Hinumegin læks 9.2.16

Oft má telja hæpið hlaupa langt yfir skammt

og að hinumegin læks sé ennþá meira grænt.

En því skyldi mönnum það vera svo tammt?

Það er svo tíðum vonunum hérna megin rænt.


Umferðarlög lífsgötunnar 9.1.16

Þeir sem brjóta af sér í umferð lífsgötunnar eru sektaðir fyrir hvað sem er til hlutaðeigandi aðila eða ríkissjóðs og dæmdir til fangelsis eftir því hvað brotin eru metin alvarleg af stjórnvöldum.

Það eru sagðar undantekningar á öllum hlutum. Mér virðist þar ein vera sú að hafi menn sölsað undir sig ógrynni fjár og svikið þjóðina ógurlega af ómældu fé þá orða dómsvöld ekki einu sinni að ná af þeim svo sem einhverju lítilræði til baka, hvorki fyrir ríkissjóð hvað þá einstaklingana sem fyrir því hafa orðið.

Eftir því sem ég hef fylgst með saksókn og dómum bankastarfsmanna að undanförnu veit ég ekki annað en þetta sé rétt hjá mér og minnist ég þess ekki að hafa heyrt um þetta bofs eð séð á það minnst í opinberri umræðu. 

Á sama tíma og þetta hefur verið í gangi er verið að taka allar eigurnar af öðrum fyrir þá einu sök að hafa orðið fyrir barðinu á þessum aðilum og hinum síbrjáluðu stjórnvöldum sem hafa stjórnað alltof lengi í landinu eins og einskis nema þeirra og vina þeirra sé morgundagurinn. Kjósið ekki Fjórflokkinn!


Stórfjölskyldan 7.2.16

Fólkið mitt allt fór til Tyrklands í haust. Dvöldu sumir þar í viku en aðrir í tvær. Ég treysti mér ekki með en legg þeim mitt lið með því að yrkja lítið ljóð um hópmyndina sem tekin var og það má nú segja að það er glæsilegur hópur:

Er lít ég ferðaliðið og glugga á báða bóga

bærilega sýnist mér að fjölskyldan sé góð.

- Mikið er þeim gefið sem gleði eiga nóga

og gnægðir hafa visku til að leggja í sjóð.


Ábyrgð gagnvart hverjum? - Haffi sendi mér línur 1.2.16

Allir sem eru með milljon/milljonir i laun á mánuði fela sig alltaf á bakvið að þeir beri svo mikla ábyrgð. Væri þá ekki rétt að stjórn Landsbankanns segði af sér, þar sem þeir seldu og gáfu frá sér verðmæti uppá marga milljarða vegna mistaka eða mútugreiðslna.

Þeim milljörðum sem komið var þarna undan til vina og vandamanna hefðu verið betur settir í velferðakerfi okkar þar sem það er að þolmörkum komið...

Gefðu höfðingjunum 30.1.16

,,Fátæklingarnir eiga að gefa 
höfðingjunum
litlar gjafir til að gleðja þá“,
sagði hann faðir minn heitinn.
Hann sagði líka:
,,Þið munið eiga oft eftir 
að vitna í mig
þegar ég er dauður“ 
og það hefur reynst svo vera.
Er ég bar vini mínum smágjöf
og vitnaði í þetta mælti hann:
,,Á þá að gefa fátæklingunum
stóru gjafirnar“?
Ég svaraði sem beint við lá,
- hverjum má
ekki sama um þá?

Öryrkjar njóta ei lengur persónuverndar né friðhelgi einkalífs

Ný lög voru samþykkt á alþingi þann 4. febrúar 2014 sem verða til þess að allir öryrkjar skráðir með íslenskan ríkisborgararétt njóta ekki lengur þeirrar persónuverndar eða friðhelgi einkalífsins sem aðrir þegnar landsins.

Lögin ganga út á það að Tryggingastofnun Ríkisins getur núna krafist þess að fá allar upplýsingar um einstaklinga sem eru skráðir öryrkjar hvar sem þær finnast í kerfinu og þar með má telja einkatrúnaðarskjöl úr læknaskýrslum. Þetta minnir mig óþyrmilega á helferð nasista á hendur gyðingum.

Helgi Hrafn setti myndband á youtube í dag þar sem hann útskýrir sína hlið á því hvers vegna píratar samþykktu þessi lög en satt best að segja gef ég ekki skít fyrir þær útskýringar, ef útskýringar skyldi kalla, því þetta heitir að reyna að réttlæta vondan málstað.  Það gera þeir sem vita upp á sig sökina og skömmina ef þeir þegja það ekki bara af sér.

Í athugasemd í bloggi segir m.a.,,takk fyrir Birgitta, Helgi Hrafn og Jón Þór. Ykkar tími kom og fór eins og hver önnur tívolíbomba“. 

Það má með mörgum orðum afsaka sig

og allir þurfa hægja sér sem gengur

en þurftu greyin endilega að gera á mig,

- gátu þeir ekki haldið í sér lengur?


Mikill vill meira,

menn eru sífellt óánægðir

og hvar er sanna hamingju að finna?

Margt er öðruvísi en ætti að vera

og ei má hönd á festa

en kemst þó ýmis á því langt

að sig bera hið besta.

Hamingjan er trúlega þig ei utan við,

ættir að leita hennar í sjálfum þér.


Hver er þín fyrirmynd? Haffi skrifaði mér 27.1.16

Börn líta á foreldra og fullorðna sér til fyrirmyndar. En við fullorðna fólkið lítum á stjórnmálamenn, forseta og afreksmenn okkur til fyrirmynda. En er þessi fyrirmynd okkar þjóðar ekki til háborinnar skammar? Þar sem spilling í stjórnmálum er með eindæmum rosaleg!
 
Ég held miðað við söluna á Borgun ætti að fresta öllum sölum á bönkum og öðru sem teljast mjólkur kýr ríkisins, þangað til þetta spillingarmál er komið uppá borðið og þeir sem þar komu að málum komnir bak við lás og slá (eða í það minnsta látnir taka pokana sína). Svo ætti ríkið náttúrulega ekki að selja sínar mjólkur kýr, hvernig á að reka velferðarkerfið ef engar eru tekjurnar?

Kreistir þarmar 25.1.16

Vinstri stjórnin á flótta fór,

fengum aftur hægri garma.

Í anda beggja er einum kór

á oss kreista sína þarma.

 

Það er skammt að vitna til

hversu vinstri stjórnin hékk

hvernig sem hún hagaði sér.

 

Það hefur reynst auðveldara

að kjósa yfir sig óþokkadót

en að losna við það aftur.

 

Ég segi því kjósið ekki aftur

þá er svikið hafa einu sinni,

hvað þá oft eins og síðast.

 

Það eru nógir aðrir er vilja

kannski í alvöru bæta kjör

almennings sem nú er ekki.

 

Ég tel megin mun á að þola

öðrum en alltaf þeim sömu,

sömu svíðingshætti ef eru.


Eftirþankar Vigdísar 24.1.16

„Við get­um ekki horft upp á það að ein­hverj­ir eigi vart til hnífs og skeiðar árið 2016,“ seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is. Hún kveðst hafa tekið mál­efni eldri borg­ara og ör­yrkja upp á þing­flokks­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins á mánu­dag­inn var.

Fjárlögin Vigdísar eru enn ung,

óþokkabrögðunum hafði þar beitt!

Svo geriðst tævan þykkjuþung:

- Ó, Gud sorry, mér þykir það leitt!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband