27.8.2016 | 09:13
Dýrðin oss leiði 27.8.16
Ég vil að dagarnir dásemdir gefi
og dýrðin oss leiði hvern farinn veg.
Ég segi brandara, húmor ég hefi,
hlær að þeim enginn meira en ég.
Það fatta ekki allir fjörið á sveimi,
fúllyndur margur þó lifna kann við.
Það er mörg deyflan þessum í heimi
og þumbari er setur gleðina í bið.
Að egin fyndni ýmsir mest hlæja.
Einkum ef lákúran hefur upp spil.
Margur kann lítið mönnum að vægja
verði þeir skotspænir háðungar til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2016 | 20:34
Bitist um kjördæmaþing Framsóknarflokksins 25.8.16
Sigurður Ingi sem tók við forustu framsóknarflokksins á þingi af Sigmundi Davíð er fylgjandi því að haldið verði flokksþing fyrir kosningar og kosið verði um forustumennina í flokknum en Sigmundur Davíð er á móti því. Sigurður Ingi talaði mikið í fréttatímum kvöldsins og vildi að flokksþingið skapaði flokknum framtíðarsýn en ég hélt að hún væri þegar fastmótuð og innmeitluð í flokkslínurnar:
Framtíðarsýnin 25.8.16
Framsóknarstefnan er færri því grín,
- falsið þeir elski er á hreinu,
þeir vilja leggja fram framtíðarsýn
og fara svo ekki eftir neinu.
Bloggar | Breytt 26.8.2016 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2016 | 19:51
Forseti Alþýðusambandsins 24.8.16
Víst er Gylfi Arnbjörnsson óttalega blauður
er alþýðu níðir tíðat, það sér maður hver.
- Ég man fyrri daga að ég var soddan sauður
að sótti í lambaspörðin frekar en tína ber.
Bloggar | Breytt 27.8.2016 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2016 | 23:23
Orð dagsins 19.8.16
Nú er ég aldinn
og ekki ólíkur róna
en mikið var gaman
að vera ungur,
fara í sparifötin
síldarböll að sækja
og geta reimað
á sig skóna.
Vani 19.8.16
Ólátabelgurinn æðir um
sem reiður í mannaskít
hani.
- Lífið er allt
meira og minna
vani.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2016 | 23:21
Englistrill 17.8.16
I´am a poem ,
this is my first englistrill:
We sing the blues
On blúberihill,
You can stay by my síde
as long as you vill.
We are actors
in the world
I am a kjúty,
you are a bjúdy
and we know both
vhat we sing.
Bloggar | Breytt 20.8.2016 kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2016 | 17:54
Vextir & verðtrygging, Haffi skrifar mér 16.8.16
Ef verðtrygging væri tekin af öllum neytendalánum þá mundi markaðurinn frjósa vegna of hárra vaxta ,,tímabundið" og þá yrðu bankarnir að lækka vextina til að koma þíðu á markaðinn aftur. Þannig væru bankarnir þvingaðir til vaxtalækkunnar. Af hverju ekki núna? Þegar bankarnir eru í eigu erlendra vogunarsjóða! Er ekki lag einmitt núna svo það komi okkur neytendum sem best? Er ríkistjórnin hanbedi þessara vogunarsjóða eða eru þessir svokölluðu vogunarsjóðir kannski bara leppafyeirtæki gömlu útrásarvíkinganna okkar sem rændu hér allt korter fyrir hrun?
Ríkið má síðan gefa út verðtyggð ríkisskuldabréf svo lengi sem markaður er fyrir þeim.
Enginn lífeyrissjóður erlendis hefur farið á hausinn vegna þess að þar var ekki verðtrygging. Afhverju þá hér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2016 | 11:20
Dengsi 14.8.16
Við dáumst af driftunum sjöllum,
dömurnar fanga hann kann
en hann finnur að öllu og öllum
en ekki sinn lítur í rann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2016 | 09:10
Prestastéttin 14.8.16
Margt í heimi sýnist sull
sem er af blekking litað.
Prestaséttin ber út bull
er best fær enginn vitað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2016 | 14:26
Af yndinu ei genginn 12.8.16
Af yndinu ei er ég genginn,
ást ber ég gleðinnar til
vonast að fá ögn fenginn,
við fjör og söng og spil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2016 | 07:50
Brestir og gnótt 10.8.16
Ei þig saki á sálargnótt
sáttabrak er sker sem hnífur,
ást þér vaki og yndið rótt,
eins við skak og sorg er rífur.
Bloggar | Breytt 14.8.2016 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar