Skítaleiðangur segja framsóknarmenn

Þingmenn eiga að gera grein fyrir eignum sínum og hagsmunatengslum.

Það féll framsóknarmönnum vægast sagt illa í geð umræðan um undanskot á þessari reglu með því að skrá bara makakana fyrir fjármununum og láta svo eins og ekkert sé.

Kona Sigmundar Davíðs forsætisráðherra er víst skráð fyrir fjölskylduauðnum á Tortóla eða eittvað svipað og flokksmenn Sigmundar hafa stór orð um að málið skuli rætt, m.a. fara fram á afsökunarbeiðni frá Birni Vali fyrir ósvífnina.

- Svo er verið að blöskrast yfir heilögu kúnum sem má ekki reka af veginum þegar þær teppa umferðina á Indlandi. Ég held að sumir mættu líta sér nær!

Framsókn rífur sig í rass 16.3.16

Skítaleiðangur sem skaðar þingið

skálkarnir framsóknar kveða við grómt.

Það er alltaf á þeim sama æruringið

og hvert þeirra sæti verr skipað en tómt.


Besta megrunarráðið 16.3.16

Af sér holdum sem allra fyrst

ýmsir vilja forða.

Þeir fá mín ráð af lífsins list

lítið í einu að borða.


Misjafn er liðsaflinn14.3.16

Ég hef stundum sagt og segi enn sko

að sælt er að verða að liði

en það er nú annað og einu sinni svo

að hver er með sínu sniði.


Úr kvöldfréttunum 13.3.16

Eygló framsóknarráðherra leggur nú til tillögur um hækkun og lengingu fæðingarorlofs og þá kemur Guðlaugur sjálfstæðismaður sem gammur á móti til að rífa niður og segja þetta marklaust því ekki séu til peningar í þetta.

Ég man ekki eftir mótbárum frá sjöllunum né talað um vöntun fjár er hækkað hefur verið kaup hálaunamanna hvað ofan í annað en megi eitthvað bágstöddum til bjargar þá er lagt ofurkapp á að koma í veg fyrir það:

Það kemur fátt til bjargar fátæklingum,

fastur er sem verið hefur liður.

Það sem þó kemur af viti frá framsókn,

fær sjálfstæðið drepið niður.


Undanrás Júróvísion 12.3.16

Það er ei nóg sæileiki er gengið er á svið,

söngurinn verður að hljóma

en útlitið veitir þó verðleikunum lið,

veröldin dýrkar svo ljóma.


Vitið 12,3.16

Það merkileg blekkingarumræðan hjá samfylkingarmönnum. Að þeir skuli ekki frekar sýna þjóðinni þann virðingarvott að viðurkenna sín svik og ómerkilegheit og leggja niður flokk sem hefur reynst þjóðinni verr en einskis virði.

Nú heldur sá nýjasti sem sækir í formannskjör á næsta þingi því fram að stefnumál flokksis hafi ekki náð til fólksins og skýra þurfi upp á þeim til að ná árangri.

En hvað máli ætli stefnumálin skipti nema til að ljúga í og blekkja fólk til fylgis við sig þegar ekkert er farið eftir þeim eða jafnvel þveröfugt við þau eins og samfylkingin sýndi af sér svo hroðalega sem raun ber vitni er hún komst til valda ei sælla minninga í mínum huga?

Þeirra fyrstu verk í ríkisstjórn jafnaðarmennskuhugsjónarinnar var forsmekkurinn af því sem að á eftir koma skyldi, það var að skerða öryrkja og gamalmenni sem höfðu fyrir ekki nærri nóg til framfærsju sinnar...

Vitið sumra leikur létt

en leitt hvað aðra snertir,

vitleysa þeirra þykir ei frétt,

þeir eru svo hnakkakertir.


Offors tryggingafélaga 11.3.16

Við megum ekki ganga um

með offorsi og ofbjóða neinum,

taka mið af hruntímum slæmum

það gæti orðið að mörgum meinum.


Leiðin til metorða 9.3.14

Sá óheiðarlegi áfram kemst,
- illt er til þess vita,
heiðarleikinn fyrst og fremst
fæðír tár og svita.


Oft í ströngu 8.4.16

Oft þurft ég að standa í ströngu

er sturlaður til mín lagði.

Ég hef svo sem ei verið vondur

við neinn að fyrra bragði

en gerðist viðbrögð oft ei hlý,

þjösnað var í mig aftan í.


Það er allt sem varir 7.3.16

Það er allt sem varir og fer sem að fer

og fjandi er margt sem ei líkar mér.

Þú verður að taka hvern sem hann er,

haf´ann þurfirðu nærri þér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband