Harkan sex 21.2.16

Þegar að vandinn vex

og hættan að höndum fer

í huganum fæðist oft svar

sem svíkja mun þá vart:

Þetta er harkan sex

sem að hver hefur í sér

í svo æði margt.


Pukur, óheiðarleiki og tjón 19.2.16

Fjórflokkurinn er nú yfirskyggður

þar allt virist stefna í hel.

Margir á pírata bera þar brigður

og bera sig ei undan vel.

 

Þeir vilja ei bíta eplið það súra

einhvern að missa nú spón.

Þar hefur lengi ríkt púra, púra,

pukur, óheiðarleiki og tjón.


Formannsframboð í Samfylkingunni19.2.16

Helgi Hjörvar ætlar sér nú að hasla völlinn

en heldur mun dapurlegt að reisa flokkskarið.

Frá Árna Páli hafa nú hæstan borist sköllin

en hver vill láta þá aftur taka sig í rassgatið?

Magnús Orri liggur undir feldi,

Oddný G. Harðar íhugar að kveldi,

- menn þáðu aftur frammara og sjalla,

vitleysan er ótakmörkuð og endalaus!


Birgitta lætur hvína 18.2.16

Birgitta Jónsdóttir Alþingiskona, segir þessi lokaorð í grein sinni á netinu:

,,Ég hreinlega skammast mín fyrir forsætisráðherra Íslands og veit að ég er ekki ein um að telja dagana uns þetta fólk hverfur frá völdum. En hann laug sig til valda og mun reyna að gera slíkt hið sama að nýju". 

Lúmskur er Sigmundut, laug sig til valda,

ljúga mun sig reyna, þangað aftur á ný.

Birgitta lætur honum þessa kveðju kalda,

kannski bara hlær hann, gæti trúað því.

- Það er sagt að forstokkaður sé fjandinn

og fari á kostum þegar leggur gandinn.


Úr kvöldfréttunum 18.2.16

Nú vill Katrín Júl. af þingi þoka,

þjóðar er hennar störf að meta.

Ei vil ég fyrir því augum loka

að eigi til góðs var hennar seta.

Flokksstefnan er held sem hrip,

- rottur flýja sökkvandi skip.


Í langvarandi fjársvelti 16.2.16

Heilbrigðiskerfið má oft hefna sín að trassa,

hækjuliðið af óvirðingu berar oss rassgatið.

Fjögra álmu gaffla vil ég reka í þeirra rassa

og reyna þeirra að lífga hugrænt ástandið.


Ellin 15.2.16

Ellin vinnur á helstu harðjöxlum,

hertu þig og lát ei gleði spilla.

Þér er best að yppta bara öxlum,

- það fer ekki verra en illa.


Völd forseta Íslands 14.2.16

Þeim er eðlilega illa við það þingmönnunum okkar þegar þeir eru að setja lög til að níða niður réttindi fólksins að gripið sé inn í með því að vísa því til fullnustu þjóðarinnar hvort hún sé með því eða á móti.

Það er ekki gott að vita hverslags frambjóðandi til nýs forseta verður ofan á að kosningum loknum. Ég segi fyrir mitt leiti að ég tel þar fyrst og fremst að þjóðina vanti mann sem staðið getur í fæturnar varðandi þetta ef um vafaatriði er að ræða.

Ég tel Ólaf forseta hafa klúðrað illa góðum málstað með því að vísa ekki samþykkt síðustu fjárlaga til þjóðarinnar svo sem ég tel heilbrygðiskerfið hafa verið þar illa leikið og svívirðilega brotin lög á öryrkjum og gamalmennum. Mér finnst það ótrúleg niðurlæging forsetans eftir mögnuð inngrip hans í þjóðmál að ljúka ferli sínum með svo aumkunnarverðum ræfildómi. 

Það versta er það sem oft hefur sýnt sig að þjóðin er yfirkeitt nautheimsk þegar kemur til kosninga trúnarmanna samfélags. - Við eigum einn afburðamann sem hefur verið orðaður við embættið það er Sturla Jónsson. Ég vildi svo sannarlega menn hefðu vit til að kjósa hann því okkur vantar núna svo tilfinnanlega hans líka til að standa vörð um líf okkar gagnvart sviksömum og spilltum ríkisstjórnum.

Sturlu Jónsson sterkan kenn

sem styttur mikilmenna

en þjóðin kann ei meta menn

og má á ræflum kenna.

Oft ég horfi öðrum hjá

er lítið skal til varða.

Skemmtilegra er suma að sjá

en aðra.


,,Fokkit" ójafnaðarmenn 12.2.16

Ef þú Fjórflokkinn aftur kýst

eyðir hann fljótt þitt bú.

Yndi og farsæld ei af hlýst

ómenni á trúir þú!

 

Ef þú kýst hann enn á ný

ásækir hann þinn rann.

Fjórflokkurinn er fjárglæfraþý

sem féflettir almúgann!


Hún er erfið íslenskan 10.2.16

Illa var talandi útlendingur

en eigi þó daufur í tíðinni:

- Ég þoli ekki þessi íslendingor,

þeir rúnkar mig svo í ríminni!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband