Það heyrist hvergi talað um að þingmenn séu misnotaðir

Ég hef orðið fyrir sárum vonbrigðum með framsóknarfulltrúann er farið hefur fyrir fjárlaganefnd Alþingis að undanförnu. Það er kannski aðallega fyrir það að mér fannst hún fara óvenju mannlega af stað í upphafi á þingi og átti ég öðru og meiru af henni að vænta en raun hefur orðið á. Næstsíðusu fiárlaga er hún stóð fyrir minntist ég á þennan hátt og vart á ég betri orð um þau síðari:

Formaður fjárlaganefndar 9.12.14  

Ef ég ætti mér bæn að bera fyrir Drottinn,

bæði ég innilega Vigdís mín að þú dyttir í lukkupottinn

að fá að lifa á ölmusum og örorkulaunum,

– ekkert henti þingmann betra en lenda í þeim raunum.

Það er talið líkast því að öðlaðist heiminn hálfan

en hver skilur dýrðina fyrr en káfar uppá hann sjálfan?


Í morgunspjalli á Bylgjunni 4.1.16

Vilhjálmur verkalýðsfulltrúi á Akranesi var í spjalli um launamálin í morgun og kom þar vel fram að óhugnanlegt er ástandið sem ei fæst við ráðið.

Vilhjálmur Birgisson 

Hann Vilhjálmur Birgisson vinnur okkur í dag

að verkalýðsmálum og svíkst ei undan merkjum.

Þar hefur mörgum svikara verið smátt um hag

og soltinn verkalýðurinn komist af með herkjum.


Ólafur forseti lét fátækum eftir göróttan drykk, seyðið af eymd sinni árið 2016

Ekki treysti Ólafur forseti sér að koma til hjálpar fátækum í landinu frekar en aðrir sem þar réðu ferðinni er síðustu fjárlög voru samþykkt frá Alþingi nú rétt fyrir áramótin.

Þó svo hann hefði kjark og dug til að gagnrýna stjórnvöld í ræðum sínum fyrir halda uppi fátækt, náði manndómur hans ekki svo langt að hann gripi þar inn í verklega sem hefði þó verið honum í lófa lagið allavega núna, að neita að undirskrifa fjárlögin og vísa átökunum um hið hroðalega misrétti til lífsafkomu og brota stjórnvalda á landslögum varðandi launaviðmið á vit þjóðarinnar.

Íslands forsetinn fimmti 1996 - 2016

Ólafur Ragnar Grímsson er forsetinn fimmti,

fimmta kjörtímabilinu sinnir hann nú létt.

Hann er doktor í stjórnmálafræði og sá eini

af þeim er virt hefur þjóðarmálskotsrétt.

 

Ég ætla ekki tjá mig um þann ræfildóminn,

aldrei hér fyrri því gert væri skil

en það væri ekki í gangi hér allur ósóminn,

ýmis ræfillinn hefði ei verið til.


Ég endurblogga af fátækraumræðunni sem er í gangi 25.12.15

Bergur Ísleifsson · Skoðari at Ut vil ek
Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks höfðu það í hendi sér fyrir jólin að gera líf öryrkja og aldraðra sem glíma við sára og þunga fátækt örlítið léttara með því að segja "já" við tillögu um sömu afturvirku hækkunina og þeir sjálfir fengu. En þeir sögðu "nei" við þessari sjálfsögðu aðgerð þessir pótintátar hinna ríku í þjóðfélaginu... og sýndu þar með enn og aftur að þeim er alveg sama um þá landsmenn sem minna mega sín. Gleymum þessu ekki. Hér er listi yfir þessa ömurlegu "þingmenn" sem stóðu ekki með þeim sem þörfnuðust þess mest. Tryggjum að þetta fólk fái aldrei aftur kosningu til Alþingis.

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Friðriksson
Bjarni Benediktsson
Brynjar Níelsson
Einar K. Guðfinnsson
Elín Hirst
Elsa Lára Arnardóttir
Fanný Gunnarsdóttir
Frosti Sigurjónsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Haraldur Benediktsson
Haraldur Einarsson
Jóhanna María Sigmundsdóttir
Karl Garðarsson
Líneik Anna Sævarsdóttir
Óli Björn Kárason
Páll Jóhann Pálsson
Sigríður Á. Andersen
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Páll Jónsson
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Bjarnason
Willum Þór Þórsson
Þorsteinn Sæmundsson

Ég orti ljóðaummæli við færsluna Einar:

 

Ætli sé ei dásamlegt að vera til

og auði að sér mega róta,

aumingjum bágyndi að gera skil

og eðlis síns fá að njóta?

 

Ýmsir eru svo í soranum seigir

að við svívirður gera sér dælla.

Það mun með réttu er sagan segir

að hvað sér sér vesælla!

 

Það mun fjölda manna þykja sem grín

þótt þrautkvaldra hlægi ei kjaftur,

kauðar sem að ei kunni skammast sín

kosnir séu til Alþingis aftur.

 

En detta helst af Alþingi

þeir sem dröslast ei með

ærulausum örvitalingi

sem fullur ótrúnaðar æsir sitt geð

og uppfærir vanmetagemlingi.


Sólstöður 22.12.15

Nú eru jafndægur og næstum komin jól

nú fer sólin lengja göngu sína.

Í júní ber að sama og bregða tekur sól

og blessuð hlýjan fer þá aftur dvína.


Opið bréf til forsætisráðherra 18.12.15

Góðan daginn Sigmundur,

þú ætlar að reynast mér öldruðum öryrkja lítið eða ekkert betur en vinstri stjórnin er lét sitt fyrsta verk,á stjórnarsetrinu vera að skerða launin mín og greiddi það ekki til baka þó öllum hálaunamönnum væri svo gert.

Það hefur þú og þin ríkisstjórn ekki heldur gert og samkvæmt nýjustu upplýsingum í sjónvarpi nemur það nú 60 þúsundum sem vantar þar á kaup mitt mánaðarlega.

Nú er ég níddur eina ferðina enn með að fá ekki launahækkanir til samræmis við aðra launahópa í landinu, þrátt fyrir að lög mæli fyrir að svo sé gert og ég bara spyr: er ekki komið nóg af svona stjórnarháttum og er ekki komið nóg af þér í forustu slíkra mála?

Ég kveð þig og ákalla almættið um að láta því linna að sami maður geti nítt mig svo lengi og fjölda annarra sem raun ber vitni án þess að nokkur fái tekið í taumana, hvað sem fyrri brotamenn einhverju skárri þær stundir, sem þeir hafa ekki völdin sjálfir, reynt hafa að fá bætt úr ástandi nauðans hjá fátækum í landinu:

Ég ákalla almættið 18.12.15
Sitthvað hafa menn fram að færa,
fróðleikinn misjafnt að ber.
Fjórflokkurinn er fjandans óværa
er fæst illa losuð af sér.
 
Vel fór af stað og virti menn snauða,
vann þá að réttlæti ei til að halla.
Má hann nú fátæka merja til nauða,
megi almættið feigð honum kalla.
 
Af öllum sögum eitt má þar læra
að afskiptin kalla að hér.
Fjórflokkurinn er fjandans óværa
er fá vil ég drepna af mér.
 
Megi forsjónin best okkur bera
þá betri kunna stjórnarsið
og hausa þeim hraðast af skera,
heitum sínum brega oss við.
Einar Sigfússon.

Meistari Haffi sendi mér línur um launamálin 16.12.15

Ætlar almenningur þessa lands að láta bjóða sér kr:300,000.- lágmarkslaun og það eftir 2ár? Eða árið 2017 Á meðan læknar, alþingismenn og fleiri stéttir í þessu landi eru komnar með kr:1400,000 lágmarkslaun og það afturvirkt.
Hvaða aumingjaskapur er þetta? Þessi laun eru langt undir lágmarksviðmiðun velferðaráðuneytisins, en pössuðu við það herrans ár 2006. Þegar leigja mátti 80-150fm íbúð á undir kr:100,000 á mánuði. Núna er varla hægt að fá nema 30fm eða herbergi fyrir þessa upphæð.


Loftlagsráðstefnan 12.12.15

Loftlagsráðstefnu er lokið,

lyft er Grettistaki,

– sögulegir samningar,

sagðir vera að baki.

Það á að verja hitahækkun

hart að tveimur gráðum

á þessari öldinni

einhverjum með ráðum.

Mér varð það eftir á hyggja,

á stóriðjan málið að tryggja?


Meistari Haffi sendi mér póst um launamálin 11.12.15

Nú er lag fyrir öryrkja & ellilýfeirisþega að standa saman þegar kemur að næstu kostningum og drífa sig á kjörstað, sitja ekki heima það skilar engu, og kjósa allt annað en sitjandi ríkistjórn ef þeir ætla ekki að samþyggja launahækkun að làgmarkslaunum almennings og það afturvirkt. Elli og örorkuþegar geta ekki farið i verkfall, en geta sýnt í verki þegar kemur að kostningum hver ræður, en þá verða líka allir að standa saman og kjósa. Ekkert gerist ef fólk situr heima og hugsar öðrum þegjandi þörfina. Koma svo!

Það kalllast brot á stjórnarskrá ef einhverjir hópar fólks fá laun undir lágmarksviðmiðun.
 

Dæmigert neysluviðmið velferðaráðuneytisins frá árinu 2006.

Dæmigert viðmið fyrir útgjöld einstaklings sem býr á höfuðborgarsvæðinu í eigin húsnæði er 291.932 kr. Dæmigert viðmið fyrir útgjöld hjóna með tvö börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu í eigin húsnæði er 617.610 kr. Þá er gert ráð fyrir að annað barnið sé á leikskóla en hitt í grunnskóla þar sem keyptar séu skólamáltíðir og frístundavistun.

p.s. Þetta neysluviðmið var gefið út árið 2006 og eftir það er íslenska krónan búin að falla um 50% og vöruverð einnig hækkað um allt að 30% til viðbótar. þannig að núna þarf sama neysluviðmið að vera kr:583.864.- & þá er ekki gert ráð fyrir 30% vöruverðshækkununum. En þá þirfti þessi upphæð að vera kr:758.160

Sem er ekkert annað en rétt lágmarkslaun ef við ætlum að bera okkur saman við hin Norðurlöndin, eða það gerðu læknar og alþingismenn þegar þeir fengu sínar launahækkanir síðast og það meira að segja afturvirkt.

Vöruverð hér er c.a. 30% hærra en á hinum Norðurlöndunum, svo ekki sé nú minnst á vextina sem eru hér um og yfir 10% en á hinum Norðurlöndunum þetta frá 1-4%

Almenningur gæti sætt sig við kr:300,000 á mánuði hér ef vextir væru undir 5% og vörur og þjónusta væri 30% ódýrari. & Þá þirftu skattleysismörkin að vera kr:300-350.000

Lítið dæmi: 

16 millj kr óverðtryggt húsnæðislán til                        20ára á Íslandi kr:190,000 pr mán

16 millj kr ,,engin verðtrygging þar" húsnæðislán til 20ára í Danmörku kr:85,000 pr mán

Þetta dæmi sýnir skýrt hvað miklu mundi breyta fyrir venjulegan launþega að geta auðveldlega fengið greiðslumat til kaupa á fasteign að upphæð 20-25millj

En eins og staðan er í dag er nánast engin möguleiki fyrir venjulegan launþega að fá greiðslumat til kaupa á fasteign, allt vegna vaxta okurs.

- Ég vil bæta hér við bréfið orðum frá sjálfum mér að ég tel að vinstri flokkarnir sem verið hafa í stjórn séu búnir að sýna okkur það og sanna að þeir eru síst skárri ef ekki verri þeim hægri er kemur til kastanna að bæta velferð láglaunamanna og þess fólks er illa er statt í þjóðfélaginu, svo ekki má heldur kjósa þá.  

Þá má minnast þess til sönnunar því að þeirra fysta verk var það að skerða laun aldraðra og öryrkja og það síðasta að sjá svo um að þeir fengu það ekki borgað til baka sem allir aðrir hlutu þó er fengu skerðingar á sig.  

Hægri menn hafa svo haldið sig við sama háttarlagið og taka engu tali um neitt annað þótt vinstri flokkarnir láti nú svo sem þeir vilji annað þegar þeir ráða engu um það, kv. Einar 


Þar stjórna Jón Björn og Jens Garðar fyrir ,,frammara og sjalla" 5.12.15

Ég frétti að öryrkjar fengu styrki til tölvukaupa í Reykjavík og ég sótti því um það sama til Fjarðabyggðar en fékk neitun og útskýringar á þann máta eftir því sem mér skilst að til að hljóta hann þurfi menn að vera svo lélegir að þeir geti vart notað tölvu með nokkru móti. Út af því urðu mér orð á munni:

 

Í Fjarðabyggð 15.11.15

Í Fjarðabyggð ég trúi að flest

fáist sömu bók á lærst. 

Að ástandi því mér ekki gest

illmenni fái í stjórnum bærst.

 

Til stjórnarstarfa höfum við

margan fengið fant,

félagshjálp er ekki af að státa.

Í Fjarðabyggð er flestu því vant,

föðurlegan á máta.

 

Skamma ber skauðana seka

er skemma okkar kjörin til lífs.

- Illt skyldi illu út með reka

og ósjaldan draga til hnífs.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband