Áhugamálin 6.3.16

Áhugamál mín eru mörg

og ég tel lán þau skuli ei fleiri

og ei hafi sál mín orðið svo örg

að árans boltanum til þau heyri.


Orð dagsins 6.3.16

Ég vinn í Lottó, ljóðum að ég læði,

mitt er mottó meira magn en gæði!


Ætlar þú að berja höfðinu enn við steininn í næstu kosningum? 6.3.16

Hvað ætla menn lengi að kjósa handónýtan Fjórflokkinn í von um að hann bæti ráð sitt og standi við loforð sín varðandi bætta afkomu stórs hluta landsmanna.  Þar er aðeins sem verið hefur lengi bara um fáa útvalda að ræða, það eru þeir velmegandi sem höfðu það gott fyrir?

Mótmæli voru fyrir framan húsnæði Tryggingastofnunar í gær. Kom þar saman fólk til mótmæla á niðurlægingu og mannréttindabrotum stjórnvalda á öryrkjum og gamalmennum. 

Vonbrigði ku hafa verið hlutaðeigandi hvað hópurinn var fámennur og nokkuð er ljóst að þessi þjóðfélagshópur og þeirra sem þá styðja er nær úrkula vona um að nokkuð tillit sé tekið til þess hvað þeir segja, gera og hvernig hafa það.

Það vakti athygli stjórnanda og viðstaddra að enginn af boðuðum fulltrúm stjórnmálaflokkanna sá sér fært að mæta.


Vináttan 6.3.16

Fljótan vill oft gleymast grey

er gleði  litla  ber til sanns

en góðir vinir gleymast ei

þeir grafa sig í hjarta manns.

 

Góðir 6.3.16

Vanamálum vija úr greiða,

viðkoma þeirra oft er snöll,

góðir koma góðu til leiða

og gefa af sér býsnin öll.


Gola 5.3.16

Hennar ætt í háu veldi

hún er göfug það ég kynni.

Ef ég væri í undaneldi

ei ég fargaði Golu minni!


Áhugamál

Fríða 4.3.16

Litfögur og létt á tá,

líkleg í fræknissögur.

Heitir Fríða Hólum frá,

háreist, kná og fögur.

 

Áhugamál 4.3.16

Það þarf að hlúa að hverri sál

svo hugann setji ei kaldan,

lánsamir sem eiga áhugamál

og að þeim leiðist sjaldan


Af andakt dagsins

Margvíslegt er viðmótið 3.3.16

Er menn koma fólks á fund

fyndnin mestan gleður.

Dýrkuð er sem léttust lund

en luntinn engan seður.

 

Gengið á Kaldbak 3.3,16

Í kjarkinum eru oft ýmisleg göt

sem opnast í huganum linum.

Skeltu þér Inga en skell ekki flöt,

skál fyrir þér bæði og hinum!

 

Mörg járn í eldi 3.3.16

Margir geta margt um séð

mál þó að oft fari í kleinu.

Ég hef átt fullt í fangi með

fást bara við eitt í einu.


Hann er þrálátur þessi kunturígur 2.3.16

Um flóttamannamálefnin margur þöngull þvaðrar,

- það vilji ólman karlar að sér fatlakonur taka.

Því skyldu fatlaðar ekki mega fá það sem aðrar?

Finnst mér nokkuð klént að telja það til saka.


Kyrrt með alvarlegustu afbrot sumra en smákrimmar hundeltir 1.3.16

Það er fyrir ekki löngu síða að kona datt á heimleið og komst alveg í dauðann í snjóskafli og frosti við dyrnar heima hjá sér. Þegar hún rankði við sér eftir einn og hálfan tíma eftir biltu, gat hún með naumundum hringt í neyðarlínuna vísaði neyðarlínan málinu til lögreglu,

sem lét hana bara liggja áfram og bíða dauða síns í fleiri tíma þar til nágranni fann hana fyrir tilviljun eina. Líkamshiti hennar var þá kominn í 20 gráður og mikil mildi og vandasamt verk að bjarga lífi hennar sem þó tókst á spítala.

Þótt segja megi vanrækslu lögreglunnar hreina en mislukkaða morðtilraun er enginn dreginn þar til ábyrgðar eða settur frá störfum eða í fangelsi, hvað þá nema að fjölmiðlar rétt drepi á málið í fréttatímum og síðan ei söguna meir.

Á sama tíma og í sömu fréttatímum var hinnsvegar fjallað ítarlega um mannsal og aftur og aftur reynt að krydda það næstu daga, muni ég rétt atburðarrásina og að maðurinn hafi verið fangelsaður með það sama. Þar var mikil glæparannsókn í gangi og er trúlega enn.

Og hver skyldi sökin vera þar til samanburðar við morðtilræði lögreglunnar er ég tel vera? Jú, hann hafði ráðið útlendinga í vinnu hjá sér á saumastofu svart og án atvinnuleyfis og haldið þá á laun... Skyldi að furða að tekið sé á honum en ekki hinum...


Minningar af Fésbók

Hér hef ég í huga umhverfinginn Steingrím Sigfússon: Umskipingi andinn kól undarlegt margt getur skeð. Gelur líkt og hani á hól: ,,Hér er ég og dansið með”!

 

Einar Sigfússon

Kyrrstaðan 22.10.10
Hollt er sinn að hugsa um rann
og halda frið við náungann
en ætla að sönnu orð ég kann:
- Ekkert er verra en kyrrstaðan!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband