1.3.2016 | 05:09
Sumum er mikill skrekkur af pírötum 1.3.16
Það er eins og Fjórflokkurinn skilji ekki orðið forgangsröðun, þeir hamra bara á hvar eigi að taka peningana til að bæta heilbrigðiskerfið og gera láglaunafólki lífvænlegt í landinu.
Þer sem hafa af stjórnvöldum fengið hlaðið undir sig svo lengi sem menn muna með forgangsröðun vilja ekki missa neitt af sínu. Það er ekki nema von að sé skrekkur í sumum fyrir því að landsmenn bilti af sér mesta okinu og misréttinu sem verið hefur og píratar skapa þeim vissulega hættu á því...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2016 | 19:47
Margur er misyndismaðurinn 29.2.16
Heilbrigðisráðherrann ekki út í blá,
einkarekstri vill á okkur klína,
því nú eiga gráðugir auðmenn að fá
örlítitla viðbót í askana sína.
Bloggar | Breytt 1.3.2016 kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2016 | 13:13
Á annað borð 28.2.16
ef að eitthvað að þú gerir
erfitt er tíðast
að forðast mistök nein.
Menn verða í fyrsta
að þrjóskast bófum fyrir
því fengur þeirra
er okkar þjóðarmein.
Bloggar | Breytt 29.2.2016 kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2016 | 04:52
Afboðaðar eru hvalveiðar við Ísland 27.2.16
Hvalur hf afboðar nú hvalveiðar vegna erfiðleika við sölu afurðanna. Ég tel skandall að hætta alveg hvalveiðum. Mér þykir súr hvalur sérlega góður. Vandist honum á yngri árum þegar hann var á því verði að fólk gat keypt hann sér til fylli eins og annan mat. Á síðari árum hefur hann svo sjaldan að hann hefur fengist verið nánast sem munaðarvara verðsins vegna sem og annar hvalur innanlands.
Skandall segi ég að veiða hann ekki í þeim mæli sem dygði fyrir innanlandsmarkað og hafa hann þar á því verði að hagstæðara væri að éta hann en kjúklinga og svín sem lifa að mestu eða öllu leiti á innfluttu fóðri.
Það er talið að hver hvalur éti fisk á miðunum ámóta og það sem einn og hálfur togari veiðir yfir árið. Ef hvalur er veiddur skulum við því ætla að við getum veitt því magni meira sem því nemur af fiski.
Ég legg því til að þjóðarbúið noti sér auknar tekjur af því til rækilegrar niðurgreiðslu á hvalafurðum innanlands og mætti þar og þannig stórbæta afkomu heimilanna til að framfleyta sér í dýrtíðinni á hollum og góðum mat...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2016 | 14:08
Ég fékk 6 ára endurminningar sendar af Fésbók 25.2.16
Einar Sigfússon
Magn og gæði: Eitt er að yrkja ótal kvæði, athugasemdunum að ég læði, ekki er sama mangn og gæði.
Hilmar Eyberg Helgason Þetta sagði Agnes Braga líka við Árna Johnsen þegar hann myntist á að brjóstin á henni væru lítil..
-Hvað sér sér vesælla- Börnin eru brytjuð bak við tjöldin, borguð býsnin öll í verkagjöldin, ,,Útrásarvíkingar angraðir lítt, ekki talin henta þar fórnin, en ég vil skera skálka frítt, skýli mér ríkisstjórnin. Himnaríkið held sé grís er hrottar lífi týna. Hópast þeir til Helvítis að hitta vini sína. Þó andi kalt um okkar hag og óhróp séu á torgum ég ætla að gera mér glaðan dag og gleyma heimsins sorgum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2016 | 16:39
Ég er þingmaður 23.2.16
Ömulegt er hér hlutskiptið
á hæstvirðingarsetri
að mega ei fyrir forustunni
fylgja vitund betri!
Það væri böl ef því er lýst
þá yrði gengið trekt.
Formannsins er vitið víst,
því vel ég ró og spekt.
Mér finnst það alveg ótúleg niðurlæging, ræfildómur og undirlægjuháttur í tveim stórum flokkum þingmanna ríkisstjórnarinnar að ekki skuli einu sinni hafa fundist einn maður með þann heiðarleik, manndóm og sjálfsvirðingu að greiða atkvæði gegn síðustu fjárlögum, þar sem brotin voru lög á öryrkjum og öldruðum og nídd niður kjör þeirra,
með því að láta ekki launahækkanir þeirra fylgja annarri launaþróun í landinu og leiðrétta ekki við þá að auki skerðingarnar er gerðar voru eftir ,,hrunið" og allir hálaunamenn hafa fengið fyrir löngu síðan en þetta ku nú vera 60 þúsund sem munar á þessu á mánuði og það er talsvert og þótt minna væri fyrir bágstatt fólk sem þetta er á snautlegu smánarlaunum sem það hefur og duga ekkert nærri fyrir nauðþurftum flestra. - Á sama tíma fréttist af einni enn stór
hækuninni hálaunamanna. - Hinn umdeildi og grunaði bankastjóri Landsbankans fyrir stórfelld afglöp í starfi fékk t.d. 565 þúsund til viðbótar við þær sem undan voru skömmi komnar til hans. Skyldi hann ekki betur að þeim kominn en öryrkjarnir er fengu bara eina smánina enn ,,sjitt"?
- Svo er það bara spurningin, ætli þessir flokksforingjar ljúgi sig gegnum næstu kosningar eins auðveldlega og þær síðustu eftir stórfellda hrunstjórnun flokka þeirra og flestra sömu manna skömmu áður, - fólkið er gleymið og fólkið er trúgjarnt og því ekki það?
Bloggar | Breytt 24.2.2016 kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2016 | 08:14
Af heimsku manna vandinn vex, var þó nógur fyrir 23.2.16
Nú vakkar yfir okkur versta heilsuógn sem talin er vera á vesturlöndum sem eru fjölónæmar bakteríur í boði ríkisstjórnarinnar að tilskipun ESS sem fellt hefur um það dóm að þjóðinni sé skylt að flytja inn ófrosið kjöt.
Ef það væri nokkur döngun, vit og velvilji ríkisstjórnarinnar fyrir velferð þjóðarinnar, gengi hún úr ESS sambandinu frekar en að láta kúga sig til slíks ófarnaðar henni til handa.
Þegar ég hugsa um ríkisstjórnir Íslands til fjölda síðustu ára er mér helst í huga: Mikið ósköp og skelfing geta sumir menn látið mikið illt og miklar hörmungar af sér leiða:
Oss til dæmda að ófrosið versla kjöt
of stórt er mein að búa við þá klíku.
Ef fylla þarf í brjáluðESSreglugöt
er annað ei vit en segja sig frá slíku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2016 | 22:19
Illt er að ná úr nágreipum 22.2,16
Ríkisstjórn til verkanna víst ekki aum,
valtað hefur fátæka með keipum
þó samstaða virðis þar svolítið naum
er siðleysið ei laust í reipum,
- sagt er ei auðvelt að taka í taum
og toga´ann úr nágreipum!
Bloggar | Breytt 23.2.2016 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2016 | 18:20
Kjósiði aftur íhaldið 22.2.16
Þykja góðir glæpamenn
er grátt elda við þjóðu
syndir og lygar líða á braut
sem ljósálfar móðu.
Þeim er hossað á hærri svið
sem Baldri Guðlaugs núna,
- kjósiði aftur íhaldið
og það mun á ykkur múna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2016 | 14:55
Launatengingar 22.2.16
Ríkisstjórnir káfa mjög í kaun,
krafla sárin fátækra í reynd,
- það eru bara lúalegustu laun
launatengd!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar