27.7.2016 | 05:20
Leiður vani 26.7.16
Það er leiðinlegur ávani
alltaf að segja bíddu
eða bíddu aðeins
ég geri það rétt strax.
Það er með þetta aðeins
það oft er lengi að líða
vill og jafnvel gleymast
alveg til næsta dags.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2016 | 12:48
Umræða er um erlent einkasjúkrahús í Mosfellsbæ 26.7.16
Það sýnist sitt hverjum um hugmyndina. Kári blessaður telur það muni rústa hér heilbrigðiskerfi. Mér hefur orðið á að spyrja hvort þetta gæti ekki orðið sú lyftistöng sem hér sárlega vantar vegna samkeppni um vinnuaflið.
Ríkið okkar hefur komist upp með að níða niður kaup hjúkrunarfólks sem aðallega eru konur en ausa því svo í læknana sem vinna við hliðina á þeim.
Svo er nú komið í landi okkar að þetta nauðsynlega fólk hefur neyðst til að leita sér annarra starfa til að geta komist af og ku nú svo komið að vanti 1000 manns í það minnsta í þessi störf.
Skyldi það verða skandall, raun, neyð eða pína eins og sumir halda fram ef skapaðist sú samkeppni hér í landi sem ýtti stjórnvöldum til að borga hjúkrunarfólki mannvænleg laun vegna þessa? Heyr á endemi landar góðir!
Bloggar | Breytt 27.7.2016 kl. 05:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2016 | 11:52
Opið bréf til forsætisráðherra 18.12.15, endurbloggað 26.7.16
Góðan daginn Sigmundur,
þú ætlar að reynast mér öldruðum öryrkja lítið eða ekkert betur en vinstri stjórnin sáluga er lét sitt fyrsta verk, á stjórnarsetrinu vera að skerða laun mín, þótt viðurkennt væri fyrir að þau dygðu ekkert nærri því til nauðþurfta og greiddi það svo ekki til baka þótt öllum hálaunamönnum væri svo gert.
Það hefur þú og þin ríkisstjórn ekki heldur gert og samkvæmt upplýsingum í sjónvarpi nemur það nú 60 þúsundum á mánuði sem vantar á kaupið mitt.
Nú er ég níddur eina ferðina enn með að fá ekki launahækkanir til samræmis við aðra launahópa í landinu, þrátt fyrir að lög mæli svo fyrir og ég bara spyr: er ekki komið nóg af svona stjórnarháttum og er ekki komið nóg af þér í forustu slíkra níðmála?
Ég kveð þig og ákalla almættið um að láta því linna að sami maður geti nítt mig svo hroðalega og lengi án þess að nokkur fái þar tekið í taumana.
Ég ákalla almættið 18.12.15
Sitthvað hafa menn fram að færa,
fróðleikinn misjafnt að ber.
Fjórflokkurinn er fjandans óværa
er fæst illa losuð af sér.
Vel fór af stað og virti menn snauða,
vann þá að réttlæti ei til að halla.
Má hann nú fátæka merja til nauða,
megi almættið feigð honum kalla.
Af öllum sögum eitt má það læra
að afskiptin kalla að hér.
Fjórflokkurinn er fjandans óværa
er fá vil ég drepna af mér.
Megi forsjónin best okkur bera
þá betri kunna stjórnarsið
og hausa þeim hraðast af skera,
heitum sínum bregða oss við.
Einar Sigfússon.
Bloggar | Breytt 29.7.2016 kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2016 | 16:28
Það eru misjafnar ástæður og kvatir fyrir illverkum manna 25.7.16
Ég hef fyrir satt það sem birt hefur verið áður í fjölmiðlum að þessi hópur Alþingismanna og illmenna að ég tel vera, hafi samþykkt að öryrkjar og gamalmenni fengju ekki greiddar launahækkanir aftur í tímann eins og þeir sjálfir höfðu fengið og trúlegast allir aðrir hálaunamenn. Það mega þó kannski teljast smámunir sem haft var af þeim miðað við það sem bundið er í lög að eigi að gera en þeir gerðu ekki, aumingjans vesalings ræfladótið það arna, að hækka laun þeirra í samræmi við aðrar launahækkanir í landinu. Þegar ég skoðaði þennan nafnalista kom ég ekki auga á misréttarskauðaforingjann Sigmund Davíð. Hverju skyldi það nú sæta? En aftur á móti á aðra sem ég trúði varla að hefðu látið fara svona illa með sig í niðurlægingunni.
Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Friðriksson
Bjarni Benediktsson
Brynjar Níelsson
Einar K. Guðfinnsson
Elín Hirst
Elsa Lára Arnardóttir
Fanný Gunnarsdóttir
Frosti Sigurjónsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Haraldur Benediktsson
Haraldur Einarsson
Jóhanna María Sigmundsdóttir
Karl Garðarsson
Líneik Anna Sævarsdóttir
Óli Björn Kárason
Páll Jóhann Pálsson
Sigríður Á. Andersen
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Páll Jónsson
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Bjarnason
Willum Þór Þórsson
Þorsteinn Sæmundsson
Ég setti saman á ljóðrænan hátt nokkur samúðarorð til þeirra er hafa látið siðleysingja og illmenni þau er ráða ferðinni í stjórnarflokkunum og malað undir sig huglitla meinleysinga til samþykkis við svívirðunni til að halda friðinn í ógnarflokknum frekar en ærum sínum. Góðir landsmenn, kjósið frekar hund en Fjórflokkinn, hann er villidýr sem herjar á bágborið fólk!!!
Hann hefur ekki látið öryrkja og aldraða hafa skerðingar þær er af þeim voru teknar í hruninu þótt allir hálaunamenn hafi fengið þær með vöxtum alveg aftur í tímann og ku það nú nema 60 þúsundum á mánuði.
Er i harðbakkann slær 25.7.16
Ef sýnast þér bannaðar bjargir
og búin að vera þín dáð
þá skaltu biðja Guð hjálpar
má vera hann kunni einhver ráð.
Það er annað en ástæður góðar
aðstæður af tagi því
umkringdur vera af krimmum
er sýnist helst djöfulsins þý
og hanga í þér kjöftum grimmum,
og sleppa þér ekki svo glatt,
það þarf meira en ei litla hörku,
komast frá því það er satt.
Bloggar | Breytt 29.7.2016 kl. 03:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2016 | 06:33
Stelpur 21,7,16
Stelpur hrífast varla af stjarneðlisfræði,
still þig því vinur um þvílíkt hjal.
Talaðu frekar um töfra þeirra og gæði,
er trúi ég best falla í þeirra mal.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2016 | 04:56
Nauðganir 21.7.16 - Ort út af Þjóðhátíðarumræðu í Vestmannaeyjum
Mér hefur fundist stjórnvöld stinningsglöð
stöðugt vera bágborna valdi í rassa að taka.
Skyldu ei þeirra kjörorð vera þessum í dúr:
Þetta er gangur lífsins og ekkert eðlilegra?
Ég neita heldur ekki að nokkuð er til í því,
næsta mun það lögmál að stórir dusti snáða.
Oft er glatt á hátíðunum út um borg og bý
og býsna margar nautnir er langar til að fá´ða.
Bloggar | Breytt 26.7.2016 kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2016 | 17:43
Auður og ríkidæmi 20.7.16
Það er svo með auðinn
að hann vill koma og fara
svo standi margur eftir
alveg nauðaber.
- Ég varð ei ríkur á að græða,
ég varð ríkur á að spara,
sagði hann Alli ríki
og svo með marga fer.
Illt er að vera nirfill
en svo var ei með Alla,
hann gaf manna mest af sér,
skal ég segja þér.
Kostir og kjör 20.7.16
Oft er til kostanna alls ekki glæst
svo óskina þína þú færð illa fyllt.
Ef ekki þú tekur það sem að fæst,
færðu máski ekki það sem þú vilt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2016 | 04:37
Það rekur hver óráðsían aðra hjá stjórnvöldunum 15.7.16
Og það er ekkert ný bóla á Íslandi að fari um alþýðu manna óréttlæti og misskipting þar sem hossað er elítunni á smælingjanna kostnað.
Kjaranefnd var í gær að auka laun ýmissa hálaunamanna umfram aðra launasamninga um tugi prósenta sem að auki virka árabil aftur í tímann.
Sjálftökulið bregðast ekki 15.7.16
Sanngirnin græðgina ei síast í gegn
hjá sjálfstæðisforkólfunum
en endurkjósa þá varla er um megn
alþýðulandeyðunum.
Alþýðuforinn er fjandinn í reynd,
forfallinn í mútum að ég held.
Flest tel þar ráð haldin lúa og leynd
þar sem lífsgæði fólks eru seld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2016 | 14:47
Haffi sendi línur- Húsnæðisvandi unga fólksins 13.7.16
Þessi vandi verður best leystur með þvi að láta lífeyrissjóðina byggja þúsundir litilla og meðalsórra íbúða og leigja á kostnaðarverði til félagsmanna, hvort heldur sem þeir eru á vanskilaskrá eða gjaldþrota. Ég tel þetta líka bestu fjárfestingu fyrir lífeyrissjóðina þar sem þeir eignast blokkirnar á 30-40árum. En tapa ekki milljörðum á loftbólu viðskiptum með hlutabréf. Banna ætti lífeyrissjóðunum að leika sér með fé almennings eins og gert hefur verið frá stofnun þessara sjóða og skikka þá frekar til að byggja og leigja sínum félagsmönnum.
Lagabreytingar varðandi byggingarreglugerðar eins og ungir Sjálfstæðismenn leggja til, breytir engu fyrir leigjendurna, hækkar bara profitið til byggingaraðilans og eða eiganda eignarinnar.
Hækkun vaxtabóta er algjörlega út af kortinu, þar er bara verið að hvetja bankana til að hækka vexti svo leigjendur og lántakendur geti fengið vaxtavætur frá ríkinu. Hvenær ætlar ríkið að hætta að styrkja þá sem mest hafa milli handanna? Bankana, Útgerðina og einstaka bændur, en ekki aðra.
Nú eru liðin eitt hundrað ár í þessu volæði, þar sem almenningur hefur þurft að horfa uppá eignir sínar og fjármuni fuðra upp í endalausum gengisfellingum, vaxtaokri, verðtryggingu og verðbólgubáli. Og gengi íslensku krónunnar fallið meira en 2200% enginn gjaldmiðill á þessari plánetu hérna í Scandinavíu hefur fallið meira en kannski 100% á sama tíma.
Á þetta að halda svona áfram? Gott að fá að vita það svo maður geti tekið sínar ákvarðanir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2016 | 12:21
Ljóskur 13.7.14
Að Guð hafi skapað þær
gera þær sér ljóst!
Ljóskur eru 15% gáfaðaðri
en annað fólk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar