda að Fjórflokkurinn
standa helst með sér
en hann svíkur alltaf almúgann
að óþokkabrögðum er ber
en Dögun lofar oss heiðarleika,
mér líka hann vel en þér?
Píratavinina að setja á vetur
er sviftu mannrétti af mér
ei að sönnu mér geðjast getur
glapræði hvers sem að er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2016 | 12:25
Teymi lostans 13.9.16
Máninn á himninum óð fyrir ský,
ólm vildi hún krafta hans njóta,
- hann lét hana hafa það -
lostinn réð því
að líf fékk þar rótum skjóta!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2016 | 22:03
Bjargvætturinn 12.9.16
Orð dagsins: Kjósum vinstri græna, þeir eiga traust vort skilið...
Maður seldi almúgann og sjáum til hvað skeði
í sælu misstu þeir heimin en lengra ei ég tel.
Steingrímur okkar Sigfússon sóma þennan léði,
segja mér nú fréttirnar og dýrara ei það sel.
Bloggar | Breytt 13.9.2016 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2016 | 14:50
Órannsakaðir vegir 12.9.16
Til glæpamála ganga ei sumir tregir
og gustukaverkið flest úr hófi er þynnt.
Almættis munu órannsakaðir vegir
og hvort það verkin gjaldi í sömu mynt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2016 | 11:32
Það vilja margir nautna sér 12.9.16
Mér var innprentað ráðslag það ungum,
orðalaust að láta ei taka í rass á mér.
Ég hef bægt mörgum bófanum þungum
er bara vildi á mér fá að nautna sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2016 | 22:24
Setjið ekki Fjórflokkinn á vetur 11.9.16
Ég er vesæll öryrki og aldurshniginn maður
og því miður verið hef í þeirri stöðu lengi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþingismaður um sína sér,
- sýnt hefur ástúð og mikinn hlýjuvott.
Þeir hafa hópriðlast á mér
og hverjum skyldi ekki þykja það gott?
Bloggar | Breytt 12.9.2016 kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2016 | 18:20
Kiíkan kann nokk plumma sig 11.9.16
Þeir moka fé í elítuna og frændur sína bratt,
fátækum gefa loforð er svikin eru jafn hratt.
Ef skrattinn þessu stýrir skyldi nú vera satt,
skattkerfinu þarf breyta svo það verði flatt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar