24.1.2016 | 12:26
Fjórflokkurinn allur hefur brugðist okkur 24.1.16
Hann er þarna í umboði þjóðarinnar en vinnur ekki fyrir hana nema þá bara hluta af henni og maður getur lítið gert meðan fólkið kýs hann aftur og aftur:
Bófar landsins best sín tíðast mega,
brögðin þeirra mörgum loka sundum.
Í bönkum heimsins hrúgur seðla eiga,
heiðarleiki borgar sig aðeins stundum.
Bloggar | Breytt 26.1.2016 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2016 | 22:02
Íhaldslið í Reykjavík virðist merkilega gegnsósað fyrirlitningu á aðstoð við bágstadda
Ég sá skrif á Fésbók hjá hámenntuðum lögmanni um vangaveltur út af því hvort ekki þyrfti nú að gæta varúðar og haft gætu slæmar afleiðingar að styðja undirskriftarlista Kára og kommentaði auðvitað á minn algenga hátt:
Undirskriftasöfnun Kára 22.1.16
Ég held þú fattir ekki fídusinn
vinan mín góða,
fjárlög hér til líknarmála
að mestu eru sem grín.
Þetta er um forgangsröðun
en fjærri því um róða
og fjarstæðuna að kjósa aftur
þessi regin svín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2016 | 21:54
Tvær þjóðir í landi - Haffi sendir línur 22.1.16
Tvær þjóðir búa í þessu landi, þeir sem eiga allt og þeir sem fá laun undir lágmarksviðmiðunum velferðaráðuneytisins.
Jà nù à að hækka þingmannslaun úr kr:712,000 í kr:990,000 eins og Danir fá. Og einnig borgar ríkið fullt af listamönnum burt séð frá því hvort þeir eru með aðrar tekjur eður ey kr:350,000 á mánuði.
Þingmenn hugsa bara um sjálfa sig en ekki fólkið í landinu sem þeir eiga að vinna fyrir.
Lágmarksverkamannalaun í Danmörku eru kr:400,000 pr mánuði og gæti ríkið komið til móts við atvinnurekendur og hækkað persónuafsláttinn í kr:400,000 á mánuði svo þeir sem hafa möguleika að vinna meira en eina vinnu geti þá allavega haft lágmarksviðmið í vasann. Og svo ætti að segja upp fyrr samþykktum samningum sem gerðir voru til 2017 að þá verði lágmarkslaun aðeins komin í kr:300,000. Semja ætti uppá nýtt og fá þessi laun strax og afturvirkt eins og allar aðrar stéttir í landinu hafa fengið. Þar getur ríkið komið inni og hjálpað atvinnurekendum við lausn málsins. Og hætt tímabundið við að lækka tryggingagjaldið hjá fyrirtækjunum sem munar fyrirtækin litlu en ríkinu milljörðum.
Ætlar verkafólk þessa lands að enda sem aumingjar eða standa upp og fara fram á laun sem standast lágmarksviðmið sjálfs velferðaráðuneytisins sem er ríkið sjálft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2016 | 23:26
Everest mynd Baltasars Kormáks 16.1.16
Nýlega sá ég myndina. Aðal fararstjórinn var búinn að koma 19 mönnum heilu og höldnu á toppinn og til baka er farið var í þá ferð er myndin segir frá og fékk sorglegan endi. Leikstjórinn hefur hlotið mikið lof fyrir verkið en hann skrifaði ekki handritið.
Þau héldu af stað í langri lest
og ljóst þurftu á öllu að taka.
Það er sitthvað að ná upp á Everest
en aftur að komast til baka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2016 | 15:36
Skrif um andlegt ofbeldi16.1.16
,,Það vakti talsverða athygli þegar Sigga hóf að skrifa opinskátt, en undir dulnefni, um eigin bresti sem gerandi andlegs ofbeldis í síðasta mánuði.
Sakleysisleg ágreiningsefni á borð við hvernig eigi að ganga frá þvottaburstanum geta orðið til þess að Sigga missir stjórn á skapi sínu. Hún hækkar róminn, notar niðrandi orð um maka sinn og kallar hann öllum illum nöfnum fyrir það eitt að gera eitthvað með öðrum hætti en hún hefði sjálf gert það. Allt þarf að vera eftir hennar höfði.
það er margt sem á sér stað
lnnanvert við þilið
en berja undir beltisstað
betra á margur skilið.
Bloggar | Breytt 18.1.2016 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2016 | 02:12
Svikin loforð - Haffi sendi mér línur 15.1.16
Það sem er meira virði en launahækkun er burt með verðtrygginguna og lækkun stýrivaxta af neytendalánum niður i það sem gerist í nágrannalöndum okkar ,,þetta lofaði sitjandi ríkistjórn að gera á þessu kjörtímabili" en ekkert hefur gerst.
Óverðtryggt kr:16millj kr lán til 20ára á Íslandi kr:190,000 pr mán eins og vextir eru hér í dag.
En samskonar lán tekið á hinum Norðurlöndunum kr:85,000 pr mán
Þarna munar ekki nema kr:105,000 pr mán hvað ódýrara er að kaupa íbúð með kr:16millj kr láni erlendis. Og ekki má nú gleyma því að lágmarkslaun þar eru ekki undir kr:400,000 pr mánuði.
Árið 2017 eiga lágmarkslaun á Íslandi að verða kr:300,000. Á mánuði eða helmingi lægri en kostar að lifa samkvæmt neysluviðmiði velferðaráðuneytisins með húsnæðiskostnaði inni í viðmiðinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2016 | 12:58
Spekingurinn 14.1.16
Spekingur mælti
og dró ögn við seim
að þessum ráðum sætir
þætti mér ei miður:
,,Vertu góður við þá
sem þú mætir
á leið þinni upp,
því þu gætir
líka mætt þeim
á leið þinni niður!
Bloggar | Breytt 24.1.2016 kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2016 | 09:21
Poppólismi 10.1.16
,,Sitthverjum augum lítur hver silfrið, segir gamalt máltæki. ,,Lögreglustjóri í Reykjavík sakar pírata um poppúlisma og fer hörðum orðum um fjölmiðlamenn, hljóðar til fyrirsagna á fréttamiðli núna. - Hvað skyldi nú þessi poppúlismi vera sem hann sakar þá um, spyr ég fávís maðurinn? Mér skilst það muni vera að draga fram það sem fólk vill heyra og sjá. Ég vil aðeins draga hér fram hvernig þessi umræddi poppúlismi lögreglustjórans kemur út fyrir mér sem almúgamanni:
Já, það eru margir hræddir við pírata og fjölmiðlamenn sem hverja aðra er reyna að vera sæmilega heiðaðarlegir og standa sig í störfum sínum. Það er ekki von að lögreglumenn langi í eftirlitstofnun til höfuðs mútum og hverkyns spillingar, sem ég tel að hljóti að þrífast á Íslandi í meira eða minna mæli sem allstaðar annarsstaðar í heiminum. Píratar hafa víst lagt til að svo yrði gert og fjölmiðlamenn reynt að grenslast fyrir og upplýsa þjóðina um þær væringar og fangelsanir í liði lögreglumanna sem verið hafa í gangi að undanförnu.
Lýðhylli er ei allra manna,
undrar hvern er veldur hörmum.
Poppúlismi píratanna
plága að þykir mörgum görmum.
Mér finnst í öðru lagi að hver maður ætti að geta séð að lögreglan geti ekki með góðu móti rannsakað sjálfa sig. Ég held að tíðasta reynslan af spillingum sé sú að oftar en ekki nái hún alla leiðina upp á topp hvar sem hún hrærist.
Bloggar | Breytt 11.1.2016 kl. 04:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2016 | 03:08
Á ólgulífsinsbraut
Bloggar | Breytt 6.1.2016 kl. 03:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2016 | 17:58
Haffi sendi nokkrar línur og nýársóskir 4.1.16
Jæja nú eru allar stèttir landsins komnar með laun sambærileg til hinna Norðurlandanna nema láglaunastèttin, aldraðir og öryrkjar sem sitja eftir með laun langt undir fátæktarmörkum. Ef allt þetta fólk fer á kjörstað næst er kosið er og kýs bara eitthvað annað en sitjandi ,,loforða ríkistjórn" sem lofar og svíkur allt nema að standa með þeim sem hafa það gott fyrir,gætum við kannski náð fram breytingum í íslensku velferðarkerfi sem tekið yrði eftir. Ekkert mun breytast ef fólk ætlar að sitja heima og hugsa öðrum þegjandi þörfina...
- Ég vil nú eins og í síðasta bloggi hjá Haffa bæta hér við frá egin brjósti að ekki má heldur endurtaka sig sama sagan um að veðja á vinstri græna og samfylkinguna í trú um að þeir reynist fátæklingum í landinu eitthvað betur.
Þeirra var fyrsta verk í vinstri stjórninni að skerða þá all hroðalega þótt svo þeir hefðu ekki neitt nærri því fyrir nauðþurftum og sjá til þess að þeir fengu það aldrei aftur þótt svo allir ríkir fengju það er urðu fyrir skerðinum síðar Einar
Bloggar | Breytt 5.1.2016 kl. 04:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar