Fabúla 4.8.16

Hryssan er fögur svo flestum af ber,

fannhvít og svört á litinn.

Laust er við að ég ljúgi að þér,

hún lífga má augnaglitin.


Aðfinnslur 3.8.16

Oft við í freistingar föllum,

fjasa svo menn verði reiðir.

Þeir sem finna að öllu og öllum

eru oft fádæma leiðir.


Til hamingju íslenska þjóð 1.8.16

Í dag tók við embætti 6. forseti landsins Guðni Th Jóhanesson.  

Forsetahjónin 1.8.16

Mér finnst þau falleg hvar sem er á litið

og farsæld megi bera oss vesælum lýð

en ég trúi að þeir muni vart stíga í vitið

er vildu borga Icesave á sinni tíð.

Ég teysti ekki viti og vilja þeirra til

að velja fátækum ögn betri spil.


Skuldleysi 1.8.16

Ég hef um ævina leyst mörgum lið

um liðið þótt sé á margt gleyminn.

Vart þó í skuldleysi skilja mun við

skrautlegan alvöruheiminn.


Kostir eru afstæðir 31.7.16

Hvað er kostur mesti

kvenna veröld í

en ókostur þó stundum

talinn versti?

Það er að vera laus í brók

og til í hopp og hí,

ljúflynd bæði glöð og kát

í viðmóti að ég tel

en afbrýðisemin ógnarsár

ef öðrum líkar ei vel.


Áður var þröngt en þó alltaf pláss 30.7.16

Í höfðingsskap fyrri

fár svo gerist linur,

ferðamann hristi af sér

en nú er öldin önnur

þá húsráðandinn stynur,

- ég hýst get þig ekki

það er ei pláss hjá mér.

 


Áður var oftast þröngt en pláss fyrir alla 30.7.16

Í höfðingsskapnum fyrri á öldum fár svo gerist linur

að ferðamönnum veitti ei skjól og gæfi ögn af sér.

En nú mun tíðast sá háttur á að húsráðandi stynur,

- hýst ég get þig ekki það er svo þröngt hjá mér.


Stopul framleiðsla 30.7.16

Að framleiða börnin finnst mörgum gaman

en fjöldi er því móti og spyr að til hvers?

Þar krympar sig hvergi kostanna daman,

kasta af sér manni til varnar þess.


Opið bréf til Sigmundar Davíðs 28.7.16

Góðan daginn Sigmundur, megi endurkoma þín láta gott af sér leiða.

Ég tel að eigir þú að eiga þér viðreisnarvon verðir þú að drífa hið bráðasta í gegnum þingið lög um afnám verðtryggingarinnar. og færa öryrkjum og gamalmennum aftur þau 60 þúsund á mánuði með vöxtum og vaxtavöxtum sem ku nú vera vegna skeðingar vinstri stjórnarinnar á þeim, illu heilli, á mánuði hverjum en slíkt sem þetta hafa hálaunamenn löngu fengið.
 
Hafir þú ekki manndóm og heiðarleikavott til þess arna spái ég ekki vel fyrir þér í næstu kosningum, b.kv. einar sigfússon

Nú er Vigdísi nóg boðið 27.7.16

Nú er í umræðunni að Vigdís þingmaður hafi lagt fram kæru fyrir meiðyrði og ærumeiðingar og að nú muni fara um marga sem um hana hafa fjallað. Hvern skyldi undra að eftir starf hennar sem formaður Fjárlaganefndar fengi hún harða gagnrýni og ljót orð á sig. Ég tel að þar hafi kveðið grimmilegast að henni við að níða niður fjármagnið til heilbrigðismála, aldraðra og öryrkja:

Má ei kallast vondur sá er veslinga mer

og vill svo hreykja sér af góðri æru?

Skyldi hægt að meiða það sem ekkert er

og aukritis leggja fram á það kæru?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband