Fagnið með mér fegurri sálir 11.9.16

Nú hafa verið að koma úrslit úr prófkjörum og þar virðist fallinn af þingi margur mannníðingurinn en alltof margir þó af þeim halda velli:

Ég tel best sóma siðlausum æruringi

sjálfstæði fylgja á glæpavegi hálum.

Ég fagna hverjum er fellur út af þingi

er fátæka níddi í skít í launamálum.

 

Þetta er ykkar þénusta hálsar góðir,

þið hefðuð átt að reyna stíga í vitið.

Nógir eru þó eftir er bíða vígamóðir,

aumari að finna til að geta bitið.


Góður eiginleiki 10.9.16

Ýmsum samúð er á reiki,
ólíkt menn við bregðast.
- Það er góður eiginleiki
öðrum að samgleðjast.

Hið óvænta 10.9.16

Ýmsir fölna, emja og skræmta

og ekki halda hlandi.

Að takast á við hið óvænta

oft er mikill vandi.


Hvenær skyldu frambjóðendur Bjartrar framtíðar átta sig á stöðu sinni? 9.9.16

Ég tel bjarta framtíð ekki hafa átt erindi sem erfiði á Alþingi síðan þingmenn hennar höfðu ekki einu sinni manndóm og heiðarleika til að binda endi á spillingu vinstri stjórnarinnar en héldu henni þráfellt á floti með stuðningi sínum hvernig sem hún hagaði sér til bölvunar.

Það var í fréttum kvöldsins að um helgina kæmu fréttir af prófkjöri Samfylkingarinnar og hún eyðist varla því miður í þessum kosningum en ótrúlegt finnst mér annað en björt framtíð geri það svo fremi hún sjái ekki svo að sér aðbjóða ekki fram: 

Að leiðarlokum 9.9.16

Hin bjarta framtíð barst í hyl,

bagi af því mun lengi í minni.

Hún fór með sig fjandans til,

farga ekki vinsti stjórninni.


Í dag stóð til prófkjör hjá Samfylkingunni 9.9.16

Þar takast á eldi stórjaxlar í flokknum og aðrir sem vilja komast að og bæta ástandið og gera betur en þeir hafa verið að gera í flokki sem hefur í framkvæmd snúið jafnaðarstefnunni á haus þótt hann kenni sig við hana.

Þar kemur t.d. til leiksins Margrét Tryggvadóttir sem ég trúi að eftir fyrri störf í pólitík efist engin um að muni láta gott af sér leiða komist hún í aðstöðu til þess en það er að gera það ekki sem svift hefur Samfylkinguna nær öllu trausti og vonum sem gerðar voru til hennar og svo rækilega að ég tel hana ekki eiga viðreisnarvon og að best væri ef flokkurinn eyddist alveg af þingi.

En af hverju fólk leitast svo mjög við að endurkjósa stöðugt gamla fanta og svikara á Alþingi sem búnir eru að marg svívirða það og níða niður í skítinn í stað þess að vinna alþýðu manna til góða sem allir flokkar er í stjórn hafa komist hafa haft á hrakhólum er þeir hafa fengið aðstöðu til úbóta, það mun sjálfsagt fleirum en mér erfitt að skilja. Skildi fólk svona fljótt að gleyma?

Hugleiðum svik þeirra 9.9.16

Flókin er pólitík og hugsun þar hál,

hugleiðum svik þeirra er lengstan náðu.

Hver kýs þá Össur og Árna Pál

er öryrkja og aldraða níddu og smáðu?


Hvar varst þú nú kæri Sigmundur?

Mynd frá Sigurður Stefán Baldvinsson
Sigurður Stefán Baldvinsson til Aðgerðarhópur Háttvirtra Öryrkja og Aldraðra .

Úrþvætti samtímans 7.9.16

Siðferðiskenndin er svolítið veik,

svona sem þeir vinni fyrir skrattann!

Svo bjóða þeir sig fram á nýjan leik

og áfram heldur rúllertan!

 

Þingmenn láta ærur fyrir lítið,

lúsalaun skammta mér en ekki sér.

Ýmsum finnst það ansi vera skrýtið

að óþokki sé þar nærri maður hver.


Haffi skrifar mér - Hversu oft þarf að taka þig í ....?

Hvenær ætlar íslenskur almenningur að skilja það að engin ríkistjórn hvorki fyrr né síðar mun ráða við íslensku krónuna þ.e.a.s. stöðuleika til framtíðar þannig að hægt sé að lækka vexti og afnema verðtrygginguna.

Það verður aldrei hægt með þennan gjaldmiðil þar sem nú er enn og aftur farið að tala um að íslenska krónan sé allt of há þ.e.a.s. fyrir útgerðina og ferðaþjónustuna og hvað gera menn þá? jú eins og alltaf hefur verið gert undanfarin hundrað ár, fella krónuna á kostnað almennings.

Er þetta það sem íslenskur almenningur ætlar að sætta sig við allt sitt líf? er ekki nóg komið? væri ekki nær að vera með stöðugan alvöru gjaldmiðil þannig að við tökum þá öll á okkur byrgðarnar en ekki almenningur.

Það er nefninlega svo að Elíta landsins er nú á fullu að losa sig við eignir og hlutabréf í þessu landi til að forða peningunum til útlanda í örugt skjól fyrir næstu gengisfellingu sem er yfirvofandi og þess vegna getur Seðlabankinn ekki lækkað vexti, því hann er að búa í haginn fyrir næstu sveiflu gjaldmiðilsinns.


Fjórflokkurinn 31.8.16

Þegar hann eyðist þá ég hlæ,

því lengi var á oss drullandi.

Fjórflokkurinn er fjandans hvæ,

fari hann í sjóðandi bullandi.


Gjafir og pot 29.8.16

 Sá sem mikinn auð hefur

hugsar hverju nærðu!

- Því meira sem þú gefur,

því meira færðu!


Í sælureit 29.8.16

Í sælureit menn súpa dramm

og sorgirnar burtu skera.

Spila svo af fingrum fram

en fara ei plön að gera.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband