3.10.2015 | 09:40
Verðbólga 3.10.15
Ríkra eru oft ráðin hál
og ránshönd þeirra sterk:
- Verðbólga er ekki náttúrulögmál,
hún er mannanna verk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2015 | 21:59
Hlutskiptin 1.10.15
Í veröld syngja ýmsir
söngva hárri raust
en sýta munu fleiri
hlutskiptin og vola.
Það er eins og sumir
fái allt uppí hendur
fyrirhafnarlaust
en aðrir megi gæfu-
olnbogaskotin þola.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2015 | 10:44
Ástin þarfnast súrefnis 30.9.15
Um ástina þarf að leika loft
ef lifa skal af í sinni
en saklaus vinátta situr oft
sálum dýpst í minni.
Margur áttar sig illa á
hvort hann sé að koma eða fara.
Það má þykja afstætt hvort
tíminn stendur í stað eða brunar.
Njóttu samverustundanna
á meðan að þær vara.
Skilnaðarstundin er oft nær
en mann grunar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2015 | 19:32
Haffi skrifar mér - Framlegð, framleigð, framlegð...
Forsetisráðherra sagði að aukin framlegð mundi skila hærri launum. En gleymir því að þegar útgerðin og álfyrirtækin selja sjálfum sér framleiðslu sína til skúffufyrirtækja erlendis á ofur lágum verðum til að komast hjá skattgreiðslum til ríkisins og þannig geta þeir einnig sýnt fram á að ekki sé hægt að borga hærri laun.
Best væri að þessi fyrirtæki greiddu skatta af alþjóða verði fremur en skáldskapað verð þeirra til að komast hjá skattgreiðslum, raforkuverði og launahækkunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2015 | 12:01
Svívirða á svívirðu ofan 21.9.15
- Það er ekki sótt ef að sér ekki á
og sé ekki hita eða verkjum að leyna.
Læknanna bættu þeir laun ekkert smá,
lög settu á aðra og svo er hvað eina.
Sigmundur til leikjanna Bjarnanum brá
að bæta ögn um svívirðu Jóu og Steina.
Bloggar | Breytt 3.10.2015 kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2015 | 17:15
Segðu af þér Sigmundur15.9.15
Oft til vega viðundur
veður í fenið gljúpt!
Segðu af þér Sigmundur,
sokkinn ert of djúpt!
Samkvæmt landslögum, best ég veit, á kaup aldraðra og öryrkja að fylgja eftir launaþróun annarra í landinu. Nú liggur fyrir í fjárlögum að svo muni ekki verða hvað sem lög um segja og að þeir fái ekki greiddar aftur í tímann þær hækkanir sem aðrir hafa fengið mörgum mánuðum fyrr og ekki heldur það sem vinstri stjórnin skerti þá um og ku nú nema 40 þúsund krónum á mánuði sem þá hefur vantað lengi að auki og hvað þá að þeir fái það borgað aftur í tímann með vöxtum og vaxtavöxtum eins og allir hálaunamenn hafa fengið sem lentu í skerðingu á launum.
Þetta er auðvitað ótrúleg niðurlæging manna sem vilja teljast heiðarlegir og heilir á geði, níðingsháttur og virðingarleysi fyrir sjálfum sér og við fátæka, svik á svik ofan við aumustu og verst settu þegna landsins, sem vantar mikið uppá að hafa nóg til brýnustu nauðþurfta. En þetta er bara gamla og alkunna sagan sem alltaf er að endurtaka sig. Virðulegustu menn með hástau og hvíta kraga leggjast hundflatir í forina þegar aurar eru annarsvegar.
En engar breytingar til betri vega fyrir fátæka og sjúka í landinu máttu vera fyrirvitaðar öllum landsmönnum þótt ekki væru þeir meira en mikið minna en hálfvitar ef að þeir kysu Fjórflokkinn svo oft sem hann hefur brugðist trúnaði sínum og alið á örbyrgð og fátækt stórs hluta þjóðarinnar en hlaðið auði takmarkalaust undir aðra á þeirra kostnað.
Þar má nefna núna t.d. við hálaunamenn læknastéttarinnar og á sama hátt gerðist það árið 1980 að þeir fengu 40% sem var 10 sinnum meira í prósentum en það sem hinn svokallaði verkalýður fékk en núna hefur það verið að sögn vísra manna 70% og hvað skyldi það nú vera mörgum sinnum meira í krónum talið en það sem verkalýðurinn fær?
Hvað svo sem um pólitíkina hér má segja verður óréttur og misrétti alltaf til að vekja upp óánægju og vandamál hvar sem honum er beitt og á því virðist ekkert lát ætla að verða á næstunni. Síðasta dæmið um það er að öldruðum og öryrkjum er nú ætlað að fá 9% ofan á sitt litla smánarkaup, einhvern tíman á næsta ári sem eru bara smáaurar miðað við öll hin ósköpin í þúsund köllum og tugum þúsunda ofan á háu launin.
Skyldu umboðsmenn þjóðarinnar til trúnaðarstarfa halda að slíkt geti gengið til langframa sem verið hefur án uppreisnar og ógnarástands í þjóðlífinu? En svo má teljast að verið hafi hér í landinu langtímum saman í langa tíð og ei verður fyrir endann á því séð og eða afleiðingunum. - Það er svo varla von á að Fjórflokkurinn skilji í fylgishruni sínu í skoðanakönnunum!
Sigmundar Davíðs sálin brenni,
- svíðingslund er bágt að brúka!
Slíkt gera ei nema siðlaus ómenni,
svíkja laun við aldna og sjúka!
Bloggar | Breytt 17.9.2015 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2015 | 08:55
Satt hjá Sigmundi Davíð - Haffi sendi mér línur
Satt er það hjá Sigmundi Davið í kastljósi í gærkveldi að strjórnmálakerfið hefur virkað. En á kostnað hvers? Og fyrir hvern hafa kjósendur fengið það sem þeir kjósa? Jú auðvaldid hefur fengið það sem það hefur kosið, endalaus innkoma án þess að þurfa að vinna fyrir því á meðan almenningur sér eignir sýnar gufa upp um hábjartan daginn í verðbólgu og verðtryggingar báli!
Þetta er það sem við kjósendur höfum fengið og getum engum öðrum um kennt nema sjálfum okkur, enginn hefur neytt okkur til að kjósa þessa flokka yfir okkur aftur og aftur. En hversu lengi ætlar íslenskur almúginn að láta kúga sig og þræla allt sitt líf, bara til þess að auðvaldið geti hirt allar eigur þessa lands?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2015 | 12:13
Einstæða móðirin - Haffi sendi mér línur 9.9.15
Fràbætt hvað einstæða móðirin sem býr í kjallara vinkonu sinnar hefur það míkið betur eftir að ríkistjórnin sem nú situr hefur breytt miklu og hvað móðirin hefur aldrei áður átt meiri peninga milli handa sinna eftir að Eygló Harðatóttir hefur gjörbreytt húsnæðismálum og skattlagningu þeim efnaminni til handa!
Ekki hef ég, né það fólk sem ég þekki séð þessa fögru sjón Eyglóu Harðadóttur! Hefur þú séð það? Hin eina sanna breyting sem skipta mundi sköpum væri að afnema verðtryggingu og lækka stýrivexti svo við getum keypt húsnæði á sömu kjörum og fólk hér í nágrannalöndum okkar. Að við þurfum ekki að borga okur vexti eins og hér segir:
Ísland kr:39,000,000.- fyrir kr:20,000,000.- óverðtryggt fasteigna lán eins og nú er.
Danir borga kr:22,500,000.- fyrir kr:20,000,000.-
Norðmenn kr:27,600,000.- fyrir kr:20,000,000.-
Í Danmörku, Svíðjóð og Noregi er neysluvara líka allt að 30% ódýrari en hér á Íslandi og lágmarkslaun þeirra ekki undir kr:400-500,000.- pr mán.
Þó er rafmagn dýrara en á Íslandi, en það réttlætir ekki okur vaxta stefnu Íslands. Væri ég til í að borga frekar 100% meira fyrir rafmagnið ef lágmarkslaun hér væru kr:680,000.- pr mán eins og þau þurfa að vera til að halda í við verðlag frá því að laun voru aftengd verðtryggingu hér árið 1987/8
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2015 | 14:19
Flóttamannavandinn 6.9.15
Það er vel vitað af langvarandi reynslu af stjórnvöldum á Íslandi að þeir sem bágt eiga hafa ekki átt upp á pallborðið hjá þeim með aðstoð til að fá lifað af í landinu.
Vinstri öfl stjórnmálanna hér hafa lengst af verið í stjórnarandstöðu og barist þá við hægri öflin gegn níðherferðum þeirra gegn almúganum en lítið sem ekkert tekist að þoka bótum á ástandinu til betri vega, en heilindi í því sem öðru hafa sjaldan legið vel fyrir Alþingismönnum.
Eðlilega fögnuðu margir þegar vinstri stjórn komst loksins á í landinu eftir hroðalegt hrun og ófarir þeirra hægri hvað varðaði fjármál þjóðarinnar og misskiptingu auðs og atlætis landsmanna.
En vinstri stjórnin reyndist í störfum sínum svo gjörsamlega öfug við öll sín fyrri marmið og fyrirheit að í næstu kosningum eftir það töldu menn þó vera skömminni skárra að kjósa aftur yfir sig ófarnaðrbrjálæði gömlu hægri böðlanna er komið höfðu þjóðinni rétt áður á vonarvöl.
Komið hefur fram tillaga um að land okkar taki við 5000 flóttamönnum. Menn hafa lagt þeirri tillögu misjafnt til stuðnings eða foráttu.
Margir telja að stjórnvöld okkar eigi fyrst að sjá sóma sinn í að gera öldruðum og sjúkum lífvænlegt í landinu áður en bætt væri fleiri þurfalingum þar við.
Ég hygg að við sem erum í þurfalingatölu nú munum ekki hafa það neitt skíttnara þótt þessi flóttamannatala verði tekin, því það sé einfaldlega ekki hægt af neinum flokki að forsvara það vegna fylgishruns.
Það voru sterk meðul til falls vinstri stjórnarinnar með Árna Pál sem ráðherra í forsvari að láta sín fyrstu verk vera til endurreisnar fjármálavanda þjóðarinnar að skerða laun öryrkja og aldraðra niður þótt þá vantaði mikið á að hafa nóg fyrir framfærslu til nauðþurfta og þeir höfðu lofað rétt áður fyrir kosningarnar að standa vörð um og greiða síðan allar skerðingar aðrar sem síðar komu, til baka nema þær.
Núverandi stjórn hefur ekki endurgreitt þeim að heldur og heyrði ég hjá vísum þjóðfræðingi í útvarpi fyrir skömmu að það nemi nú 40000 kr á mánuði og þeir muni ekki fá það bætt í náinni framtíð. Svo skilja þingmenn þessara flokka ekkert í því núna að fylgið hafi hrunið af þeim í skoðanakönnunum.
Ég vil benda á að þessi tala 5000 manns er vart meira en bara það sem hinir alkunnu líknarar læknastéttarinnar hafa látið hafa sig til að murka lífið úr þegnum landsins í fóstureyðingum síðustu fjögur ár.
Þannig má það teljast til eðlilegrar fólksfjölgunar síðustu 4 ár í landinu að taka á móti þessum fólksfjölda, burt séð frá allri mannúð og góðvild til líknarmála og mannréttinda sem ég trúi að stjórnvöld okkar fyrirlíti meira en flest eða nokkuð annað.
Bankarnir og lífeyrissjóðirnir eiga urmul af ónýttu húsnæði sem tekið hefur verið af fólki fyrir óráðsíuráðslag stjórnvalda sem ég tel vera hina verstu fjármálaglæpi samtímans og hrakið það í vesöld hópum saman af heimilum sínum og gert það að enn verra en öreigum með því að láta skuldir búnar til með ólögum fylgja þeim.
Því skyldu stjórnvöld ekki alveg eins geta tekið húsnæðið af fyrirtækjum eins og fátæklingum með einhverjum hætti og tekið það í notkun fyrir bágstadda?
Flóttamanna flýr nú hjörðin
fyrir brjáli af valdhöfum grimmum.
Færi ekki vel á að fylla í skörðin
Frónsbúanna drepna af krimmum?
Bloggar | Breytt 9.9.2015 kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2015 | 08:05
Kæra til umboðsmanns Alþingis!
Efri-Skálateigi 2, 1.9.15
Góðan daginn embætti Umboðsmanns Alþingis!
Ég hefði nú reyndar í þessu tilviki frekar viljað kæra umboðsmanninn sjálfan sem óhæfan frekar en að kæra þetta mál til hans svo forkastanlegt tel ég að hann skuli ekki hafi tekið á því ótilkvaddur og efast reyndar ekki um að kærur um það hafi borist til hans frá fleirum en mér svo alvarleg að ég tel lögbrot ráðamanna landsins hafa verið þar í gangi.
Já, ykkur rennir sjálfsagt strax í grun um hvað málið fjallar það er svo augljóst að ég hafi sem aðrir í mínum launahópi viljað fá kauphækkanir í samræmi við aðra og ekki einhverntíman langt á eftir öðrum eitthvað af því sem mér ber en Bjarni Ben fjármálaráðherra hefur tilkynnt í sjónvarpi að svo muni verða eftir næstu áramót.
Ég hef kært áður til þessa umboðsmanns ólög sem ég tel stangast gróflega á við stjórnarskrá og mannréttindi að ég og konan mín vegna heilsuleysis þurfum að reka tvö heimili og fáum ekki heimilisuppbót. Jú, blessaður öðlingurinn hunsaði mig ekki á því að fjalla um og rannsaka vel málið og afgreiða það en allt samkvæmt ólögunum sem ég var að kæra til hans og fékkst ekki með nokkru móti á nokkurn hátt til að taka afstöðu um stjórnarskrár- og mannréttindabrot þessi sem eru því enn í gangi og óheft með öllu um 7 árum síðar
Hvað á að gera við ófæra embættismenn sem festa setu sína árum saman í kerfinu eins og t.d þessi umboðsmaður sem nú situr? Það er svo sem lítil bót og kannski ekki sanngjarnt að fara að nefna þar einn til sögunnar því þeir eru svo margir sem svíkja umbjóðendur sína og alltaf á sama veg að níða niður þá þegna þjóðarinnar sem bágast eiga með að fá af lifað í landinu.
Ég segi við umboðsmanninn að lokum að þótt svo ég telji það álíka áhrifaríkt og að skvetta vatni á gæsir að fást um aðgerðarleysi og umboðssvik embættismanna að þá hefur þó allavega vesæll maður borið sig illa undan undan þér og að máltækið segir það sem ég held að geti átt hér vel við: ,,Hvað sér sér vesælla! Ég skora á þig að segja af þér vegna þess að þú valdur ekki embættinu!
Kveðja,
Einar Sigfússon 1704423349
Es tölvusamrit til Öryrkjabandalagsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar