5.12.2015 | 03:41
Breyskur maður 8.11.15
Eitthvað gott hjá öllum blundar,
æru sína hollt mun brýna.
Nú skaltu teygja þig til fundar
og tala við samviskuna þína.
Í okkar þjóðlífi valsa kann vítt
villtur og grimmlyndur perri.
Ég er breyskur maður og bætir mér lítt
þótt bófinn hver margur sé verri.
Syndajátning 25.10.15
-Ég játa fyrir þér
að ég hef margsinnis syndgað
í hugsunum, orðum og gerðum,
sagði sérann
í útvarpsmessu dagsins í dag.
Það er í meira lagi óvenjulegt
að embættismaður beri að sér
ófarnaðarorð.
Til dæmis hefur þar enginn enn
á sig sakir játað
af sukkfarnaði hrunsins.
Löglegt er siðlaust 30.10.15
Ýmsir um fara í óða og spretti
og ekki skeyta neinu um aðra.
Framúrakstur af vegi Flosa setti,
fantur drap hann eins og naðra.
Ef við lifum slíkar aðfarir af
erum við heppnir!
Það er ekki sama
hvernig menn eru drepnir!
Úr fréttum st.2, 13.11.15
Fötluðum einstaklingi
færa má helst vers
og vænta að lífið foreldranna
fái að bíða hvers?
Það má drepa börn í móðurlífi
en ekki utan þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2015 | 13:15
Hinn eilífi flótti 22.10.15
Vinstri stjórnin vitinu fjær
virti ei kosningarloforð dýr.
Saumar nú hetjuhópurinn ær
þeirri hægri að er sama flýr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2015 | 18:34
Haffi sendi mér línur 19.10.15 - Er verðtrygging hagfræði andskotans?
Fræðilega séð eru peningar það sem á ensku kallast FREE GOOD.
Með öðrum orðum, framboð peninga er fræðilega ótakmarkað - sbr. framboð peninga í íslenzka bankakerfinu árin fyrir hrun og óhamda peningaprentun seðlabanka Bandaríkjanna og Evrópu síðustu árin.
Sólskin er FREE GOOD en eitt sinn var sagt um kertagerðarmenn í Frakklandi að þeir hafi farið í kröfugöngu og heimtað að öllum yrði gert skylt að setja svört tjöld fyrir glugga í húsum sínum til að verja þá fyrir ósanngjarnri samkeppni sólarljóss.
Verðtrygging peningalána sem fjármálakerfi heims býr til úr ENGU byggir á sömu hagfræði andskotans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2015 | 07:09
Til happa og glappa 13.10.15
Margur undan á flótta fer
til falls má leiða bransinn
en líf þig oft til lukku ber
látirðu vaða í svansinn.
Fjórflokkurinn 14.10.15
Það var ei fátt sem Fjandann dró
að fjarvirðast við bágan snauðan.
Af Fjórflokknum hef ég fengið nóg
og fyrir löngu viljað hann dauðann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2015 | 06:13
Ofbeldi
Ofbeldið ber vald í hverja hræringu
helst við ráð er mótlæti ei spara.
Auðveldast að kæfa það í fæðingu,
- því annars magnast það bara.
Ekki örvænta vinur minn
að maka sig er líkt og að fara í strætó
sem og máltækið segir og sannar:
- Missirðu af einum þá kemur annar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2015 | 14:45
Dópara- og hvítflibbarefsingar 11.10.15
Í sjónvarpinu í gærkvöldi var kona frá Portúgal að segja frá aðferðum þeirra gagnvart dópistum sem gefið hefðu miklu betri reynslu en fyrri aðgerðir gegn þeim. Þær beinast að því að þar sé um sjúkt fólks að ræða sem þurfi hjálpar við en ekki harðar og niðurlægjandi refsingar. Þar er nýlegasta dæmið hér á landi 11 ára fangelsisdómur konu sem gerðist burðardýr á 20 kílóum af hörðu efni muni ég rétt.
Til samanburðar mati stjórnvalda til refsinga skaðvalda þjóðfélagsins hér eru svo á sama tíma tuga og eða hundraða milljarða fjármálasvikarar og svindlarar á almenningi í trúnaðarsýslu bankanna með fárra mánaða eða ára fangelsisdóma.
Ég vil skipta á dómalengd fátæku konunnar og þriggja og hálfs árs dómi Sigurjón Árnasonar bankastjóra og trúnaðarfulltrúa við þjóðfélagið. Það hefur goldið mikið afhroð af sviksemi hans, og auðvitað ásamt fleiri hans líkum í fjölda tilfella og kostað mikinn tíma og almannafé að koma til dóms og teldi ég það mikið sanngjarnara en að níðast svo hrapalega á fátækri konu að reyna að bjarga sér trúlegast frá sárri neyð og örbyrgð.
Bloggar | Breytt 12.10.2015 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2015 | 08:49
Dansgleðin 11.10.15
Dansgleðin býr innra með öllum
og til gleði flestir leita.
Gakk í fjör með góðum snjöllum,
góði láttu það eitthvað heita!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2015 | 09:45
Samvisku mega sumir ei hafa 9.10.15
Það hefur komið í ljós í umræðunni að prestar á Íslandi mega ekki samvisku hafa og einnig hef ég það frá fyrstu hendi Ólafs f.v. landslæknis að hann sagði þeim sem mótmæltu og reyndu að skjóta sér undan fóstureyðingum og bligðunarlausum geldingum giftra kvenna í skjóli leyndar og án vitundar og vilja eigmanna þeirra að þá skyldu þeir bara leita sér að annari vinnu:
Embættismanni alveg er það bannað,
- ýmsir þess vegna drepnir eru bara.
Allir skulu eftir lögum fara,
eiða dýra þótt að sverji um annað.
Af speki Svarra 10.10.15
Sumt við ættum ekki
í reiði að gera,
- ger því með góðu
eða láttu vera!
Bloggar | Breytt 11.10.2015 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2015 | 13:46
Draumadísin 9.10.15
Þó svo margan meyna dreymi
mun hún vera sjaldgæft þing:
- Hún er eins og hjól á teini,
hringsnúandi manninn kring.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2015 | 13:51
Kosningarloforðin 5.6.13
Minnið þver þá gleypir hver
þrjótur er oss eiða sver,
Alþingisher til eymsla mer
auma hér til nautna sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar