13.7.2016 | 09:21
Ást í meinum 13.7.16
Ég vil ekki ofgera neinum,
öfgar komast sem í vana.
Yndisleg er ást í meinum
ef vel tekst að dylja hana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2016 | 07:43
Gleðilæti 13.7.16
Þótt gleðja megi gæflyndan
gustur lífs af kæti
þá mega ill fyrir óstöðugan
ýmis gleðilæti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2016 | 15:19
Gefðu af þér 12.7.16
Gefirðu ekkert af þér
ei þér hæfir skræmta
þótt þú eins af öðrum
einskis megir vænta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2016 | 06:16
Gjafir og ást 11.7.16
Astin kemur, ástin fer,
allar gjafir þiggja laun,
geta ekki gefið af sér,
gerist dapurlegt í raun.
Ástin gefur allt af sér,
ýmsir gefa ekki baun,
- gera lífið gjöfult hér,
Guði trúi ég sé laun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2016 | 07:32
Obama segir þeim verði refsað 10.7.16
Hann segir að refsað verði fyrir að drepa lögreglumenn en hvað skyldi þá með almenna borgara sem þeir drepa og vandinn er sprottinn út af. Hann hefur ekki farið orðum um að refsa þeim frekar en aðrir stjórnendur Bandaríkjanna.
Mér þætti fróðlegt að vita hvað annað en að lögreglumenn eigi von á að vera drepnir fyrir að ráðast með ofbeldi á saklaust fólk geti haldið aftur af þeim og fengið stjórnvöld til þess sama með að taka harðar á brotum þeirra en gert er.
Í flestum tilfellum hefur mér sýnst að þeir væru sýknaðir og geti byrjað upp á nýjan leik eftir að hafa verið vikið frá störfum til málamynda um stundarsakir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2016 | 15:03
Nýjustu vísindi 6.7.16
Margt í lífi mæðir lund,
margt oss vekur hroll.
Rúnki mælti á raunarstund:
Rekaviðalykt er holl!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2016 | 15:20
Haffi skrifar mér- Breytingar verða ekki með tali einu saman! 27.6.16
Bloggar | Breytt 29.6.2016 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2016 | 11:22
Til hamingju með nýja forsetann 26.6.16
Það mun nú hverjum manni best að reyna að vera bjartsýnn á framtíðina en ég á bágt með það varðandi væntingar til betra sjórnarfars þar sem tekið yrði á spillingunni af þessum nýja forseta en falllegur er hann og fjölskyldan hans öll.
Mér finnst úrslit kosninganna sýna helst að þjóðin vilji standa í stað og láta bara fljóta með spillingu stjórnmálanna án þess að tryggja rétt sinn hjá forseta til að mega skerast í þann oft hroðalega ljóta leik með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mér er minnisstætt þegar verið var að kenna mér ungum björgun frá druknun þá var þar eitt atriðið að menn mættu vara sig á því að druknandi menn gætu orðið svo ruglaðir að þeir reyndu að draga björgunarmanninn niður og drekkja honum.
Í kosningum hefur verið deilt um hvort frekar séu 3 eða 5% sem ekki eru fávitar. Það passar í þessum kosningum ef litið er til fylgis Sturlu Jónssonar um 3,5% að muni vera staðreynd sannleikans. Hann vildi heils hugar vinna alþýðu manna.
Það er erfitt að bjarga þeim sem berjast á móti og vilja ekki láta bjarga sér. Sturla hefur lýst því yfir að hann sé búinn að gera sitt besta og muni draga sig í hlé frá opinberri baráttu fyrir réttlæti landslýð til handa eftir þessar kosningar.
Bloggar | Breytt 27.6.2016 kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2016 | 10:04
Það skarst í odda í forsetaframboðsumræðunum 20.6.16
Ástþór setti fram harða gagnríni á Guðna Th sem frambjóðanda elítunnar og það líkaði þáttarstjórnendum ekki betur en svo að þeir höfðu að orði að vísa honum úr þættinum. Ég kommantaði við fréttina á vísi.is í dag:
Oft eru orð að sönnum
ekki til vinsælda fallin
og eiga lúta lögum og bönnum,
láttu þá hafa það kallinn.
Bloggar | Breytt 22.6.2016 kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2016 | 05:54
Að ást fái dafnað 14.6.16
Að ást fái dafnað má flestu í hag.
Farsæld kann mörgu að bifa.
Að hamingjan vaxi dag eftir dag
er dásemdin mesta að lifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar