13.6.2016 | 06:56
Forsetaframboðið 13.6.16
Einn forsetaframbjóðandanna hefur sópað að sér meiru fylgi en hinir. Það er Guðni Th Jóhanesson. Hvað skyldi hann hafa meira upp á að bjóða en hinir?
Jú, hann er frekar hávaxin og fríður maður og myndi sópa af honum á velli með öðrum þjóðarleiðtogum í heiminum, svo tel ég vera en er það okkur nóg? Hann er líka vel máli farinn en hvað skyldi hann aðallega hafa að segja?
Það markverðasta virðist mér helst það að alþingismenn séu kjörnir af fólkinu sem fulltrúar þess og þeir eigi að ríkja og ráða lögum og lofum í landinu.
Mér finnst hreint ótrúlegt en þó ekki nema eftir öðru í heimsku fólks við að kjósa sér forseta að gleypa við manni með þessa sýn á þarfir þjóðfélagsins.
Ég tel það slæma reynslu til fjölda forseta til fjölda ára að þeir sem ekki hafa viljað vísa hinum meira og minna annarra hagsmunamálum en alþýðunnar til þjóðarinnar hafa unnið landi og þjóð margvíslega og oft hroðalega bölvun.
En dásemdin mest til þjóðarleiðtoga mun þó mörgum þykja Davíð, gamli stríðsforinginn, margdæmdur fyrir siðleysi og mannréttindabrot á öryrkjum:
Eðlið segir til sín
Það hefur aldrei spaugað að svívirðunnar eðli
og siðleysi kjánanna er gleypa það hrátt.
Það er afstætt með kærleik á kosningarbleðli
að krossa við bófa sem leika menn grátt.
Bloggar | Breytt 21.6.2016 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2016 | 20:43
Tíkur auðvaldsins vita nokkuð hvenær þeim ber að gelta 8.6.16
Flugumferarstjórar trúa því varla að Ólöf Norðdal ráðherra innanríkismála ætli að setja lög á yfirvinnubann þeirra og skylda þá þannig og neyða til yfirvinnu. - Verstu stríðsfantar og illmenni sögunnar hafa yfirleitt komist upp með hvað sem er ábyrgðarlaust og skilið eftir sig sviðna jörð hvar sem þeir hafa farið.
Þennan sama leik lék fyrirrennari hennar muni ég rétt Hanna Birna við sjómenn í siglingum milli lands og Eyja, sælla minninga fyrir fátæka verkamenn, ekki fyrir löngu síðan að ég vil kalla á siðlausan, svívirðilegan og bligðunarlausan hátt.
Til samanburðar fóru læknar líka fyrir stuttu síðan fram á sínar hækkanir með samskonar þrýstingi og var það meira og minna upp á líf og dauða fjölda manns en ekki aðeins peninga auðvaldsins eins og hin skiptin og svo upp á rekstur og framtíð heilbrigðiskerfisins í langvarandi fjársvelti.
Hvað skyldu stjórnvöld landsins hafa óttast þá að stöðva ekki þann leik með lögum? Skyldu þau hafa óttast að líknarar kærleikans misstu enn meiri stjórn á sér og dræpu þá við fyrsta tækifæri er byðist eins og litlu börnin í móðurlífi sem þeir sitja um að drepa hvar og hvenær sem því verður við komið að ráðum stjórnvalda og dáðum með lagasetningum þeirra auðvitað.
Bloggar | Breytt 9.6.2016 kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2016 | 23:19
Forsjá 5.6.16
Mér hefur sjaldnast hentað vel
hugsa langt fram í tímann.
Guði tíðast forsjá fel,
ferst honum vel mörg glíman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2016 | 23:28
Nýr formaður samfylkingar 4.6.16
Hverju ætli nýtt andlit í samfylkingunni geti nú fengið áorkað til meiri lyga og þvættings um jafnaðað í samfélaginu sem engin meining er að standa nokkurntíman við frekar en gert var er vinstri menn komust í stjórn eða þá oft miklu frekar að ég segja vil þvert á móti sínum stefnuskrám sem þeir báru fram fyrir kjósendur.
Einn formannsframbjóðandanna hafði þó það vit og heiðarleik í orðræðu að vilja leggja niður flokkinn og byggja upp að nýju en fékk auðvitað ekki fylgi til þess.
Mikið getur þetta sama svikalið að mestu leiti enn og var fyrir síðustu kosningar verið treglega gefið að skilja ekki enn að þegar orð þeirra og athafnir fóru ekki saman í vinstri stjórninni þá glötuðu þau öllum trúverðugleika sem fulltrúar almúgans.
Ég tel þá þó enn verr gefna sem vilja kjósa þá í trausti þess að þeir muni eða geti bætt ráð sitt ef þeir fái bara enn eitt tækifærið til þess. Nei, setjið ekki traust ykkar á samfylkinguna. Kjóstu aldrei flokk sem hefur svikið þig einu sinni, hann mun örugglega gera það aftur fái hann tækifæri til þess...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2016 | 10:21
Allir forsetaframbjóðenurnir í sjónvarpssal 3.6.16
Mér fannst alveg ótrúleg mismunun af sjónvarpsstjórnendum er þeir buðu aðeins fjórum af frambjóðendunum í næsta þáttinn að undan og þann fyrsta sameiginlega sem var haldinn en nú fengu þeir loks allir að koma fram fyrir sjónir landsmanna á jafnréttisgrundvelli.
Mér þótti þátturinn vel heppnaður að flestu leiti en þó nokkur brögð að því eins og gengur og við þekkjum frá fyrri tíð í þáttum um framboð til Alþingiskostninga að þeir sem höfðu eitthvað bitastætt að segja til gagnrínis þeim er taldir eru tilheyra elítunni svokölluðu og eiga meiri rétt til embættisveitinga og að tjá sig yfir höfuð en almúginn væru stoppaðir af.
Mér fannst tveir af frambjóðendunum komast áberandi og langbest út úr öllu sem þarna var um rætt og erfitt muni vera að hjálpa þessari þjóð til betri tíða og framfara í landinu ef fólk vill ekki hjálpa sér sjálft og safna sér saman til stuðning við þá: Það voru þau Sturla Jónsson og Halla Tómasdóttir...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2016 | 11:07
Hjálpræði piparsveinsins 25,5,16
Piparsveinn með úlnliði ónýta
ei þér tjáir vera að sýta:
Liminn í kæfu leggðu í bað
og láttu svo hundinn meika það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2016 | 09:58
Sópa þarf burt skítnum - Haffi skrifar mér 26.5.16
Það er ekkert skrýtið að ríkistjórnin samþyggi veltu undirheimana in í ríkisfjárlög til að geta fengið hærra lánshæfismat erlendra banka. Greinilega komið í ljós að hluti þessara undirheima eru tvinnaðir saman við mörg íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í skattaskjólum. Spillingin nær út fyrir allt velsæmi og svo ætlast þessir sömu menn til þess að almenningur þessa lands fari eftir lögum og reglum sem þeir sjálfir fara ekki eftir og ætla okkur líka að borga skatta og gjöld af hverri þeirri krónu sem við öflum.
Nei mér finnst ekki lengur skrítið að Hells Angels hafi orðið til, þar sem þeir ákveða sjálfir hvernig lög þeir fara eftir allveg eins og Amish fólkið og Sígaunar, allt þetta fólk tekur ekki þátt í ,,venjulegu samfélagi og eða samfélagsþjónustu" heldur vinna sem ein heild til hjálpar hver öðrum.
Hér er spillingin orðin svo míkil að ekki verður vörn við reist nema koma allveg nýju fólki til valda og hreinsa út úr öllum ráðuneytum og stofnunum. Hrunið kenndi okkur ekkert og áfram heldur sukkið og svínaríið og það með 3 Seðlabannkastjóra í brúnni sem halda vöxtum svo háum að venjulegur launþegi á ekki séns til þess að lifa normal lífi þ.e.a.s. Eiga íbúð/hús & bíl.
Hverja eru þessir herrar í seðlabankanum að passa að ekki fari menn á fyllerí? Jû almenningur má ekkert eignast, bara þeir sem eiga allt fyrir og eru með allt sitt á þurru í Caymaneyjum eða svipuðum skattaparadísa eyjum í öruggum gjaldmiðlum sem falla ekki í hvert sinn um tugir prósenta. Þó Dollar og Evra séu alltaf á ferðinni upp og niður þá hafa þessir gjaldmiðlar alltaf staðist tímanns tönn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2016 | 08:37
Listagyðjan 24.5.16
Hún kann fanga hug og önd,
hún vill margt í rína.
Henni vart ei halda bönd,
hefji hún innreið sína.
Eg á aðra slíka að
með uppsíloni ritað.
Sú hefur mig meðhöndlað
til mörsins það er vitað.
Listagyðjur líða margar
lífsins brautir allt um kring.
Sýnast ögn við suma argar
en sem dansi um aðra í hring.
Bloggar | Breytt 26.5.2016 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðin okkar er alls til vís varðandi fylgi sitt, það hefur hún margsýnt á hinn ótrúlegasta hátt í kosningum. Ég vil nefna þar dæmið frá því að Davíð og Halldór heitinn hlutu sína rússnesku kosningu eða trúlega þá albestu á ferli sínum er þeir stjórnuðu landi okkar forðum:
Þá var nýbúið að dæma þá ásamt öllum félögum þeirra í báðum þessum núverandi stjórnarflokkum fyrir Hæstarétti Íslands fyrir siðleysi og mannréttindabrot á öryrkjum og lægra er nú vart hægt að leggjast í aumingjaskap og ömulegri útreið að mínu viti en meiri hluti þjóðarinnar virtist kunna vel að meta þetta.
Einn úr þessum hópi hefur verið ríkulega verðlaunaður af þessum flokkum sem forseti Alþingis að undanförnu og er það bara svo ekki í takt við þá siði sem verið hafa þrautsetnir í efsta þjóðlífi hér og víða annarsstaðar í heiminum að verðlauna formanninn fyrir öllu saman? Davíð, Davíð í forsetaembættið...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2016 | 10:47
Um sveitina mína 22.5.16
Höfðingjar í yfirgangi hálsana tíðum reigja,
hamingju vart finnur sá er gistir slæman reit.
Við höfum líka frá mörgu misjöfnu að segja
er mátt höfum dúsa ævi langa í þessari sveit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar